Faxi - 01.02.1958, Blaðsíða 15
F A X I
31
y
x
I
t
H.F. EIMSKIPAFELAG ISLANDS
AÐALFUNDUR
Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verður lialdinn í
íundarsalnum i húsi félagsins í Reykjavík, laugadaginn 7. júní 1958
og hefst kl. 1.30 eftir hádegi.
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu
starfsári og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæð-
um fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða
rekstursreikninga til 31. des. 1957 og efnahagsreikning með
athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og til-
lögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu árs-
arðsins.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra scm
úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins
varaendurskoðanda.
5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins.
6. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál, sem upp kunna
i að verða borin.
Þcir einir geta sótt fundinn, sem hafa aögöngumiöa.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs-
mönnum liluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, daganna 3.—5.
júní næstk. Menn geta fcngið cyðublöð fyrir umboð til þess að sækja
fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Oskað er eftir að ný
umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins
í hendur til skráningar, ef unt er, 10 dögum fyrir fundinn, þ.e. eigi
síðar en 28. maí 1958.
Rcyl{javíl{, 10. janúar 1958.
STJÓRNIN
Úrslit bæjarstjórnar-
kosninganna í kaup-
túnum ó Suðurnesjum
Grindavík.
A kjörskrá voru 394, en 315 kusti eða
80%. 11 seðlar voru ógildir og 1 auður.
Urslit urðu sem hér segir:
A-listi, Alþýðuflokkur 210 atkv. og 4
menn kjörna og D-listi, Sjálfstæðismenn,
93 atkv. og 1 mann kjörinn.
Sandgerði.
Á kjörskrá voru 446, en 405 kusu. 18
seðlar vorti auðir og 2 ógildir. Urslit urðu
sem hér segir:
A-listi, Alþýðuflokkur, 176 atkv. og 2
menn kjörna, B-listi, Sjálfstæðisflokkur,
132 atkv. og 2 menn kjörna og F-listi,
Frjálslyndir, 77 atkv. og 1 mann kjörinn.
Njarðvíkurhrcppur.
A kjörskrá voru 544, en 460 kusu eða
84,6%. Auðir seðlar voru 17 og 1 ógildur.
Urslit urðu sem hér segir:
A-listi, frjálslyndir kjósendur ,136 atkv.
og 2 menn kjörna, C-listi, Alþýðubanda-
lag, 58 atkv. og engan mann kjörinn og
D-listi, Sjálfstæðisflokkur, 284 atkv. og 3
inenn kjörna.
Nýr bátur á sjó í Sandgerói.
Þann 22. október kom til Sandgerðis nýtt
stálskip, Rafnkell KG 510, sem smíðaður
hefir verið í Austur-Þýzkalandi. Ferðin til
Islands frá Kaupmannahöfn gekk mjög vel,
tók aðeins 5% sólarhring og hreppti skipið
þó storma og brælur á leiðinni. Ganghrað-
rnn á leiðinni var að jafnaði 9 sjómílur.
Skipstjóri var Garðar Guðmundsson, sonur
eigandans, Guðmundar Jónssonar útgerðar-
manns á Rafnkelsstöðum. 1 reynsluför sigldi
báturinn 10 sjómílur, en hann er með 280
hestafla Mannheimvél. Er Rafnkell KG 510
talinn vera eitt hið vandaðasta skip.
Steinunn gainla.
Þá hefir orðið eigendaskipti á mótorbátn-
um Steinunni gömlu, sem að undanförnu
hefir verið í eign Steingríms Árnasonar.
Hefir hann nú selt bátinn Miðnes h.f., Sand-
gerði, og verður hann gerður út þaðan.
80.544 farþegar uni Kcflavíkurflugvöll 1957.
S.l. ár var mikil umferð um Keflavíkur-
flugvöll. í skýrslu frá flugvallartsjóranum
segir, að alls hafi 80.544 farþegar haft við-
dvöl á vellinum úr 1832 farþegaflugvélum.
Þá nam vörumagn það er um völlinn fór
1.659.201 kílói, og póstur 323.892 kg.
Flestar lendingar höfðu þessi félög: Pan
American World Airways 422 vélar, British
Overseas Airways Corp. 178, K.L.M. Royal
Dutch Airlines 175, Trans World Airlines 161,
Flying Tiger Line Inc. 131, Maritime Central
Airways Ltd. 122, Slick Airways 82 og EL-
AL: Israel Airlines 77.
Nýi vegurinn við Hafnarfjörð opnaður
Tekinn hefir verið í notkun nýr vegar-
kafli á Reykjanesbraut ofan við Hafnarfjörð.
Vegur þessi byrjar við Hafnarfjarðarveg hjá
Setbergi og Jófríðarstöðum og kemur að
Reykjanesbraut syðst á Hvaleyrarholti,
skammt norðan við vegamót hennar og
Krísuvíkurvegar. Vegur þessi er 10 m breið-
ur og tæpir 5 km á lengd. Vegur þessi er
fyrst og fremst ætlaður til þess að létta hinni
miklu umferð milli Reykjavíkur og Suður-
nesja, sem er um og yfir 1000 bílar á dag,
af Strandgötunni í Hafnarfirði. Hann kemur
einnig að miklum notum sem hluti af hring-
vegi um Hafnarfjörð.
(Frá vegamálastjóra).