Faxi - 01.10.1956, Qupperneq 2
90
F A X 1
föst. Ég sá hana aldrei, hún var dáin, er
ég kom til Keflavíkur, en það vissi ég
um hana, að hún lagði þeim lið er bágt
áttu og hjálpaði í margskonar raun.
Hún hafði einhverju sinni, eftir að hún
varð ekkja, skotið skjólshúsi yfir einstæð-
ingskonu, nöfnu sína, er ílentist svo hjá
henni, en hún var heilsulítil og hafði
þáð lítils háttar sveitarstyrk. Svo vel var
Guðrúnu til þessarar konu, að hún bað
Jónínu þess, rétt fyrir andlát sitt, að hlúa
að nöfnu sinni og láta hana ekki fara út
af heimilinu fyrr en yfir lyki. Er ekki að
efa það, að Jónína hafði virt þá bón móður
sinnar þótt þröngt væri í kotinu eins og
Jónína orðaði það. En gamla konan þurfti
ekki lengi veraldlegra muna með, þvi
hún varð úti, í heiðinni milli Hafna og
Keflavíkur, nokkru síðar.
Þórður Gísli, faðir Jónínu, var fæddur
í Keflavík 11. sept. 1841, sonur Jóns
Þórðarsonar járnsmiðs í Keflavík og
konu hans, Guðrúnar Gísladóttur bónda
á Efri-Sýrlæk í Flóa, Guðmundssonar.
Jón var sigldur „Klénsmiður“, eins og
járnsmiðir voru þá kallaðir og kominn til
Keflavíkur frá Vestmannaeyjum 1832, en
að ætterni mun hann hafa verið Rang-
æingur.
Arið 1907 byggði Sigurfinnur hús það
við Tjarnargötu, er þau bjuggu í síðan
og ennþá stendur að stofni til. Var húsið
byggt á sléttri flöt ofan við Tjarnargötuna,
sem þá var að myndast. Sigurfinnur
smíðaði húsið sjálfur að öllu leyti. Einnig
smíðaði hann öll húsgögn fyrir heimilið
smátt og smátt. Var heimili þeirra einkar
vistlegt, enda ágætlega um allt gengið
bæði innan húss og utan. Hélt Sigur-
finnur áfram smíðum eftir þetta, þegar
ekki var annað arðvænlegra til að vinna.
Einnig gerði hann talsvert að því að
binda bækur og var oft leitað til hans í
því efni. A ég margar bækur sem Sigur-
finnur hefur bundið.
Jónína kom oftast á hverjum morgni í
heimsókn til móður minnar, létt á fæti
og glöð í lund, boðin og búin til að rctta
hjálparhönd. Voru þessar morgunheim-
sóknir móður minni einkar kærkomnar.
Jónína bar með sér andblæ gleði og gam-
ans og velvildin og hjartahlýjan til alls
og allra yljaði svo dásamlega andrúms-
loftið í kring um hana. Hláturinn var á
næsta leyti þar sem Jónína var og áður
en við var litið dundi dillandi hlátur um
húsið. Tilefnið var oftast lítið og gleymd-
ist fljótt, en glaðværðin og góðvildin sat
eftir og gleymdist aldrei. Ég hef oft dáðst
að því síðar hve Jónína kom mörgu í
verk. Hún kom víða við á morgungöngu
sinni og allsstaðar þar sem hjálpar þurfti
við. Hjá einni grannkonunni þurfti að
þvo gólfið, annarri þurfti að hjúkra og
svo þurfti auðvitað að sjá um þvottinn
fyrir þær sem veikar voru og lasburða.
Allt var þetta gert með einstakri góðvild
og léttleika, rétt eins og þetta væri ein-
hver skemmtun. Og svo var allt fágað
og hreint hjá henni sjálfri og allt í röð
og reglu.
Þegar Jónína var nýfermd var hún
þjónustustúlka hjá Guðmundi Hannes-
syni móðurbróður mínum og fyrri konu
hans, Guðrúnu Þorkelsdóttur, sem þá
bjuggu í Garðbæ í Keflavík. Þeir voru
tveir Garðbæjarbæirnir og bjó Olöf
Hannesdóttir, systir Guðmundar, kona
Jóns Felixsonar járnsmiðs, í hinum bæn-
um. Þegar Jónína var nýkomin í vistina
urðu þær húsfreyjurnar í Garðbæ mikið
veikar og lágu þær þungt haldnar allan
veturinn. Jónína stundaði Guðrúnu hús-
móður sína af frábærri umhyggju og
myndarskap, var það rómað hve vel henni
fórst það allt. Þó dáðust þær mágkon-
urnar mest að glaðværð og léttlyndi Jón-
ínu. Minntust þær þess oft og dáðust að,
live hún hefði létt þeim sjúkdómsbölið
með hinu einstaka æðruleysi, ljúflyndi og
glaðværð. Varð þessi vetur upphaf ævi-
langrar vináttu milli Jónínu og þeirra
tengdasystranna í Garðbæ.
