Faxi - 01.11.1969, Side 1
Það var glatt á hjalla og
mikið og gott að borða í
Stapa á laugardagskvöldið
25. október. Sér yíir hluta
af salnum.
Tvö merkisafmæíi í Njarðvíkum
Laugardaginn 25. október s. 1. héldu tvö
merkisfélög í NjarSvíkurhreppi sameigin-
lega uppá aldarfjórðungs afmæli sín, í
Félagsheimili hreppsins, Stapa.
Þetta voru Kvenfélagið Njarðvík og
Ungmennafélag Njarðvíkurhrepps, sem
bæði voru stofnuð 1944, á því merkis ári,
þegar íslenzka þjóðin endurheimti til fulls
sjálfstæði sitt og fólkið hóf að treysta inn-
viði sína á hinum ýmsu sviðum þjóðlífs-
ins.
Nánar til tekið var Ungmennafélagið
stofnað 10. apríl það ár og Kvenfélagið
þann 17. september.
I ekki stærra sveitarfélagi hlýtur 25 ára
afmæli eins menningarfélags jafnan að
teljast til hinna merkari innansveitar við-
burða, hvað þá, þegar tvö slík eru samtím-
is á ferðinni, eins og hér átti sér stað, enda
má með sanni segja, að þetta afmælishóf
hafi verið með þeim glæsibrag, að annað
slíkt hafi ekki áöur sést þar í sveit.
Veizlustjóri og kynnir var Sigmar Inga-
son og setti hann hið geysifjölmenna sam-
kvæmi kl. 7, með því að bjóða félagsmenn
og gesti velkomna.
Var þá sezt að ríkulega framreiddum
veizlukosti. En á meðan setið var undir
borðum, fór skemmtiskrá hátíðahaldanna
fram.
Fyrsta dagskráratriðið var afhjúpun fé-
lagsfána beggja félaganna. Var það Aki
Gráng málarameistari, sem afhjúpaði
Kvenfélagsfánann, en fána Ungmennafé-
lagsins afhjúpaði Arni Júlíusson. Þá fluttu
ávörp formenn beggja félaganna, þau frú
Guðlaug Karvelsdóttir og Guðmundur
Snorrason. Þessu næst flutti Olafur Sig-
urjónsson aðalræðu kvöldsins, þar sem
saga beggja þessara félaga er rakin á
greinagóðan hátt. Hefir blaðið fengið góð-
fúslegt leyfi Olafs til þess að birta ræðuna
í næsta tbl. Faxa — jólablaðinu.
Þess er og vert að geta hér, að Olafur
var einn af stofnendum Ungmennafélags-
ins og fyrsti formaður þess. Einn af aðal-
hvatamönnum að stofnun félagsins mun
hafa verið Karvel Ögmundsson, en ásamt
þessum tveimur heiðursmönnum, átti
Oddbergur Eiríksson sæti í fyrstu stjórn
þess. Er form. íélagsins, Guðmundur
Snorrason, flutti ávarp sitt, heiðraði hann
sérstaklega þessa menn, enda voru þeir
allir meðal heiðursgesta samkvæmisins.
A þessu aldarfjórðungsafmæli hafði
Ólafur verið formaður Ungmennafélagsins
samfleytt í 23 ár og fékk hann af þessu til-
efni, sem heiðursgjöf frá félaginu, minn-
ispening úr gulli, en hinir tveir, Karvel
og Oddbergur, fengu minnispeninga úr
silfri.
Frú Guðlaug Karvelsdóttir, form. Kven-
félagsins, heiðraði frúrnar Sigríði Hafliða-
dóttir og Hlíf Tryggvadóttir með því að
færa hvorri um sig áletraða silfurskeið og
fagra blómakörfu, en þær vuru, ásamt frú