Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1965, Side 1

Faxi - 01.06.1965, Side 1
Júní-blað 6 XXV. AR 1965 Mynd þcssi er frá afhjúpun minnisvarða Jóns Þorkclsson- ar. Blómsveigur hefur verið Iagður að minnisvarðanum, en námsstjórinn, Bjarni M. Jónsson, er í ræðustóli og flytur snjallt crindi um braut- ryðjandann og skólafrömuð- inn Jón Þorkelsson, æskuár hans í Innri-Njarðvík, líf hans og störf. A myndinni scr vel yfir hátíðarsvæðið og hið mikla fjölmcnni, sem þar var saman komið við þessa virðu- legu og hátíðlcgu athöfn. íííiíWiM:: Afhjúpun minnisvarða Jóns Þorkelssonar Segja má, að síðustu 15 dagarnir í maí- mánuði hafi verið miklir annadagar í skól- um Suðurnesja, því samtímis prófum og Urvinnslu þeirra voru þar undirbúnar fjöl- breytilegar sýningar í sambandi við fyrir- huguð hátíðahöld í tilefni af afhjúpun minnisvarða Jóns Þorkelssonar í Innri- Njarðvík þann 29. maí. I Keflavík voru handavinnusýningar í harnaskólahúsinu 'og í gagnfræðaskólan- um. En í gamla barnaskólanum við Skóla- Veg var skólasögusýning í umsjá Gunnars M. Magnúss rithöfundar, er hafði veg og vanda af uppsetningu hennar. I barna- skóla Njarðvíkur var svo handavinnusýn- uig, þar sem hver skóli í hinu forna Kjal- arnesþingi, hafði sína sérstöku sýningar- deild. Laugardaginn 29. maí kl. 2.30 hófst svo sjalf hátíðin með guðsþjónustu í Innri- Njarðvíkurkirkju. Sóknarpresturinn, sr. Björn Jónsson, predikaði og lagði út af hinni helgu sögu: Jesús mettar 5 þúsund. Að guðsþjónustu lokinni var haldið til hátíðasvæðisins, austan við kirkjuna, en þar hafði styttu Jóns Þorkelssonar verið búinn veglegur staður á landi, sem gefið var undir minnisvarðann af frú Elínu Sigmundsdóttur og dætrum hennar. Viðsta'ddir þessa minningarhátíð var mikill fjöldi fólks og þar á meðal forseti Islands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, Guðmund- ur I. Guðmundsson utanríkismálaráðherra, Helgi Elíasson fræðslumálastjóri, Bjarni M. Jónsson námsstjóri, ásamt frúm. Einnig ýmsir forvígismenn skólamála í Kjalarnesþingi. Hafði ríkisstjórnin á sín- um tíma skipað Thorkilliinefnd, til að annast þessa framkvæmd ásamt nefnd úr héraðinu. Þessar nefndir hófust handa um að láta gera minnisvarðann um Jón Thor- killiius, en þannig ritaði hann nafn sitt á latínu. Ríkarður Jónsson myndhöggvari var fenginn til að gera minnismerkið, en það sýnir hinn mikla uppfræðara sitjandi með tvö börn við hné sér, pilt og stúlku. Er minnismerkið táknrænt, fagurt og svip- hreint listaverk. Þegar samkomugestir höfðu safnast saman framan við hjúpaða styttuna, hófst ganga skólabarna úr Kjalarnesþingi til hátíðasvæðisins undir stjórn Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa ríkisins, og gekk þar hver skóli undir sínum fána og merki, en lúðrasveit drengja úr Kefla- vík og Mosfellshreppi léku undir. Þegar fylkingar skólaæskunnar höfðu staðnæmst á svæðinu til hliðar við minnis- merkið og lúðrasveitirnar hætt leik sín-

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.