Faxi - 01.01.1968, Blaðsíða 11
háralit, líkamsvexti og andlegum eigin-
leikum þeirra og ha£i ráð á að vinna bug
á arfgengum sjúkdómum, er leynast
kunna í fóstrinu, en þá fer líka óðum að
styttast í ráðningu óskadraumsins um
jarðneskan ódauðleika, að maðurinn fái
um alla framtíð að búa á þessari jörð, haf-
inn yfir takmörk lífs og dauða. En verði
þetta nú þannig, hefir hann þá ekki aftur
höndlað glatað frelsi sitt, náð að komast
inn á ódáinsakur í aldingarðinum Eden,
eftir senn árþúsunda þyrnirósasvefn og
eftir að hafa afplánað eigin syndir og
Vagga hans stóð fyrir Vestan, hvar vor-
sólin klýfur skörð og tinda á leið til
byggða. Hvar fjall á rætur í firði miðjum
og undirlendi eftir því. Svipmót átthag-
anna bjó með honum ævilangt og um-
turnaðist hvergi á flatlendinu suður með
sjó.
í eina tíð stofnaði ég Bókabúð Kefla-
víkur í húsinu hans við Aðalgötu 10. Þá
hófust kynnin, sem urðu að vináttu með
árum. Fáskiptinn var hann jafnan, en
fór sínu fram, svo í forsetakosningum sem
á öðrum vettvangi.
Og trésmíðameistarinn byggði ár og
eindaga yfir Keflvíkinga, eins þótt sá
aldur færi að, er flestum verður hvöt til
að setjast í helgan stein.
Að vísu hans iðja, að byggja.
En sem ég og aðrir ungir menn þeirra
ára sýndum Þórarni teikningu að húsi,
var hann byrjaður að mæla, negla og reisa
uppá krít, óskjalfesta, ótímabundna krít.
Jóhann heitinn á Vatnsnesi lánaði bygg-
ingarefnið, en Guðmundur í Sparisjóðn-
um peninga til þess, sem á vantaði, að
húsið yrði hús. Þeir voru ókrýnd hús-
næðismálastjórn staðarins, þessir menn.
Og mun nú, því miður, leitun á kapítal-
ískri þrenningu, er haldin sé hjálpfýsi á
borð við þá.
Þórarinn Olafsson hugsaði lengra en í
fetum og hærra en í álnum. I starfandi
félögum, eins og Rótarýklúbbnum, var
hann af lífi og sál og mátti ekki vamm
sitt vita, hvort heldur hann var í forsæti
syndir feðranna, líkt og þegar týndi son-
urinn sneri aftur heim til föðurhúsanna,
reynslunni ríkari? En verðum við þá
einnig reynslunni ríkari við endurkomuna
til Eden? Er útlegðin orðin nógu löng til
þess að geta lifað lífinu svo, að maður
verði ekki hrakinn þaðan aftur? Um það
spyr ég ykkur nú að lokum, góðir Faxa-
félagar. Eigum við nýja eyðimerkurgöngu
fyrir höndum, eða bíður fyrirheitna landið
lýðs síns handan næsta leitis?
Hallgr. Th. Björnsson.
eða á hinum óæðra bekk með okkur hin-
um. Vandfyllt sæti hans og fátækari góðra
vina fundir.
Veit, að orðskrúð og málalengingar voru
þér lítt að skapi, gamli vinur. Og skal í
hóf stillt.
Þegar við komum að heimsþekktu sam-
komuhúsi á ferðalagi okkar erlendis í
fyrra, hafðir þú orð á því, að slík hurð
og karmur, er við blöstu, þættu ekki
beysin, ef komið hefðu útaf þínu verk-
stæði.
Fornt mun hið gullna hlið orðið. Og
ekki að vita, nema þú finnir þar nokkra
missmíði á. En þú hefur þá einhverntíma
teglt og gefið guðshúsi annað eins og
nýja hurð og nýjan karm. Svo að einnig
þar er þér heilsað með hlýju handartaki.
