Faxi - 01.02.1958, Blaðsíða 9
F A X I
25
Nætur- og hclgidaKuIæknar í Keflavikurhcr-
afti í febrúar 1958.
1. til 12. febr. Guðjón Klemenzson.
3. til 7. febr. Björn Sigurðsson.
8. til 9. febr. Kjartan Ólafsson.
10. til 14. febr. Guðjón Klemenzson.
15. til 16. febr. Bjarni Sigurðsson.
17. til 21. febr. Kjartan Ólafsson.
22. til 23. febr. Björn Sigurðsson.
24. til 28. febr Bjarni Sigurðsson.
A'hugið: Vitjunarbeiðnir óskast komnar
fyrir kl. 24, nema um slys eða alvarleg skyndi-
veikindi sé að ræða, því að læknir hefur full-
an starfsdag að morgni. Ef vitjunarbeiðni er
ekki komin til heimilislæknis fyrir kl. 4, skal
bíða næturlæknis, nema um slys sé að ræða.
Næturvarzlan er frá kl. 9 að kvöldi, nema
laugardaga frá kl. 2. e.h.
Leiðbeiningar um aðgang að ónæmisaðgci öum.
1. Ónæmisaðgerðir, sem almenningi er
lrySgður aðgangur að með lögum, eru bólu-
setning gegn 1) bólusótt (kúabólusetning), 2)
barnaveiki, 3) taugaveiki, 4) kikhósta, 5)
berklaveiki, 6) öðrum sóttum, þegar sérstak-
lega stendur á, einkum í sambandi við ferðir
wanna úr landi. — 2. Þar sem er heilsu-
verndarstöð, sem rækir almennt ungbarna-
eftirlit, skal hún í sambandi við framkvæmd
eftirlitsins kúabólusetja (frumbólusetja) hvert
barn í umsjá stöðvarinnar, eftir að það er
orðið misserisgamalt og áður en það er árs-
gamalt. — 3. Þar sem ekki er um að ræða
almennt ungbarnaeftirlit, ber foreldrum og
öðrum forsjármönnum ungbarna að gera ráð-
stafanir til að fá þau kúabólusett (frumbólu-
sett), eftir að þau eru orðin misserisgömul
°g áður en þau eru tveggja ára. Aðgang að
þeirri kúabólusetningu eiga menn hjá heilsu-
verndarstöð, þar sem hún er, en ella hjá
héraðslækni. — 4. Börn skal kúabólusetja á
(endurbólusetja), eftir að þau eru fullra
10 ára, en áður en þau eru 13 ára. Endur-
bólusetning fer fram á vegum barnaskóla í
sambandi við skólaeftirlit. — 5. Nú ferst kúa-
bólusetning fyrir samkvæmt framansögðu, og
leita menn hennar þá sjálfir, svo og hverra
annarra ónæmisaðgerða samkvæmt 1. tölu-
bð hjá heilsuverndarstöð, þar sem hún er,
en ella hjá héraðslækni. — (!. Kúabólusetning
samkvæmt lögum er ókeypis, svo og bólu-
setning gegn barnaveiki og berklaveiki á
vegum heilsuverndarstöðva eða opinberra
berklavarna, enn fremur livers konar bólu-
setningar, sem sérstaklega eru fyrirskipaðar
í sóttvarnarskyni. Að öðru leyti fer um
greiðslu fyrir ónæmisaðgerðir eins og um
aðra læknishjálp.
Æskulýðssamkomn i Kcflavíkurkirkju.
Laugardaginn 1. febrúar gekkst stúkan Vík
fyrir æskulýðssamkomu í Keflavíkurkirkju,
en sá dagur hefir fyrir nokkru verið helg-
aður bindindisfræðslu á vegum skólaæsku
landsins. Samkomunni í kirkjunni stjórnaði
Rögnvaldur Sæmundsson, skólastjóri gagn-
fræðaskólans í Keflavík, en ræður fluttu:
Valgeir Gestsson, formaður skólafélags
Kennaraskólans og Eyjólfur Þór Jónsson
kennari. Ræddu þeir um skaðsemi tóbaks
og áfengra drykkja og brýndu fyrir æsku-
lýðnum að varast slíkar nautnavörur, sem
aðeins skapa fólki fjármunatap og leiða
ógæfu og heilsutjón yfir neytendur. Þótti
ræðumönnum segjast vel, enda var gerður
góður rómur að máli þeirra. Að lokum tók
til máls sóknarpresturinn, sr. Björn Jónsson,
er hvatti æskufólkið eindregið til þess að
helga líf sitt háleitum hugsjónum og reglu-
semi.
Þakkir færðar.
Unnur Sturlaugsdóttir og börn hafa beðið
Faxa að koma á framfæri innilegu þakk-
læti til allra, er sýndu samúð og vinarhug
við fráfall og jarðarför Björns heitins Guð-
brandssonar á s. 1.1 sumri.
Sérstakar þakkir vilja þau færa Verkalýðs-
og sjómannafélagi Keflavíkur og stjórn Kaup-
félags Suðurnesja fyrir þann sóma, er félögin
sýndu minningu hans með því að stofna um
hann minningarsjóð, er á að gegna því hlut-
verki, að rækta og fegra umhverfi Kefla-
víkurkirkju.
Þorrablót, Garði, 25. janúar.
Víst mun auka vinahót
veizluborð alsetið.
Við þetta mikla Þorrablót
þraut allt hangiketið.
ÞORRADAGUR.
Ennþá vetur yfir skall,
æfir veðra skvaldur.
Þá er kominn Þorri karl,
þróttmikill og kaldur.
Sig. Magnússon.
Valbraut.
Framboðsfundur.
Föstudaginn 24. janúar héldu frambjóð-
endur stjórnmálaflokkanna í Keflavík fram-
boðsfund í Ungmennafélagshúsinu í Keflavik.
Þótti fundurinn takazt vel og var mikið fjöl-
menni í samkomuhúsinu. Umræðunum var
útvarpað og hlustaði fjöldi manns á þær
heima hjá sér, enda rúmar Ungmennafélags-
húsið orðið tiltölulega fáa af keflvískum kjós-
endum. Umræðurnar munu einnig hafa verið
teknar upp á segulband af Helga S. Jónssyni
til varðveizlu fyrir seinni tímann.
Gúinbjörgunarbátar.
Sunnudaginn 9. febr. voru hér í sundhöll
Keflavíkur sýndir gúmbjörgunarbátar af
nýjustu gerð, og hvernig farið er að nota þá.
Horfði fjöldi manns á sýningu þessa, sem
þótti hin merkilegasta.
Leiðrétting.
I skýrslu sjúkrahússlæknis, Bjarna Sig-
urðssonar, þar sem hann þakkar öllum þeim,
er á s.l. ári og þó sérstaklega á jólunum,
sýndu sjúkrahúsinu velvild með því að gleðja
sjúklingana á einhvern hátt, stóð eftirfar-
andi: .....og ekki vil ég gleyma að nefna
hið fallega jólatré, sem ameríski herinn setti
upp hjá sjúkrahúsinu.“ Atti að vera: „setti
upp í sjúkrahúsinu.“ Þetta leiðréttist hér með
og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á
þessari prentvillu í blaðinu. En til viðbótar
þessu, vill læknirinn einnig koma á fram-
færi þakklæti til bæjaryfirvaldanna, er létu
setja upp hið fagra jólatré utan sjúkrahúss-
ins, og til skátanna í Keflavík, er nú sem
fyrr hjálpuðu til við að skreyta sjúkrahúsið
að innan. Einnig þakkar hann blaðstjórn
Faxa, er ávallt sendir nokkur ókeypis eintök
af blaði sínu til afnota fyrir sjúklingana.
Góðir gestir.
Miðvikudaginn 19. febrúar (öskudag) kom
hingað frá Ameríku sr. Ólafur Skúlason,
ásamt konu sinni og dóttur. Munu þau dvelja
hér á landi um tveggja mánaða skeið.
I jólablaði Faxa
birtist mynd af Sveinsínu Þórunni Jóns-
dóttur ásamt kveðju í ljóðum frá Hreini
Líndal Haraldssyni. Við þetta tækifæri láðist
að geta dánardægurs hinnar látnu sæmdar-
konu, en hún andaðist 14. nóvember 1957.
Æviatriði hennar er að finna í jólablaðinu
1956, en þar birtist afmælisgrein um hana
eftir Jónínu Guðjónsdóttur.
Hlutu verðlaun.
A Keflavíkurflugvelli hlutu nú fyrir
skömmu 3 íslendingar verðlaun fyrir björg-
unarstörf. Karl Þorsteinsson og Jón Þor-
steinsson hlutu viðurkenningarskjöl og kr
2429,00 hvor, sem viðurkenning fyrir að hafa
bjargað lífi undirforingja nokkurs í banda-
ríska flughernum, er kviknað hafði í fötum
hans. Þriðji Islendingurinn, sem verðlaun
hlaut, var Magnús Kristjánsson í Keflavík.
Kviknnr í luisi í Kcflavík.
Þann 9. febr. kviknaði í húsinu nr. 6 við
Túngötu. Húsið er timburhús, ein hæð með
risi. Slökkviliði og lögreglu var þegar gert
aðvart, en þó var talsverður eldur kominn
innan veggja, er að var komið. Engu tókst
að bjarga af innanstokksmunum, en hins-
vegar tókst að verja að eldurinn breiddist
út. Hjónin, sem í húsinu bjuggu, Eysteinn
Jóhannesson, kona hans og 3 börn ásamt
aldraðri móður konunnar, urðu fyrir til-
finnanlegu tjóni, er íbúð þeirra brann, en
þau höfðu verið fjarverandi þegar kviknaði
í. Málið er í rannsókn.