Faxi - 01.02.1963, Page 2
Marta ValgerSur Jónsdóttir:
Minningar frá Keflavík
Bakaríið var næsta hús við Edinborg, dá-
lítinn spöl innar og ofar á Hæðinni. Þess
gerist ekki þörf að lýsa því húsi fyrir Kefl-
víkingum, því það stendur ennþá á sírium
stað, einungis nokkuð stærra nú en um
aldamótin, þó var húsið stórt og myndar-
legt og fallegt hús. Þar réð húsum Arn-
björn Olafsson kaupmaður og kona hans
Þórunn Bjarnadóttir. Hafði Arnbjörn lát-
ið byggja húsið 1891, sama árið og hann
flutti til Keflavíkur. Var það fyrsta húsið,
sem reist var á Hæðinni, en þá var ekkert
byggt ból fyrir innan Rás. I kjallara húss-
ins hafði Arnbjörn látið innrétta brauð-
gerðarhús, var byggður þar múraður bak-
ar-ofn, en um smíði hans sá Símon Eiríks-
son steinsmiður, er síðar hjó lengi í Kefla-
vík, en hann var, svo sem kunnugt er, mik-
ill völundur í steinsmíði og hleðslu. Arn-
björn er ritaður bakari í manntölum eftir
að hann settist að í Keflavík, svo að hann
hefur án efa verið lærður bakari, en aldrei
heyrði ég hann nefndan svo, enda mun
hann lítið hafa unnið að þeirri iðn sjálfur.
Með honum kom bakarasveinn, er Magnús
Erlendsson hét og námssveinn að nafni
Eyjólfur Teitsson.
Strax á fyrstu árum voru tveir vinnu-
mennn og tvær vinnukonur, enda mun
Arnbjörn hafa haft mörg járn í eldinum,
því hann var mikill athafnamaður alla
tíð. Hann gerði strax út skip til fiskjar og
tún græddi hann upp af melum umhverfis
húsið, náði túnið niður undir sjó og upp í
brekkuna að Hæðarendalóðinni, en Hæð-
arendi var síðar byggður uppi á brekku-
brúninni, sem rís austan við Osinn. Það er
upphaf Vatnsneskletta Keflavíkurmegin,
18 — F A X I
Þórunn Bjarnadóttir.
en öll klettabeltin, inn að Stekkjarhamri,
voru einu nafni nefndir Vatnsnesklettar. I
kvosinni við Osinn stóð Arnbjarnarpakk-
hús, stórt hús með flaggstöng. Heiman frá
íbúðarhúsinu, niður að pakkhúsinu, lá
stígur meðfram túngarðinum, sem var vel
hlaðinn grjótgarður, en umhverfis allt
túnið voru grjótgarðar. Var þarna allt mjög
snyrtilegt og með myndarbrag. A þessum
árum náði Hafnargatan einungis upp að
Bakaríinu. Þjóðvegurinn inn á Skagann lá
þá á líkum slóðum og Suðurgatan er nú,
en síðar, er nýr vegur var lagður frá Hafn-
arfirði suður um Suðurnes, var vegarstæð-
inu víða breytt og milli Ytri-Njarðvíkur og
Keflavíkur varð línan að mestu bein, þá var
vegurinn lagður norðan við Bakaríið og
gegnum túnið. Síðar var túnið bútað niður
í lóðir og standa nú mörg hús á gamla
Bakaríistúninu, sem einu sinni var.
Arnbjörn Olafsson var fyrsti vitavörður
á Reykjanesi. Hann flutti þangað vorið
1878, er byrjað var á byggingu gamla vit-
ans. Systir hans, Sesselja Olafsdóttir, flutt-
ist með honum suður eftir og var ráðskona
á heimilinu. Hefur það verið ærið starf,
því að margir menn unnu að byggingu
vitans og sá hún að einhverju leyti um
matreiðslu handa starfsfólkinu. Hún var
forkur dugleg og hin ágætasta kona. Sá
Arnbjörn Ólafsson.
hún um heimili bróður síns á Reykjanesi
þar til hann giftist árið 1879. Hún lærði
síðar ljósmóðurfræði og varð ljósmóðir á
Vatnsleysuströnd og síðar í Reykjavík.
Kona Arnbjarnar var Þórunn Bjarna-
dóttir frá Meyjalandi í Skagafirði, dóttir
Bjarna hreppstjóra þar Bjarnasonar og
konu hans Margrétar Þorkelsdóttur, al-
systur Jóns rektors Þorkelssonar. Frú Þór-
unn var alsystir séra Þorkels prests á
Reynivöllum Bjarnasonar. Þau hjón, Þór-
unn og Arnbjörn, bjuggu á Reykjanesi til
1884, en þá fluttu þau til Reykjavíkur og
svo aftur til Keflavíkur, eins og áður er
sagt, árið 1891. Einkasonur þeirra var Olaf-
ur Jón, er var kaupmaður í Keflavík eftir
föður sinn, f. í Reykjavík 20. marz 1885,
d. 9. sept. 1941 í Keflavík. Ólafur var vel
menntaður og ágætlega gefinn. Hann var
á verzlunarskólum erlendis og lauk fulln-
aðarprófi við þýzkan verzlunarskóla. Nafn
sitt ritaði hann þannig: Ólafur J. A. Ólafs-
son. Hann kvæntist 1911 Guðrúnu Einars-
dóttur frá Sandgerði á Miðnesi, mikilhæfri
ágætiskonu, dóttur Einars útvegsbónda í
Sandgerði Sveinbjarnarsonar og fyrri konu
hans Guðrúnar Bjarnadóttur bónda í Geld-
ingaholti í Skagafirði Stefánssonar. Börn
þeirra Guðrúnar og Ólafs eru þrjú, öll bú-
sett í Keflavík: Einar, fulltrúi, Þórunn,
J