Faxi

Volume

Faxi - 01.02.1958, Page 3

Faxi - 01.02.1958, Page 3
F A X I 19 Hafnarfirði, faðir Mettu Kristínar, móður séra Olafs Olafssonar í Hjarðarholti í Dölum, föður Kristínar læknis í Reykja- vík. Systkini Mettu Olafsdóttur voru: jónas Ólafsson, bjó á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Níels Ólafsson, bcykir í Hafnarfirði. Jens Ólafsson, bjó í Einarshöfn og víðar þar eystra. Margrét Ólafsdóttir, átti Tómas Sveins- son í Litlabæ í Reykjavík. Valgerður Ólafsdóttir, átti James Robb, enskan kaupmann í Rvík, og Jón Ólafs- son, fór utan. Dóttir Jens Ölafssonar var Ingibjörg, kona Jóhannesar Magnússonar múrara í Kasthúsum í Reykjavík, sonur þeirra var Jens, faðir Jóhannesar skósmiðs í Reykja- vík, föður Brynjólfs leikara og Jens sál. læknis, cn dóttir Ingibjargar og Jóhann- esar var Guðbjörg, móðir frú Rósu, konu Helga Hjörvars. Guðrún Egilsdóttir var myndarkona, er bar í svipmóti auðsæ merki um geð og gerð, hún var forkur dugleg og hrein- leg að sama skapi, hún var ágæt mat- reiðslukona, enda tók hún oft menn í fæði um lengri eða skemmri tíma. Var allt hreint og fágað á heimili hcnnar, utan húss sem innan. Man ég hve þvottur hennar var drifhvítur og fallegur og vcl licngdur upp á snúrurnar. Kæmi það fyrir að ég væri send í hús hennar, tók hún ævinlega á móti mér með hýru brosi, sem leið svo fallega yfir andlitið og gerði svip liennar móðurlega mildan. Börn þcirra Guðrúnar og Eyjólfs voru: 1. Þórarinn, trésmiður í Keflavík, kona lians er Elinrós Benediktsdóttir, ljós- móðir frá Breiðabóli á Svalbarðsströnd. 2. Guðrún, átli Benedikt Bencdiktsson, hún andaðist í Keflavík .51. júlí 1957. 3. Jón, útgerðarmaður í Keflavík, kona hans er Guðfinna Bcnediktsdóttir, systir Elinrósar ljósmóður, ein dóttir þeirra, Sesselja, vann hetjulegt sund- og björg- unarafrek austur á Seyðisfirði fvrir nokkrum árum. •4. Karl, verkstjóri í Keflavík, kona ltans cr Hólmfríður Einarsdóttir. 5. Halldóra, kona Einars Guðmundssonar skipstjóra frá Nesi. Þau búa í Bolla- görðum á Seltjarnarnesi. ó. Eyjólfur, vélstjóri í Kcflavík, kona hans cr Sigurbjörg Davíðsdóttir frá Hvammi á Akranesi. Sigríður Jónsdóttir frá Vatnsnesi. 7. Egill, múrarameistari í Keflavík, kona hans er Hclga Þórarinsdóttir. Eitt barn þeirra hjóna dó á unga aldri. En niðjar þeirra beggja Garðshorns- hjónanna eru nú orðnir fjölmargir og frá þeim komnir í 3. og 4. lið. Eyjólfur Þórarinsson andaðist 51. des. 1931, cn Guðrún Egilsdóttir, kona hans, 9. jan. 1941. 1 bcinni línu, spölkorn fyrir austan Garðshorn, var Bjarnahús, stundum nefnt Borgfjörðshús cða Bjarna Borgfjörðshús. Þetta hús stendur enn og var lengi cign Gamalíels Jónssonar, sem lézt á Kefla- víkurspítala á síðasta ári. Húsið var byggt 1S89, byggði það borgfirskur maður, Bjarni Bjarnason, er nefndi sig Borgfjörð. Kona hans var Guðrún Þorsteinsdóttir, f. í Langholti í Borgarfirði 23. sept. 1853. Var móðir hennar Eyrnv Björnsdóttir bónda á Eyri í Flókadal Þorleifssonar bónda í Tungufelli í Lundarreykjadal, Snorrasonar, er margt merkra manna frá