Faxi - 01.10.1956, Qupperneq 3
F A X I
91
MINNINGARORÐ
Árni Helgason, Grindavík
Þeir, sem áttu sín æskuár á mótum síð-
ustu alda, eru nú smátt og smátt að flytja
héðan, eftir að hafa lifað viðburðaríka
tíma í þrótmarsögu þjóðarinnar, tvenna
tima á sviði atvinnuhátta, híbýlakosts og
aðstöðu til fræðslu og menntunar.
Einn af sérstæðustu fulltrúum þeirrar
kynslóðar hér á Suðurnesjum, var Arni
Helgason, frá Garði í Grindavík. Hann
létzt að heimili sínu, Borg í Grindavík, ]9.
ágúst s. sl. eftir þráláta vanheilsu um skeið
og var jarðsunginn í Staðarkirkjugarði
28. sama mánaðar.
Arni var Borgfirðingur að ætt, fæddur
að Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu 27. okt.
1879. Voru foreldrar hans Helgi Böðvars-
son og kona hans Guðrún Sveinsdóttir.
Var hann yngstur sjö barna þeirra hjóna.
Þegar Arni var þriggja ára missti hann
móður sína og fluttist þá með föður sín-
um ásamt Halldóru systur sinni að Fljóts-
tungu. Þar ólst hann upp og dvaldi, þar
til hann var 24 ára gamall. En árið 1904
urðu miklar breytingar á högum hans.
Hann flutti úr sveitinni til Reykjavíkur
og lrreytti nú algjörlega um störf. Stund-
aði hann nú vegavinnu, símalagningu og
sjómennsku jöfnum höndum. Hér kvænt-
ist Arni fyrri konu sinni Bergmaníu Sig-
fúsdóttur Bergmanns. Eignuðust þau einn
son, Ciuðmund Hclga, er dó uiigur.
Arið 1910 missti Arni konu sína cftir
stutta sambúð. Fluttist hann tveim árum
síðar til Grindavíkur og dvaldi þar æ
síðan.
1 Grindavík kynntist hann eftirlifandi
konu sinni, Petrúnellu Pétursdóttur, dótt-
ur Péturs kennara Guðmundssonar, er
lengst var kennari á Eyrarbakka, en einnig
í Keflavík og Grindavík. Móðir hennar
var Katrín Jónsdóttir frá Járngerðarstöð-
um.
lJatt Arni og lJetrúnella hófu búskap í
Grindavík árið 1913. Eignuðust þau 17
börn. Þrjú þeirra létust í æsku, en 14 kom-
ust upp.
Þau eru þessi, talin eftir aldri: Svavar,
oddviti í Grindavík og formaður Verka-
lýðsfélagsins, Sigfús Bergmann, sjómaður,
fórst mcð vélbátnum Grindvíkingi, Guð-
Árni Helgason.
rún, ekkja eftir Ólaf Magnússon, ljós-
myndara, Eyrún, húsfreyja í Grindavík,
Guðjón húsgagnasmiður í Reykjavík, Jón,
bakari, Reykjavík, Ingólfur, málarameist-
ari, Kópavogi, Guðmundur, stúdent, kenn-
ari á Isafirði, Magnús, verkamaður í
Grindavík, Lárus, sjómaður erlendis,
Agnes, húsfreyja í Grindavík, Pétur,
prentari í Reykjavík, Arndís í forcldrahús-
um og Snæbjörn, deildarstjóri við kaup-
félagsdeildina í Grindavík.
Við, sem höfum vanizt og mótast af
valgengni síðustu ára, þurfum að staldra
við og bregða okkur um stund aftur í
límann, til þess að gera okkur Ijóst það
umhverfi, er Arni fluttist nú í, þegar hann
kom til Grindavíkur. Þar var þá fámennt
sjávarþorp, illfært hraun á allar hliðar,
nema til suðurs, þar tók við úthafið. Stund-
um lygnt og lokkandi og þá oft gjöfult
dugandi sjómönnum, en oft æðistryllt og
ógnandi og krafðist þá stundum stórra
fórna.
En cins og byggðin sjálf var í fjötrum
hrauns og ægis, svo var og fólkið bundið
við aldagamla hætti í atvinnu og viðskipt-
um.
1 þetta umhverfi fluttist Arni, fullur af
lífskrafti og áhuga fyrir félagslcgum um-
bótum, — listhneigður og félagslyndur.
Hann hafði á Reykjavíkurárum sínum
kynnst j afnaðarstefnunni og verkalýðs-
hreyfingunni og drukkið í sig anda þcss-
ara hugsjóna. Hann hafði kynnst merk-
um mönnum á sviði tónlistar, verið í
söngflokki, og lært að lcika á orgel.
Þessar hugsjónir og þekkingu flutti Arni
með sér til Grindavíkur og hóf þegar að
miðla öðrum, er móttækilegir voru og
vildu njóta fræðslu hans.
Skömmu áður en Árni fluttist til
Grindavíkur hafði kirkjan verið flutt frá
Stað og byggð í Járngerðarstaðahverfi.
Ekkert orgel var þá í kirkjunni, en kaup-
maðurinn, Einar í Garðhúsum hafði látið
þau orð falla, að hann væri fús að gefa
orgel í kirkjuna, ef einhver maður kæmi
fram í þorpinu, er kynni að leika á það.
Nú var sá maður kominn fram, það var
Árni. Kaupmaður stóð við orð sín og Árni
varð þannig fyrsti organistinn í Grinda-
víkurkirkju, og rækti hann það starf með
sérstökum áhuga og alúð til síðara hluta
árs 1950, tn þá tók við starfinu Svavar son-
ur hans, er fengið hafði fyrstu leiðbeining-
ar hjá föður sínum. ,
Arni tók nú til óspilltra mála á sviði
söngs og tóna. Hann æfði söngkór kirkj-
unnar. Stofnaði einnig karlakór og bland-
aðan kór og veitti tilsögn í orgelleik. —
Söngflokkar Árna sungu við hátíðleg tæki-
færi í Grindavík, einnig fóru þeir og
sungu í flestum byggðum Suðurnesja.
Ég kynnist Árna einmitt í sambandi við
eina slíka söngför. Við höfðum þá nýlega
byggt Alþýðuhúsið í Keflavík. Árni var
staddur við vígslu þcss. Lét hann í ljós,
hve mikill styrkur það væri okkur að eiga
slík húsakynni. Fór hann þess á lcit að
mega koma með söngkór sinn og syngja
í hinu nýja húsi. ,
Var sú ósk Arna fúslega veitt og eina
kvöldslund þá um veturinn hlýddum við á
söngflokk Árna. Var sú kvöldstund mjög
ánægjuleg og man ég ávallt síðan hve ég
dáðist að áhuga og dugnaði Árna, sem þá
var kominn hátt á sextugs aldur.
En ég átti eftir að kynnast Árna á flciri
sviðum. Hann var hvatamaður að stofn-
un Verkalýðsfélags Grindavíkur og var
um tíma í stjórn þess. Hann átti drýgstan
þáttinn í því að kaupfélagsdeildin var
stofnuð í Grindavík, og var hann deild-
arstjóri hennar frá upphafi og þar til son-
ur hans Snæbjörn tók við. I þessu starfi
hans kynntist ég Árna vel og þá sérstak-