Samúðarkveðju sendi ég ástvinum þín-
um og vinum. Sjálfum þér hugheila þökk
og ósk um birtu og yl í áfangastað.
Kristinn Reyr.
„Litlu jólin“
í barnaskólum Keflavíkur voru að þessu
sinni haldin sunnudaginn 17. desember, en
næsta dag, mánudag, hófst svo hið lögboðna
jólaleyfi.
Þessi hátíðahöld fóru að mestu fram í
sjálfum skólastofunum, og annast börnin sjálf
skemmtinatriðin að mestu með tilsjón kenn-
ara sinna. Eru skemmtanir þessar vinsælar
meðal ibarna og kennara og mundu víst fáir
vilja án þeirra vera.
Járngerðarstaðir
Framh. af bls 1.
í hættu, þá hefði kannske önnur fram-
leiðsla verið boðin af honum á fyrrgreindu
markaðstorgi. Það, sem mestu máli skiptir
er, að þrátt fyrir mjög hörð lífsskilyrði —
hraun, urðir og brimi barða strönd —
höfðu Grindvíkingar þrek, manndóm
og þolgæði til að þrauka erfiða tíma, voru
jafnvel aflögufærir, þegar fólk austan úr
sveitum leitaði til þeirra í fellisárum.
Þeim lærðist, ekki síður en öðrum
landsmönnum, að aðlaga sig breyttum og
bættum þjóðfélagsháttum, og um árabil
hafa meðaltekjur verið hærri þar en víð-
ast hvar annarsstaðar á landinu.
Uppistaðan í grein séra Gísla eru for-
mannavísur og fræðsla um formennsku
í Grindavík á síðari hluta nítjándu aldar.
Og þar er einnig rætt um húsakost, að
vísu frá fyrri hluta aldarinnar. Mér datt
því í hug, að það væri nokkur fróðleiks-
auki að fá mynd frá svipuðu tímaskeiði.
Myndin er af Járngerðarstöðum. Hún
er gerð (teiknuð og máluð) a£ dr. Bjarna
Sæmundssyni, náttúrufræðingi, sem getið
er í greininni. Dr. Bjarni var kunnur að
nákvæmni og tel ég því að myndin, sem
var gerð 12 apríl 1895, sé rétt og sönn
lýsing af Járngerðarstöðum. Tvíbýlí var
þá á jörðinni, Tómas Guðmundsson, gift-
ur Margréti Sæmundsdóttur, bjó á Austur-
bænum, en Eiríkur Ketilsson frá Kotvogi
í Höfnum bjó á Vesturbænum. Hann var
giftur Jóhönnu Einarsdóttur frá Garð-
húsum. Voru húsfreyjurnar því bræðra-
dætur, eins og séð verður af grein séra
Gísla. Myndin er — auk þess að vera
falleg og vel gerð — táknræn tímamóta-
mynd.. Gamli og nýji tíminn búa um
stundarsakir í sambýli á Járngerðarstaða-
hlaði. Margra alda og þjóðlegur húsa-
kostur er að þokast á baksviðið. Hann
hefur frá landnámstíð staðið lítt breyttur
og þjónað eftir atvikum vel þörfum og
getu þjóðarinnar. Framar skartar nýi tím-
inn timburhúsum — byggingarefni, sem
ísland átti ekki til, en nágrannaþjóðir
voru ríkar af og höfðu almennt notað í
margar aldir. Skógleysi Islands átti sinn
þátt í því að timburhús voru ekki marga
áratugi í fyrirrúmi. Þau urðu að víkja
fyrir steinhúsum, en af því byggingar-
efni erum við ríkir.
Jón Tómasson.
M I N N I N G
ÞÓRARINN ÓLAFSSON
trésmíðameistari
Fœddur 30. maí 1896. — Dóinn 28. nóv. 1967
F A XI — 11