Þorleifi. Guðrún var góð kona og hjarta- lilý. Þau Guðrún og Bjarni áttu fjórar dætur er þau settust að í húsi sínu og tvö bættust í hópinn á næstu árum. Elzta dóttir þeirra var Gróa, seinni konar Þor- varðar prestsmiðjustjóra í Reykjavík, Þor- varðarsonar, önnur var Eyrný, hún var uppeldisdóttir séra Janusar Jónssonar, er lengi var kennari við Flensborgarskólann og konu hans, Sigríðar Halldórsdóttur. Eyrný er kona Einars Þórðarsonar úrsmiðs í Hafnarfirði, bróðir þeirra systra var Bjarni, verkam. í Rvík, Fálkagötu 15. Arið 1890 flutti Jón Bjarnason, bróðir Bjarna cinnig í húsið og gerðist þá eig- andi að hálfu húsinu. Kona hans hét Hallbera Jónsdóttir, var hún 15 árum eldri en bóndi hennar. Á vist með þeim var dóttir Jóns er Kristín hét. Þau bjuggu niðri í húsinu en Bjarni og hans fjöl- skylda uppi á loftinu. Þeir bræður stund- uðu sjó og unnu við landvinnu þess á milli. Jón Bjarnason var báseti hjá Guð- jóni Þorkelssyni formanni, var hann einn þeirra manna er drukknuðu með Guðjóni í Hvalfjarðarferðinni 4. des. 1897 (Faxi XV. ár, 9.—10. tbl.) Þau hjón höfðu eignast dóttur, er Guð- laug hét, hún lézt á öðru ári. og syrgði Hallbera hana mikið. En Kristínu litlu dóttur Jóns sendi Hallbera frá sér eftir drukknun föðurins, var sagt að hún hefði ekki „átt sjö dagana sæla“ hjá stjúpu sinni. Bjarni bróður Jóns hvarf einnig úr Kefla- vík um líkt leyti, og var þetta fólk allt horfið er foreldrar mínir fluttust á loftið í húsi þessu vorið 1899, en þar bjuggu þau í tvö ár. Hallbera bjó ein í sinni íbúð, hún var Arncsingur að ætt, fædd i Ölvaðs- holti 29. maí 1850. Voru foreldrar hennar Jón Sigurðsson bóndi þar og kona hans, Guðlaug Þórðardóttir, bónda á Mýrum í Flóa, Oddssonar bónda á Gafli, Sturlu- sonar. Jón, faðir Hallberu, var sonur Sig- urðar Erlendssonar er bjó í Hjálmholti (dr. G. J. Bólstaðir og búendur í Stokks- eyrarhreppi, bls. 91). Hallbera var þokka- leg kona í sjón, hreinleg og dugieg til allra verka og búkona, hún mun hafa verið allvcl efnuð. Það þótti ekki vanda- laust að búa í námunda við hana og cnga vini mun hún hafa eignast meðal ná- granna sinna og hefur hún þó án efa þráð að eiga vini, til þess bendir sá háttur hennar, að hún tók nærri daglega á móti gestum, sem engir voru, bauð þeim inn, ræddi við þá, gæddi þeim á kaffi og fylgdi þeim að síðustu til dyra, kvaddi þá með blíðu og þakkaði komuna, en þess gætti bún vandlcga, að enginn sæi er hún tók á móti gestum sínum cða fylgdi þeim til dyra. Sætti ég því stundum lagi, er við bjuggum í Bjarnahúsi, að koma henni í opna skjöldu, er hún var að kveðja gest- inn, en ekki máttu forcldrar mínir vita um þessi óknytti, því þau lögðu ríkt á við mig að koma vel fram við Hallberu. Hallbera andaðist 15. ágúst 1905 eftir stutta legu. Vorið 1901, er við fluttum úr Bjarna- húsi, fluttu þangað hjónin Sigríður Jóns- dóttir og Grímtir Herónymusson. Sigríð- ur var fæclcl 19. marz 1865 á Vatnsnesi við Keflavík, dóttir Jóns ríka Nikulás- sonar og konu hans, Kristínar Magnús-

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.