Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1968, Blaðsíða 8

Faxi - 01.01.1968, Blaðsíða 8
Séð yfir salinn. Kvenfélagið Gefn í Garði í nóvemberblaði Faxa var sagt frá Kven- félaginu Gefn í GarSi og hinu ágæta hálfrar aldar menningarstarfi þess, en það var sem kunnugt er stofnað 9. desember 1917. 1 tilefni af þessum merku tímamót- um gerði félagið sér nokkurn dagamun og þann 9. desember s. 1., á sjálfan af- mælisdaginn, bauð það staðarbúum og fleiri gestum til dýrðlegs mannfagnaðar í samkomuhúsi hreppsins. Var afmælis- fagnaður þessi mjög vel undirbúinn af fé- lagskonum, sem sjálfar stóðu fyrir glæsi- legum veitingum og önnuðust öll skemmti- atriði kvöldsins. Formaður félagsins, frú Auður Tryggva- dóttir, setti hófið með ræðu. Við það tækifæri lýsti hún því yfir, að í tilefni þessara tímamóta gæfi félagið Utskála- kirkju kr. 40 þúsund, og fylgdi gjöfinni sú ósk, að fénu yrði varið til að teppa- leggja kirkjuna. Þá gerði formaður þrjár aldraðar félagskonur að heiðursfélögum kvenfélagsins, en þær eru allar stofnfé- lagar í Gefn og hafa unnið félaginu mikið Kvenfélagskórinn. Frá vinstri: Sigríður Þor- steinsd., Sigrún Oddsd., Helga Sigurðard. Jóhanna Þorsteinsd., Edda Karlsd., Guðfinna Jónsd., Sigrún Magnúsd., Unnur Gíslad., Jóhanna Markúsd. & í íh % & * + Fonnaður félagsins, frá Auður Tryggvad. setur afmælishátíðina. starf og gott. Þessar heiðurskonur eru: Guðrún Jónasdóttir, Rafnkelsstöðum, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hausthúsum og Kristín Hreiðarsdóttir, Prestshúsum. Á eftir ræðu formanns fóru fram fjöl- breytt skemmtiatriði, þ. á m. samfelld dag- skrá úr sögu félagsins, þar sem fléttaðist saman bein frásögn og kórsöngur félags- kvenna, en kórnum stjórnaði frá Auður Tryggvadóttir. Á eftir voru svo fluttir tveir leikþættir. Var góður rómur gerður að öllum þessum skemmtiatriðum félags- kvenna, er þótti vera þeim til hins mesta sóma. Um kvöldið voru fluttar margar ræður og ávörp, þar sem kvenfélaginu voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Krístín Ilreiðars- dóttir. Guðrúnu Jónasdóttur vandtar á myndina. 8 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.