Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1963, Blaðsíða 1

Faxi - 01.02.1963, Blaðsíða 1
GARÐSKAGAVITI Sér inn yfir Garðinn, — æskustöðvar Guðmundar á Rafnkelsstöðum. — Úthafsaldan fellur enn hvíttyppt upp að Garðskagaflösinni og leikur sér þar við kuðung og skel á hvítum sandi, eins og hún löngum gerði á uppvaxtardögum Guðmundar. Þarna nam hann ungur sjómannafræði af föður sínum og þarna drakk hann í sig kjarkinn, áræðið og seigluna, sem hefur dugað honum til mikilla átaka á löngum og giftudrjúgum starfsdegi og gert hann að einum stórvirkasta athafnamanni þessa héraðs. — Myndin er tekin á ,,flösinni“, rétt framan við Garðskagavita. Má þar vel greina byggingar allt inn fyrir Útskála og svo blasir ströndin við auganu og siglingaleið Keflavíkurbátanna. Grein um Guðmund á Rafnkelsstöðum er inni í blaðinu.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.