Faxi - 01.02.1963, Page 11
r-
Guðmundur Guðmundsson
sjötugur
Þann 15. febrúar s. 1. varð Guðmundur
Guðmundsson, sparisjóðsstjóri í Keflavík,
sjötugur. Guðmundur er Vestfirðingur,
fæddur að Kirkjubóli í Dýrafirði 15. febr.
1893, sonur hjónanna Margrétar Guð-
mundsdóttur og Guðmundar Nathanaels-
sonar. Við alþýðuskólann að Núpi stund-
aði Guðmundur nám árin 1909—1911 og
próf frá Kennaraskóla Islands tók hann
1915. Auk þess var hann á kennaranám-
skeiði í Askov og á teikninámskeiði danska
ríkisins í Kaupmannahöfn 1922.
Guðmundur var fyrst kennari í Keflavík
árið 1915—16, en árin þar á eftir kenndi
hann á ýmsum stöðum og fékkst við verzl-
unarstörf og fleira til ársins 1921, er hann
réðist sem skólastjóri að barnaskóla Kefla-
víkur. Því starfi gegndi hann síðan af
mikilli prýði um aldarfjórðungsskeið, eða
nánar sagt til ársins 1946. A því tímabili
veitti hann einnig um skeið forstöðu ungl-
ingaskóla í Keflavík.
Frá 1939 hefur Guðmundur átt sæti í
stjórn Sparisjóðs Keflavíkur og sparisjóðs-
stjóri hefur hann verið frá 1944. Um langt
skeið var hann framkvæmdastjóri Isfélags
Keflavíkur.
Guðmundur sat í flestum hreppsnefnd-
um Keflavíkur frá 1929 og var oddviti
hreppsnefndar um langt árabil. Um þær
mundir átti hann sæti í sýslu- og skatta-
nefndum.
Eftir að Keílavíkurkauptún öðlaðist bæj-
arréttindi hefur Guðmundur átt sæti í
bæjarstjórnum og yfirskattanefndum og
um skeið var hann forseti bæjarstjórnar.
Kvæntur var Guðmundur Elínu ]óns-
dóttur, trésmiðs úr Keflavík, ágætri konu.
Eignuðust þau tvo drengi, Olaf og Jón
Pétur. Ólafur var fæddur 1925. Hann gerð-
ist ungur sjómaður, en drukknaði, er mb.
Geir fórst í ofsaveðri þann 9. febr. 1946.
Nokkru áður hafði Guðmundur misst
konu sína, er andaðist 24. október 1945.
Yngri sonur þeirra, Jón Pétur, er nú bíl-
stjóri hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur.'
Af framansögðu má ljóst vera, að ýmis-
legt hefur á dagana drifið hjá þessu sjö-
tuga afmælisbarni. Þar bafa, eins og ann-
ars staðar í mannheimum, skipzt á skin og
skúrir. Guðmundur hefur frá náttúrunnar
hendi verið óvenju vel gefinn maður, sem
1 skyldurækni og samvizkusemi hefur
Guðmundur Guðmundsson.
verið öðrum til fyrirmyndar hér í bæ. —
Hann hefur líka notið verðugs álits sam-
borgara sinna, sem hafa falið honum mörg
og margvísleg trúnaðarstörf. Eg er einn í
hópi þeirra, sem eiga Guðmundi gott að
gjalda og á þessum merkistímamótum í
lífi hans votta ég honum þakkir fyrir
ánægjulegt samstarf frá liðnum árum, um
leið og við hjónin árnum honum heilla á
sjötugsafmælinu.
Hallgrímur Th. Björnsson.
Á LÉTTUM NÓTUM
Það var á þeim árum, þegar Guð-
mundur Pálsson hafði hér með skipa-
afgreiðslur að gera, að verið var að skipa
út síldartunnum. Unnið var í skipinu eftir
kvöldmat og fram á nótt. Mangi átti að
byrja eftir kvöldmat en var mannfár. Guð-
mundur ætlaði að bæta við mönnum hjá
sér í skipið eftir matinn, og var búinn að
ná í 4 menn, sem allir voru aðkomumenn
og öllu ókunnugir. Er þeir voru á leið í
skipið og gengu fram hjá Loftshúsunum,
var Mangi þar að bogra yfir tunnunum,
kallar til þeirra og segir: — Eruð þið að
fara í skipið? Þeir játuðu því. — Allt í
lagi, velta velta, segir þá Mangi og bendir
á tunnurnar, en skipið lá við gömlu bryggj-
una. Mennirnir byrjuðu samstundis að
velta tunnunum hans niður á bryggju. Allt
gekk nú í fullum gangi hjá honum, og
Smíðum handrið úr járni,
hliðargrindur,
grindverk, úti og inni.
Umboðsmaður okkar í Keflavík er:
JAKOB ÁRNASON,
Miðtúni 2. — Sími 1661.
„Vélvirkinn", Reykjavík.
Húseigendur!
Keflavík!
um miðnætti er síðustu tunnurnar voru
að rúlla niður á bryggjuna, frétti Guð-
mundur, hvað orðið hafi um mennina, og
fer þvi til Manga all-gustmikill, í þeim til-
gangi að skamma hann fyrir að taka frá
sér mennina. Mangi var fljótur að snúa sig
út úr því og sagði:
— Bara misskilningur, Guðmundur
minn, — sko tómur misskilningur. Ég
sagði bara: velta, velta, og þeir fóru að
velta.
—o—-
Það var á þeim árum, þegar Keflavík og
Njarðvíkur voru einn og sami hreppurinn,
að kosningar til alþingis stóðu fyrir dyrum.
Var mikið kapp lagt á að þeir, sem ekki
yrðu heima á kjördegi, kysu áður en þeir
færu. Þá átti hreppstjórinn heima í Innri-
Njarðvík og þurfti því að fara þangað til að
kjósa. Einn daginn fór heil skipshöfn til
hreppstjórans að kjósa. Er einn skipverjinn
var farinn inn í herbergið með atkvæðaseðil-
inn, kemur hann að vörmu spori út aftur,
með seðilinn í hendinni og segir:
„Heyrið þið drengir. Hvernig í andskot-
anum á að skrifa Thors?“
F A XI — 27