Sigurfinnur var vanur að líta inn til
foreldra minna á kvöldin undir háttu-
mál. Hafði tekist góð og trygg vinátta
með þeim föður mínum, þótti þeim gott
að hvílast litla stund, eftir önn dagsins,
um leið og þeir spjölluðu saman um dag-
inn og veginn yfir kaffibollunum eða
þeir rifjuðu upp eitt og annað frá liðn-
um dögum.
Mér var það þá ljóst og þó enn betur
síðar, hve Sigurfinnur var góður og vand-
aður maður, ljúfur og rósamur í lund,
hagur á hendur og umhyggjusamur um
konLi og börn eins og bezt mátti. Ég held
að hann hafi sjaldan eða aldrei skift skapi,
og öllum vildi hann vel. Hugarsjón hans
var eins og lygn og tær lind.
Það mun hafa verið árið 1916 að stjórn
Isfélags Keflavíkur réði Sigurfinn í þjóp-
ustu sína. Var það mikið happ fyrir fé-
lagið að fá slíkan mann. Var hann íshús-
stjóri hjá félaginu yfir 30 ár og gegndi
hann því starfi með einstakri trúmennsku
og fágætum dugnaði. Flestum hefði fund-
ist það nóg starf að gegna skyldum ís-
hússtjóra, en hann var einnig eini smiður-
inn við íshúsið því hann smíðaði öll eða
flest þau áhöld er íshúsið þurfti með og
mundi flestum hafa fundist það a’rið nóg
verk eitt saman.
Þar að auki gegndi hann kalli hvenær
sem var að nóttu til. Var það oft að skip
þurftu afgreiðslu um nætur og fór hann
þá ævinlega á fætur og afgreiddi og var
svo kominn til vinnu að morgni þrátt
fyrir næturvökuna.
Það var því þreyttur maður sem lagði
frá sér verk, er hann lét af störfum hjá
Isfélagi Keflavíkur og lífsorkan að mestu
þrotin.
Þó greip hann í smíðar heima á vinnu-
stofu sinni síðustu árin eftir því sem
kraftar leyfðu.
Hann andaðist snögglega 30. des. 1951.
Börn þeirra hjóna Sigurfinns og Jónínu
voru fjögur:
Gunnar, húsgagnabólstrari í Keflavík
og organleikari, kvæntur Sigrúnu Olafs-
dóttur.
Sigurbjörg, saumakona í Keflavík, býr
í húsi foreldra sinna. Hún dvaldi með
foreldrum sínum síðustu ár þeirra og
annaðist þau með stakri umhyggju og
myndarskap.
Asgeir. Hann var sjómaður og bjó hjá
foreldrum sínum, drukknaði í Reykja-
víkurhöfn í ofsave.ðri af m.b. Oskari frá
Keflavík 14. janúar 1923. Hann var efnis-
maður.
Sigríður, húsfreyja í Birtingaholti, gift
Sigurði Agústssyni bónda þar.
Jónína andaðist á Keflavíkurspítala 15.
marz 1955.
Skip strandar.
Þýzkt vöruflutningaskip rakst á sker á
Bæjarskerseyri við Sandgerði þriðjudaginn 30.
október. Skipið losnaði fljótlega af skerinu,
en skömmu seinna kom að því mikill leki
og sökk það þá fljótlega, þrátt fyrir tilraunir
skipverja til að sigla því inn á grunnsævi.
Skipið var með saltfarm til Faxaflóahafna,
en átti svo að taka þar saltfisk. Hét skip
þetta Johann Ammel, frá Hamborg, og var
um 1500 smálestir. Áhöfn þess, 11 manns,
bjargaðist til lands i björgunarbátum skips-
ins og voru þeir allir við góða líðan. Þenna
dag var veður milt og kyrrt í sjóinn, eftir
því sem þarna getur verið og hefir það orðið
skipverjum til happs. Skipið er nú algerlega
sokkið og sér aðeins á siglutoppana um fjöru.