Faxi - 01.10.1956, Page 9
F A X I
97
Eggert Ólafsson, Björn Dúason, Kristján Hansson, Þórunn Sveinsd.
Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Jóna Margeirsdóttir.
U.M. F.K.
PENELOPE
Gamanleikur í þrem þáttum eftir
Somerset Maugham. Þýðandi: Eufemia
Waage. Leikstjóri: Helgi Skúlason.
Gestur: Helga Bachmann. — Frum-
sýning 19. október 1956.
Sú var tíð, að leiksviðsfjalir Ungmenna-
félagshússins svignuðu haustlangt og
vetrarlangt undan leikæfinga- og leik-
sýningaáhuga heimamanna. Sú varð og
tíð, að sömu fjalir svignuðti ekki undan
tilbiðjendum Thalíu, en mergurinn þessa
máls er, að nú er aftur fótatak kellvískra
leikara á fjölunum fornu.
Hefur Helgi okkar Skúlason vasklega
að verki verið, auk leiktjaldamálunar og
smíðunar, aðalhlutverks og leikstjórnar.
Þarf ekki að kynna Helga, sem fyrst
hyrjaði að leika í barnastúkunni, þá í ýms-
um félögum og er kunnur orðinn á öðr-
um og æðri sviðum en hér í Ungó.
Þökkum við honum geðþekkan leik og
öðrum fremur, að tjaldið er frá á ný.
Gamanleikurinn Penelope er — gaman-
leikur. Fjallar um ævarandi eldsvoða. Að
þessu sinni er einn karlmaður um of
elskulegur tveim kvenmönnum samtímis.
Sellur og vefir rísa gegn sellum og veftim.
Sálrænir timburmenn saga, sverfa og
hamra. Almáttugur, ættin eiginkonunnar
kölluð út að slökkva afbrýðina. En eld-
súlan hækkar við hverja bunu af æviferils-
skýrslum og ráðgefandi históríum.
I fyrsta og öðrum þætti eru „drottn-
ingarbrögð" höfundar margslungin og
„kóngar" á fartinni svo sem „skákborðið“
framast lcyfir. En við upphaf þriðja þátt-
ar er „mát“ Maugham.
Hver em ek annars, að segja sjálfum
Somerset að hafa þetta hinseigin en ekki
sisvona?
Helga Bachmann leikur sem gestur,
leikur Penelopc. N:er frúin að vonum
ágætum tökum á hlutverkinu. Oft snilldar-
lega.
Þórunn Sveinsdóttir lætur sannarlega
ckki sinn hlut eftir liggja, þá Styrmir.
Prófessor Golithly, bóndi hennar, Björn
Dúason þarf hinsvegar á stundum að
hugsa sig um áralagið í fyrirrúminu. En
dífir þeim mun dýpra í að loknum út-
reikningum.
Eggert Ólafsson er nýliði á sviði og
ræður ekki sem skyldi við þann háaldr-
aða, hvíthanzkabúna, háenska Barlow.
Fyrr mætti nú líka vera, af svo ungum
manni, að komast í elliheimilisástartakt í
fyrsta spori.
Jana Olafsdóttir leikur þá gömlu, góðu,
meðalasjúku frú Watson harla vel.
Hvíldarlaus hlátur. en andlitið er of yndis-
lega ungt. Meiri meðöl, frú, — á andlitið.
Kristján Hansson og Ragnheiður Skúla-
dóttir fara liðlega með smáhlutverk. Og
svo er það nýstjarnan okkar:
Jóna Margeirsdóttir, sem frú Fergusson,
hefur í sýningarlok náð sigri, sem ekki
gleymist, hvort sem hún lætur staðar
numið eða stiklar áfram torfærubraut
leiklistar.
I sýningarlok bárust gesti og leikstjóra
blóm. Og var þeim ásamt öðrum leik-
endum ákaft klappað lof í lófa.
„Danskennsla"
Námskeið í samkvæmisdansi fyrir börn og unglinga
hefst um miðjan nóvember.
Upplýsingar daglega í síma 671.
Hermann Ragnar
-------——-------------------4