Faxi - 01.02.1958, Síða 6
22
F A X I
Séra Björn Jónsson:
Þœttir úr Þýzkalandsdvöl
Eins og mönnum er í fersku minni,
dvaldi sr. Björn Jónsson við nám í
Þýzkalandi um eins árs skeið, og kom
hann heim úr þessari dvöl sinni á s.l.
sumri. Skömmu eftir heimkomuna var
hann fenginn til þess að flytja erindi
á héraðsfundi Kjalarnesprófastdæmis,
sem haldinn var í Vestmannaeyjum
dagana 14. og 15. september. Erindið
fjallar um dvöl sr. Björns í Þýzka-
landi, kirkjulíf þar og margvíslegar
félagslegar hreyfingar hinnar þrótt-
miklu og hart leiknu þýzku þjóðar,
sem með undraverðum dugnaði og
eftirbreytnisverðum hefir tekizt að
endurreisa land sitt úr rústum síðustu
heimsstyrjaldar. Þótti erindið hið fróð-
legasta og hefir Faxi því fengið leyfi
til þess að birta það lesendum sínum.
En sökum rúmleysis í blaðinu verður
erindinu skipt niður á tvö til þrjú
tölublöð.
Kitstj.
Heiðruðu kirkjugestir!
Mér hefir verið falið að flytja erindi
hér í kvöld. Og þar eð ég er nú ný-
kominn heim frá eins árs námsdvöl í
Þýzkalandi, þá datt mér í hug að segja
ykkur frá nokkru af því, sem har fyrir
augu mín og eyru, bæði hvað snertir
kirkjulíf almennt — og þau vandamál,
sem þýzka kirkjan í dag horfist í augu
við og á við að stríða. — Eitt langar mig
til þegar í upphafi að taka fram, til þess
að geti eigi valdið misskilningi. Að það
sem ég kann að koma inn á liina stjórn-
málalegu hlið málanna, ber á engan hátt
að skilja sem pólitískan áróður, heldur
er þar sagt frá sjónarmiði hins algjör-
lega hlutlausa áhorfanda. Ég bið ykkur
að hafa það hugfast, er ég siðar drep á
þetta viðkvæma og umdeilda atriði.
Námsstyrk fékk ég frá „lútherska
heimssambandinu“, „Lutheran World
Federation", og skyldi ég stunda námið
í Tiibingen í Suðvestur-Þýzkalandi. Það
er lítil , fornfræg háskólaborg, — frábær-
lega fögur. Ibúatala þar er um 30 þús-
undir, — en stúdentafjöldinn, sem þar
stundar nám, er á 8. þúsund, — þar af
400 guðfræðingar eða rúmlega það.
Eins og e. t. v. einhverjum ykkar mun
kunnugt vera, þá er Þýzkalandi (þ. e. a. s.
Dómkirkjan í Ulm í Wiirttemberg. Hæsti
kirkjuturn veraldar, ca. 150 m hár.
V.-Þýzkalandi, en þegar ég hér eftir tala
um Þýzkaland án athugasemda, þá á ég
við Vestur-Þýzkaland) í dag skipt í all-
mörg, nánar tiltekið 22 lönd, sem hafa
í mörgum málum sína eigin stjórn, —
t. d. stjórn kirkjumála. Þannig hefir t. d.
hvert land sinn sérstaka biskup (þ. e. a. s.
hin evangelisk lútherska kirkja), — og
hann aftur kirkjustjórn sér við hlið. —
Þýzka kirkjan er að verulegu leyti fri-
kirkja, en nýtur þó nokkurs stuðnings frá
ríkinu.
Það land, sem ég dvaldist í, heitir
Wiirttemberg. Segja má, að kirkjulíf þar
væri með miklum blóma, — og hefir það
verið svo um langt skeið, — sennilega allt
frá tímum siðaskiptanna. Stærsta borgin
í Wúrttemberg, — og um leið höfuð-
borgin þar, heitir Stuttgart, og er luin
talin kirkjulegast sinnuð af stórborgum
Þýzkalands. Annars mun það vera þannig
þar, eins og svo víða annars staðar, að í
stóru borgunum er kirkju- og kristnilíf í
mestum molum .Það er gamla sagan, að
þar sem gleðilíf er fjölbreyttast, glysið
mest og glaumurinn hæstur, þar er svo
hætt við, að menn gleymi Guði sínum og
glati trúnni.
1 Túbingen, þar sem ég dvaldi mest
af tímanum, vrtru fimm lútherskar
kirkjur. Sú stærsta rúmaði um 2000 manns
í sæti, en hinar eitthvað í kringum 500
manns. Við árdegisguðsþjónustur, sem
ávallt fóru fram frá kl. 10—11 fyrir há-
degi, voru allar þessar kirkjur vel sóttar,
— að vísu ekki hvert sæti skipað, en
naumast mun það hafa komið fyrir, að
þær væru minna en hálfar. Og ein
kirkjan, þar sem stúdentarnir höfðu sínar
guðsþjónustur, var oftast nær fullsetin.
Form guðsþjónustunnar var mjög ein-
lalt, — eiginlega alltof einfalt, fannst mér.
Gætti í því mjög mikilla áhrifa frá hinni
„reformertu" kirkju, þ. e. a. s. þeirri
kirkj udeild, sem kennir sig við svissneska
siðbótarmanninn Kalvín. En eins og kunn-
ugt er, þá lagði hann ríka áherzlu á, að
hafa guðsþjónustuformið sem allra ein-
faldast og fábreyttast. Þungamiðjan var
prédikunin, —'■ allt annað skipti sáralitlu
máli.
Guðsþjónustan í Wurttemberg fer, í
stuttu máli, þannig fram: Þegar kirkju-
gestur kemur og gengur til sætis síns, þá
sezt hann ekki niður fyrr en hann helir
spennt greipar og lotið höfði örstutta s'.und
til hljóðrar bænar. Guðsþjónustan hefst
svo með því, að leikið er „Preludium",
eins og við eigum að venjast. Því næst
syngur kirkjukórinn eitthvað kirkjulegt
verk. Við allar stærri kirkjur eru starf-
andi a. m. k. tveir kórar, unglingakór
og fullorðinna kór. Og virtust mér þeir,
sem ég heyrði í, vera mjög vel þjálfaðir.
Þjóðverjar eru söngmenn miklir og góðir,
og í flestum skólum fer fram söng- og
tónlistarkennsla. I barna- t;g unglinga-
skólum er söngurinn kennslugrein, sem
er jafnmikið í hávegum höfð og aðrar
kennslugreinir.
Að inngangssöngnum loknum, var svo
fyrsti sálmurinn sunginn. Þá söng kórinn
einraddað r>g söfnuðurinn söng með.
Safnaðarsöngurinn fannst mér vera hríf-
andi almennur. Mér komu oft í lnig orðin,
sem við syngjum svo oft við okkar guðs-
þjónustur: