Faxi - 01.02.1958, Qupperneq 13
F A X I
29
Fró Kvennadeild Slysavarna-
félagsins í Keflavík
Slysavarnadeild kvenna í Keflavík hélt
aðalfund sinn 22. janúar s.l.
Starfið á árinu liefur gengið með ágæt-
um vel, eins og tekjurnar svna, en þær
voru yfir 61 þúsund krónur. Þar af hefur
Slysavarnafélagi lslands verið afhentar kr.
46.000,00, og er það mesta fé, sem deildin
hefur aflað á einu ári. Fjáröflunin hefur
farið fram á sama liátt og undanfarin ár.
Basar var haldinn á pálmasunnudag. Þar
mátti sjá marga fagra og góða flík með
urvalshandbragði okkar ágætu félags-
kvenna, enda gekk salan greitt, því meiri
hlutinn seldist upp á þrem stundarfjórð-
u nguirt.
Merkjasala var um vertiðarlokin og
gekk hún sæmilega.
A sjómannasunnudaginn var kaffisala,
cins og nú hefur tíðkast nokkur undan-
farin ár. Að þessu sinni var kaffið selt í
húsi Aðalstöðvarinnar. Formenn fyrir
kaffisölunefndinni voru þær frúrnar
Ciuðrún Bjarnadóttir og Vilborg Guðna-
dóttir og unnu þær og aðrar nefndarkon-
ur þarna frábært starf, þar sem allar að-
stæður voru mjög erfiðar. En það var eins
og allar hendur væru réttar þeim til
hjálpar. Eigendur hússins lánuðu það
endurgjaldslaust og kunnum við hr. Hauki
Magnússyni forstjóra og meðeigendum
hans innilegar þakkir fyrir þá rausn. Þá
fengu þær lagðar raflagnir og skolpleiðsl-
tir og allan flutning til og frá án þess að
þurfa að greiða eyri fyrir. Sannarlega
væri þess vert að nefna nöfn allra þeirra
er þarna lögðu okkur lið, en rúmið leyfir
það ekki. Eg votta öllu þessu fólki inni-
lcgustu þakkir fyrir ágæta aðstoð og skiln-
ing á starfi okkar.
20. nóvember var svo hlutaveltan. Frú
Ásdís Ágústsdóttir var formaður hluta-
veltunefndar, eins og hún hefur verið
fjölmörg undanfarin ár. Það er ekkert
smáræðis starf sem lnin og hennar sam-
starfskonur hafa unnið félaginu, enda
var árangurinn ágætur og þakka ég Kcfl-
víkingum ágætar tillögur til hlutavelt-
unnar.
Fyrir minningaspjöld fáum við árlega
drjúgan skilding. Þá eru ótaldar gjafir
og áheit, er okkur hafa borizt.
Kvenfélag Njarðvíkur hefur mörg
undanfarin ár fært deildinni 1000 kr. gjöf,
og er okkur ómetanleg vinátta þeirra góðu
kvenna. Margar aðrar góðar gjafir hafa
okkur borizt, en hér verður aðeins að
stikla á stóru, þó að við sannarlega met-
um ekki minna smærri gjafirnar. Frá
eftirtöldum vélbátum hafa okkur borizt
kr. 650,00 frá hverjum: Hilmi, Heimi,
Reykjaröst, Olafi Magnússyni, Báru, Kóp,
Guðfinni og Voninni. Hjartanlega þökk-
um við þessar góðu gjafir og biðjum guð
að blessa alla sjómenn og aðstandendur
þeirra.
Um framkvæmdir hér heima fyrir er
ckki mikið að segja. Við létum setja
björgunarhringi og stjaka á allar bryggjur
í Ytri-Njarðvíkum. Áður höfum við látið
setja slík tæki á bryggjurnar hér.
Stjórn félagsins var endurkjörin, en
hana skipa: Jónína Guðjónsdóttir formað-
ur, Sesselja Magnúsdóttir ritari og Helga
Þorsteinsdóttir gjaldkeri. Varastjórn í
sömu röð: Guðný Asberg, Elín Ólafs-
dóttir og Kristín Guðmundsdóttir.
A 9. landsþing Slysavarnafélag Islands
voru kjörnar: Jónína Guðjónsdóttir,
Sesselja Magnúsdóttir og Hclga Þorsteins-
dóttir og til vara Elín Olafsdóttir, Jóna
Einarsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir.
Félagskonur eru nú 438, þar af 70 telpur
innan fermingar.
Konur og stúlkur, gangið í Slysavarna-
félagið og vinnið því vel. Munið það, að
hver lítill skerfur getur hjálpað til þess
að bjarga mannslífi og öllum er okkur
það vissulega ljóst, hve dásamlegt það er
að vera þannig þátttakandi í slíku starfi
og eiga ofurlítinn þátt í fögnuðinum, sem
heimkoma ástvinanna vekur, hvort þeir
eru innlendir eða erlendir.
Að lokum þetta: Munið allar basarinn
á pálmasunnudag 30. marz. Komið allar
með ykkar skerf, hann þarf ekki að vera
stór frá hverri, því kornið fyllir mælirinn.
J. G.
Frá danssýningu í Ungmennafélagshúsi Kefla-
vikur 15. des. s.l., er dansskóli Hermanns
Ragnars stóð fyrir.
£<><X><><><><><><><><><><><><><><^C><><><><><><><><><><><><><><><^^
KEFLÁVÍ K
Allskonar smávara, svo scm: tölur og hnappar
í úrvali, tvinni, tcyja, saumnálar, smellur, ör-
yggisnælur, krókar, bandprjónar, málbönd.
Kaupfélag Suðurnesja
x>00<3>0<