Faxi

Årgang

Faxi - 01.02.1963, Side 8

Faxi - 01.02.1963, Side 8
/ ' A Útgefandi: MálfundafélagiS Faxi, Keflavik. — Ritstjóri og afgreiðslumaöur: 1|~yr ir Haligrímur Th. Björnsson. Blaðstjórn: Hallgrímur Th. Bjömsson, Margeir JL il. Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar Sveinsson. Verð blaðsins í lausasöiu krónur 10.00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. V__________________________________________________________________________________________________/ hvorki mig né strákana, setti ég trilluna upp fyrir jólin það ár og seldi hana. Síðan hef ég ekkert farið á sjó. — Þú hefur margt fólk í þinni þjónustu ? — Já, það er oft býsna margt, þegar starfrækslan er í fullum gangi á vertíð- inni, — og svo er eins og alltaf sé nóg að gera. Starfsfólkið gaf mér í sumar, er ég varð sjötugur, þetta stóra sjónvarp, sem þú sérð hérna. Það hefur kostað mikið. — Verkaskipting? Verkstjóri í frystihúsinu er Sigurbjörn Jónsson. Verksmiðjustjóri er Hilmar Jóns- son, skrifstofustjóri Björgvin Kjartansson og Jónas, sonur minn, er yfirverkstjóri, eins og ég gat um áðan. Gunnar og Krist- ján sjá um útveganir fyrir bátana og eru bílstjórar. — Eru Rafnkelsstaðir stór jörð? — Já, Rafnkelsstaðir eru stór jörð og landmikil. Hún á land út undir Leiru. Hér er gott að vera. Hér vantar bara höfn, þá mundi ég gera út mína báta héðan, en það kostar mikið að gera höfn hérna í Garðin- um, einar 20—30 milljónir. Sú höfn þyrfti að rúma a. m. k. 20 báta. Eg er líka á þeirri skoðun, að ríkið eigi að byggja síldarverk- smiðju á Suðurnesjum, er unnið geti 10 þúsund mál síldar á sóiarhring. Það mun ekki af veita, ef síldin heldur áfram að veiðast hérna í fióanum. Tíminn hefur liðið fljótt í góðu yfirlæti hjá Guðmundi. Um leið og við stöndum upp, tökum við eftir stórri mynd af hon- um, þar sem hann er með riddarakross hinnar íslenzku Fálkaorðu í barminum, er Guðmundur var á síðasta ári sæmdur fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Hann bendir okkur á mynd af Garðari syni sín- um, er fórst með mb. Rafnkeli. Við þökkum Guðmundi fyrir móttök- urnar. Uti er þreifandi myrkur og hvass- viðri. Það verður ekkert sjóveður í kvöld. G. Sveinsson. Norskur veiðarfæraframleiðandi, P. L. Fiske- reidskap í Bergen, sem auglýst hefur fram- leiðsluvörur sínar hér í blaðinu, sendir því nú og Málfundafélaginu Faxa í annað sinn stórt og fallegt jólatré. Valdi félagið trénu stað við höfnina í Keflavík, þar sem það nú eins og í fyrra setti nokkurn hátíðablæ á þetta mikla athafnasvæði og lýsti skipum og formönnum, sem þangað áttu leið um jólin. — Faxi sendir hinum norska gefanda hugheilar þakkir fyrir þá hugulsemi, er felst í þessari fallegu gjöf. Nætur- og helgidagalæknar í Keflavíkurhéraði í febrúar— marz 1963: 26. febrúar: Kjartan Olafsson. 27. febrúar: Arnbjörn Olafsson. 28. febrúar: Björn Sigurðsson. 1. marz: Guðjón Klemenzson. 2. —3. marz: Jón K. Jóhannsson. 4. marz: Kjartan Ólafsson. 5. marz: Arnbjörn Ólafsson. 6. marz: Björn Sigurðsson. 7 .marz: Guðjón Klemenzson. 8. marz: Jón K. Jóhannsson. 9. —10. marz: Kjartan Ólafsson. 11. marz: Arnbjörn Ólafsson. 12. marz: Björn Sigurðsson. 13. marz: Guðjón Klemenzson. 14. marz: Jón K. Jóhannsson. 15. marz: Kjartan Ólafsson. 16. —17. marz: Arnbjörn Ólafsson . 18. marz: Björn Sigurðsson. 19. marz: Guðjón Klemenzson. 20. marz: Jón K. Jóhannsson. 21. marz: Kjartan Ólafsson. 22. marz: Arnbjörn Ólafsson. 23. •—24. marz: Björn Sigurðsson. 25. marz: Guðjón Klemenzson. 26. marz: Jón K. Jóhannsson. 27. marz: Kjartan Ólafsson. Héraðsbúar eru beðnir að leggja sér vel á minni, að næturvaktir hefjast á virkum dög- um kl. 6 að kvöldi og enda kl. 8 að morgni næsta dags. Á laugardögum hefjast nætur- vaktir kl. 1 e. h. og er þá sami læknir venju- lega á vakti til kl. 8 á mánudagsmorgunn. Á þriðjudögum kl. 9—10 hefur héraðslækn- ir sértíma fyrir allar ónæmisaðgerðir. — Sími hans er 1700. Kveðja og þakklæti. Guðmundur Finnbogason hefur beðið Faxa fyrir innilegar kveðjur og þakklæti til allra, sem hafa sýnt vinarhug til Innri-Njarðvíkur- kirkju með mjög góðum undirtektum við söfnun í orgelsjóð kirkjunnar, sem hefur gengið mjög vel. Síðar á árinu, þegar söfnun er lokið, mun verða birt skrá yfir alla, sem hafa gefið í sjóðinn og verður þá væntanlega hægt að skýra nánar frá þeim málum. Heimir Stígsson tók myndirnar í greinina um Guðmund á Rafnkelsstöðum. Almcnna bifreiðaleigan. Eins og mörgum mun kunnugt, er starfrækt hér í Keflavík fyrirtæki undir nafninu Al- menna bifreiðaleigan, sem er til húsa á Hring- braut 106. Fyrirtæki þetta, sem tók til starfa hér í maí 1962, leigir út Volkswagen-bifreiðir til almenningsþarfa í styttri og lengri ferðir, án ökumanns. Aimennu bifreiðaleigunni veitir forstöðu Gunnar Albertsson. Aðspurður kveðst hann leggja höfuðáherzlu á góða þjón- ustu, og til þess að hún sé sem bezt á hverjum tíma, verða bifreiðirnar endurnýjaðar árlega. í þessu sambandi vekur Gunnar athygli á því, að í nýkeyptum bifreiðum fyrirtækisins eru ágæt útvarpstæki til afnota fyrir þá, sem taka bílana á leigu. Almenna bifreiðaleigan virðist vel séð hér í Keflavík og víðar um Suðurnes, ef marka má af vexti fyrirtækisins og við- gangi. Sími bifreiðaleigunnar er 1513 og eru Útskipun á saltsíld hjá Guðmundi á Rafnkelsstöðum. 24 — F A XI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.