Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1965, Side 5

Faxi - 01.06.1965, Side 5
mcð eðlilegum hætti. Það er því brýn nauðsyn að bæta afkomumöguleika þess- ara báta og er þá athugandi, bvort ekki komi til greina að leyfa þeim veiðar með botnvörpu innan fiskveiðilandhelginnar hluta úr árinu eða til dæmis frá 15 maí og til áramóta. Togveiðar á þessum litlu bát- um gætu tæplega valdið neinum skaða og allra sízt á þessum árstíma. Utgerðarkostnaður við slíkar veiðar er einhver sá hagkvæmasti, sem við þekkj- um. Einnig útheimtir þessi veiðiaðferð fáa menn og verður það að teljast mikill kostur, því að reynslan hefur sýnt okkur að vinnuaflsskortur er í mörgum grein- um sjávarútvegsins. Eflaust yrði þetta mikil lyftistöng fyrir frystiiðnaðinn og því fólki sem við hann starfar. Einn þáttur er það í sjávarútvegi okkar Islendinga, sem stendur mjög höllum fæti, en það er togaraútgerðin. Astæðan fyrir þessu mikla vandamáli togaranna er fyrst og fremst aflaleysi. Forsvarsmenn togaraflotans telja að út- færsla fiskveiðilögsögunnar sé megin ástæða fyrir aflaleysi þeirra. Við sem er- um áhorfendur að erfiðleikum þeirra, er- tim margir á annarri skoðun, við veltum fyrir okkur hinum ýjmsu spurningum, eins og til dæmis: Hvernig stendur á því að mörg fiski- mið togaranna sem eru fyrir utan núver- andi lögsögu og voru fyrir nokkrum ár- um mjög fengsæl, virðast nú vera þurr- ausin, eins og til dæmis hin frægu Hala- mið, ýmsir fiskibankar út af N og A-landi, hvað um öll karfamiðin, sem aðeins fyrir örfáum árum gáfu af sér óhemju afla, og hvernig stendur á því, að afli togaranna á Norður-Atlantshafi hefur víða farið minnkandi á undanförnum árum. Það er eflaust ekki á færi nema sérfróðra manna uð svara þessum spurningum, en marga grunar að útfærsla fiskveiðilögsögunnar se ckki ástæðan fyrir aflaleysi togaranna a veiðisvæðum utan hennar. Marga kann að undra, að mælt sé með botnvörpuveiðum á litlum bátum Lnnan fiskveiðilögsögunnar á sama tíma og öregin er upp jafn neikvæð mynd af afla- örögðum togaraflotans, en ástæðan er ein- faldlega sú, að botnvarpa lítilla fiskibáta a fátt sameiginlegt með veiðarfærum stóru togaranna, annað en nafnið. Hinir miklu fekstrarörðugleikar togaranna hljóta að vera okkur öllum mikið hryggðarefni. ^ytr á árum voru þeir einu stórvirku at- vmnutækin, sem við áttum, en því miður eru fáar raunhæfar tilraunir gerðar til úr- bóta. Hér áður fyrr fóru togararnir okkar norður á síldveiðar, þar voru þeir að öllu jöfnu í fremstu röð um öll aflabrögð. Margir eru á þeirri skoðun að þetta til- heyri aðeins fortíðinni. Aðrir halda því hins vegar fram, að þetta sé hægt enn í dag. Með öllum þeim tæknilega útbún- aði, sem við höfum yfir að ráða á sviði síldveiðanna, er alls ekki óhugsandi að gera megi þær breytingar á togurum okk- ar að stunda megi á þeim síldveiðar með góðum árangri. Það væri því vel þess virði að gerðar væru tilraunir í þá átt, því ef þær heppnuðust, gæti svo íarið að vandi togaraflotans yrði mun minni en hann er nú í dag. Ohugnanlegur skuggi hefur hvílt yfir íslenzkum sjávarútvegi nú í tvo áratugi eða allt frá því að síðari heimsstyrjöld lauk. Skuggi þessi er hin margumtalaða verð- bólga. Að sjálfsögðu hefur hún hrjáð alla þjóðina að meiru eða minna leyti, en enga þó eins og útflutningsatvinnuvegina. I markaðslöndum okkar ríkir frekar stöð- ugt verðlag ef miðað er við þær verðlags- breytingar, sem hafa átt sér stað hér inn- anlands, endurgjald fiskafurðanna, hefur því sjaldnast lagað sig að innlendum fram- leiðslukostnaði, sem eykst stórum skref- á verðbólgutímum. Islenzkur sjávarútveg- ur hefur því margsinnis átt erfitt um vik en með uppbótagreiðslum, gengisfelling- um og hliðstæðum ráðstöfunum hefur verið reynt að jafna þann mun, sem verð- bólgan hefur skapað á milli framleiðslu- kostnaðar hér innanlands og verðlags í markaðslöndum okkar. Ástæður fyrir þessari þróun eru eflaust margar, en til að unnt sé að lækna þessa meinsemd, sem hefur hrjáð okkur svo mjög, verðum við öll að gera okkur grein fyrir vissum stað- reyndum efnahagslífsins, sem er tilgangs- laust að komast fram hjá. Utgerðarmenn og sjómenn hafa mjög oft verið óánægðir með fiskverð, enda ekki að ástæðulausu. Það hefur átt sér stað og það oftar en einu sinni, að ekki hefur verið unnt að hækka fiskverð vegna verðbólgu, og er skemmst að minnast ákvarðana verðlagsráðs um áramótin 1963 og 1964, en þá reyndist ekki hægt að hækka fiskverð með eðlilegum hætti þrátt fyrir verulegar hækkanir á erlendum mörkuðum. Ekki stóð á svari ýmsra pennalipurra manna, fiskiskipin og allir sem á þeim störfuðu voru orðnir styrkþegar, rétt einu sinni eða með öðrum orðum, lifðu af al- mannafé, svo ég noti þeirra eigin orðalag. Þetta voru engin hvatningarorð til þeirra manna, sem í áratugi höfðu staðið í Verðlaunagripir Sjómannadagsins 19G5, sem voru til sýnis í glugga Kaupfclagsins. Ljósm.: Heimir Stígss. fremstu röð við verðmætasköpun þjóðfé- lagsins. Rangtúlkun málanna er tæplega árangursrík leið til happasællar úrlausnar vandans, en sá málflutningur virðist mjög útbreiddur, sérstaklega þegar rætt er um sjávarútveginn og þá sem eru í nánustu snertingu við hann. Að þykjast ekki skilja, samrýmist ekki þeirri kenningu, að við séum mjög vel menntuð þjóð. Ef til vill eiga þeir menn, sem að út- veginum standa, einhvern þátt í því, hvernig komið er gangi þessara mála. For svarsmenn útvegsmanna og sjómanna gera allt of lítið að því að koma fram fyrir almenning og skýra málstað sinn. Við rnættum gjarnan taka okkur til fyrirmynd- ar landbúnaðinn og þá, sem að honum standa. Olíkt eru forsvarsmenn þeirra rögg- samari við að túlka málefni sín, enda hefur það borið ríkulegan ávöxt. Sjávar- útvegurinn er þróttmesti máttarstólpi okkar Islendinga, vegni lionum illa, segir það fljótlega til sín í öllu efnahagslífi okk- ar, fyrst kemur það niður á þeim sem næst honum standa og síðan koll af kolli. Með hliðsjón af framansögðu hlýtur það að verða verkefni þeirra manna, sem að Framhald á bls. 83. F A X I — 81

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.