Faxi - 01.10.1956, Síða 5
F A X I
93
livað áunnizt, þá á ég það y/(/{itr, næst
góðum Guði, að þakka. — Þegar ég lít
yfir minn liðna starfsferil ykkar á meðal,
þá hlýt ég með hryggð að játa vanmátt
minn og veikleika í þjónustunni. Guð
fyrirgefi mér mínar mörgu og stóru yfir-
sjónir. Eg hefði viljað reynast ykkur svo
miklu betur, kæru vinir mínir. En af hjarta
gcri ég orð frelsarans að mínum eigin og
segi: „Þér eruð þeir, sem stöðugir hafið
verið nær mér í freistingum mínum.“
I fyrstu prédikuninni, sem ég flutti hér
í kirkjunni sem prestur þessa safnaðar, þá
sagði ég, að mig langaði til að fá að vera
vinur ykkar allra, — og standa við hlið
ykkar bæði á björtum gleðistundum og
dimmum sorgarstundum. Og þetta hefir
ávallt síðan verið mín æðsta þrá. Ein-
lægur vinur og bróðir ykkar allra vil ég
jafnan vera. Og ómetanlcgur styrkur hefir
það verið mér, að mæta hvarvetna hlý-
hug og vinarþeli í minn garð. Hversu
oft hefi ég þakkað Guði minum fyrir
ykkur, kæru vinir, — fyrir það, hvc vel,
— hve óskiljanlega vel, fjölmargir ykkar
hafa reynzt mér. — Eg bið Guð að launa
ykkur, — sjálfur verð ég þess aldrei um-
kominn á nokkurn hátt. En hinsvegar
langar mig til þess, að reynast trúr köllun
minni sem prestur hjá ykkur. Til þess
veri Guð í mér veikum máttugur.
Ég kveð ykkur nó, vinir mínir, með
klökkum huga. Ég veit, að ég muni sakna
ykkar sáran. En ég minnist þess líka, að
Guð hefir gefið mér möguleika til þess
að dveljast með ykkur þrátt fyrir líkam-
lega fjarlægð. Minningarnar mörgu og
fögru geymi ég í hjarta mér.- Og á veg-
um bænarinnar mætumst við — vinir —
dveljumst saman — og störfum saman —
fyrir hið helga málefni Krists. Gleymum
því ekki, að í bceninni verða allir eitt —
í hjarta Guðs.
Blessun og gæzka hins eilífa Guðs vaki
yfir þessu byggðarlagi á ókomnum tímum,
— yfir sérhverju heimili og sérhverjum
einstaklingi, jafnt ungum sem öldnum.
Megi farsæld og gæfa fvlgja öllum ykkar
störfum, á sjó og landi, — úti og inni.
— Góður Guð blessi ykkur og varðveiti
og geymi ykktir um alla tima óhult í
hendi sinni.
#
Eg minntist á Kólossubréfið í upphafi
máls míns. Kveðjuorð Páls til Kólossu-
manna vil ég að endingu gera að kveðju-
orðum mínum til ykkar, kæru vinir:
„íklæðist því, eins og Guðs útvaldir,
heilagir og elskaðir, hjartagróirini með-
aumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð,
langlyndi; umberið hvcr annan og fyrir-
gefið hver öðrum, ef einhver hefir sök á
hendur öðrum; eins og Drottinn hefir
fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra.
En íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem
er band algjörleikans, og látið frið Krists
ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar
voruð þér kallaðir í cinum líkama, og
verið þakklátir. Látið orð Krists búa ríku-
lega hjá yður. . . . Og hvað sem þér svo
gjörið í orði og verki, þá gjörið allt í nafni
Drottins Jesú, þakkandi Guði föður fyrir
hann.
Verið stöðugir i bceninni og árval{ir í
henrti og þa/{/{ið.“
Og að allra síðustu þctta: Gleymdu,
vinur minn, aldrei hinum minnsta bróður.
Hafðu þetta á hverri stundu hugfast, að:
„Hvar sem þú líðandi lítur
hið lága og veika,
kveddu það kærleikans máli
og knýttu það örmum.
Vektu þeim vonir í hjarta,
sem veturinn særir.
Skapaðu gleði úr gráti
og geisla í skuggum.“
*
Blessun (íuðs fylgi ykkur heim úr húsi
hans. I Jesú nafni. Amen.
Kuldaúlpur — Kuldaúlpur
ó börn og fullorðna
KAUPFÉLAG SUÐURNESJA
Vefnaðarvörudeild
Leiklistarskóli
í Keflavík
Nýr fjörkippur hefur nú hlaupið í leik-
listarlíf Keflavíkur með sýningum á leik-
ritinu Penelope. I sjálfu sér er það kannske
engin stórtíðindi þó leikrit sé sett á svið
hér í Keflavík, en samt hlýtur það að vekja
athygli, hve margir nýliðar koma þarna
fram og standa sig með ágætum. Eftir að
hafa séð þennan lcik, sneri ég mér til leik-
stjórans, Helga Skúlasonar, sem sjálfur er
ungur Keflvíkingur, og spurði hann,
hverju hann þakkaði þcnna ágæta árang-
ur hjá svo ungu fólki.
„Eg álít“, sagði Helgi og brosti í kamp-
inn, „að svona góður árangur hjá byrjend-
um, sé aðeins mögulegur, að einhver al-
menn undirbúningsfræðsla og þjálfun sé
fyrir hendi. Síðastliðinn vetur hafði ég hér
leiklistarskóla, þar sem allir þessir nýliðar
voru nemendur. Ég álít að árangur þess-
arar skólavistar sé nú að koma í ljós“.
— Hvað þá um skólann í vetur?
„Eg hefi nú einmitt með tilliti til þessa
árangurs, hugsað mér að halda starfinu hér
áfram í vetur“.
— Geturðu bætt við nýjum nemendum,
því vafalaust hafa margir hug á að feta í
fótspor þessara?
„Jú, það get ég — og vel á minnst.
Þú vildir kannske bæta þarna við frá mér,
að þeir sem vildu vera með, gætu hringt
í síma 291 í Keflavík og fengið þar nánari
upplýsingar“.
— Já, það skal ég fúslega gera og svo
þakka ég þér, Helgi, fyrir þetta ágæta leik-
kvöld og allan dugnað þinn og vona, að
þetta sé aðeins byrjunin á nýrri og mikilli
leikþróun hér í Keflavík.
Ritstj.
Karl Magnússon hcraðslœknir
og frú hans Elín Jónsdóttir hafa fært
barnaskólanum í Keflavík að gjöf ljóslækn-
ingatæki sín, til notkunar í ljósastofu leik-
fimihússins. Er hér um mjög rausnarlega og
veglega gjöf að ræða, sem sýnir vel hug
þeirra hjónanna til ungu kynslóðarinnar og
bæjarfélagsins. Blaðið vill hér með fyrir
bæjarins hönd færa þeim hjónum alúðar-
þakkir fyrir gjöfina. Karl mun nú vera i
þann veginn að hætta störfum hér í bæ fyrir
aldurssakir eftir 15 ára ágæta þjónustu.