Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1956, Side 1

Faxi - 01.10.1956, Side 1
FAXI 1 7. tbl. • XVI. ár OKTÓBER 1956 U tgefandi: Málfundafélagið Faxi Keflavík. Marta Valger&ur Jónsdóttir: Minningar frá Keflavík Sigurfinnur Sigurðs- son íshússtjóri í Kefla- vík og kona hans, Jónína Jónsdóttir og börn þeirra: Gunnar, Sigurbjörg, Asgeir og Sigríður. Fyrir ofan bæ Guðjóns skipasmiðs var bær Sigurfinns og Jónínu. Það var torf- bær og áfastur við bæ Guðjóns. Þennan bæ böfðu forcltlrur Jónínu átt og búið þar langa ævi. Jónína og Sigurfinnur voru bæði einkar vönduð í dagfari og elskulegir nágrannar, boðin og búin til þess, að rétta öðrum hjálparhönd hvenær sem færi gafst. Sigurfinnur var fæddur á Minniborg undir Eyjafjöllum 11. des. 1872. Voru for- cldrar hans Sigurður Natanaelsson og og kona hans, Asta Jónsdóttir. Sigurður, faðir Sigurfinns, var skamm- lífur, hann drukknaði í Króksóssundi í Garði af skipi frá Útskálum 7. apríl 1877. Var Sigurður þá vinnumaður á Raufar- lelli, en sjómaður á Útskálum hjá scra Sigurði H. Sivertsen er þar var prestur frá 1837 til 1886. Séra Sigurður Sivcrtscn var fræðimaður og skrifaði meðal annars stutt- orðar lýsingar um sóknarbörn sín, cr honum hefur að einhvcrju leyti þótt um- talsverð. Um Sigurð Natanaelsson segir hann, um leið t>g hann færir andlát hans inn í prestsþjónustubókina: „Dugnaðar- maður, ráðsettur og vel metinn.“ Móðir Sigurðar og amma Sigurfinns ^ar Dýr- finna Kolbeinsdóttir, þá húsfreyja í Hvammi undir Eyjafjöllum, gift Sigurði Sigurðssyni bónda þar. Þau hjón tóku Sigurfinn í fóstur og ólst hann þar upp til fullorðins ára. Sigurfinnur naut ömmu sinnar skamma stund, því hún andaðist 1878, en þá tók við heimilisforráðum dóttir hjónanna, Katrín Sigurðardóttir, og naut Sigur- finnur umhyggju hennar í ríkum mæli, þótt lnin væri þá ung að árum. Hvammsheimilið hafði verið með myndarlegustu heimilum þar eystra og heimilisbragur allur lil fyrirmyndar. Katrín föðursystir Sigurfinns varð há- öldruð kona, komst á tíræðisaldur, hún dvaldi síðustu ár sín hér í Reykjavík (Morgunbl. 20 marz 1947.) Af kynnum mínum við hana og dóttur hennar, frú Dýrfinnu Gunnarsdóttur kennara, sá að ekki var ofsögum sagt af 'Hvamms- heimilinu, svo báru þær mæðgur af um hagleik, dugnað, greind og alla elsku- semi. Má af þessu sjá að Sigurfinnur hefur fengið hið ágætasta veganesti frá þessu heimili, enda mátti segja það sama um hann og Hvammsfólkið. Faðir Dýrfinnu í Hvammi var Kolbeinn Jónsson sem bjó í Suðurkoti við Krísu- vík og þar var Dýrfinna fædd 1830, en 10 ára gömul var hún tekin í fóstur að Hrúnum undir Eyjafjöllum. Þar bjó þá frændi hennar, Kolbeinn Ingimundarson, en þeir nafnarnir voru bræðrasynir. En faðir þeirra Jóns og Ingimundar var Kol- beinn í Krosshjáleigu í Sandeyjum, Ás- láksson. Jónína Þórðardóttir, kona Sigurfinns, var fædd í Keflavík 8. sept. 1871. Voru foreldrar hennar Þórður Gísli Jónsson og kona hans, Guðrún Bjarnadóttir, en þau bjuggu í Keflavík alla sína búskapartíð, frá 1866. Guðrún kom frá Reykjum í Þingeyrarsókn í Húnavatnssýslu, en fædd var hún í Fróðársókn á Snæfellsnesi, dóttir hjónanna Hjarna Bjarnasonar á Húsum og konu hans, Ragnheiðar Niku- lásdóttur á Húsum, Einarssonar. Guðrún var orðlögð gæðakona og vin-

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.