Faxi - 01.11.1969, Síða 6
1918 — 1. desember — 1968
Ræða fluff á fullveldisfagnaði í Félagsheimilil Njarðvíkur,
Slapa, af Eyþóri Þórðarsyni.
Þessa ágastu ræðu flutti Eyþór Þórðar-
son á 50 ára fullveldisfagnaði Ungmenna-
og Kvenfélags Njarðvíkur 1. desember
1968.
Ritstjóra Faxa var kunnugt um ræðuna
og óskaði að mega birta hana í blaðinu,
en að því sinni var rými jólablaðsins full-
ráðstafað og varð því að ráði að prenta
hana nú í nóvemberblaðinu með góðfús-
legu leyfi höfundar. H. Th. B.
í dag minnumst við þess, að hálf öld er
liðin frá því, að Island varð sjálfstætt, full-
valda ríki. Síðan 1918 hefur 1. des. verið
haldinn hátíðlegur til minningar um þann
merka atburð, að með sambandslagasamn-
ingnum við Danmörk, fékk Island viður-
kenningu, sem fullvalda ríki með þeim
takmörkunum, sem samningurinn fól í
sér. 1. des. er einn mesti merkisdagur í
sögu Islendinga. Hann er nú að vísu ekki
lengur þjóðhátíðardagur vor, en í huga
hvers Islendings, sem man og metur þá
atburði, er urðu þann dag fyrir 50 árum,
hlýtur dagurinn alltaf að verða helgur dag-
ur minninganna og nýrra áforma.
I hálfa sjöundu öld háði íslenzka þjóð-
in sjálfstæðisbaráttu sína. Hinni löngu bar-
áttu lauk með gildistöku sambandslaga-
samningsins, en í honum voru ákvæði, sem
leiddu til lýðveldisstofnunarinnar 1944. I
hálfa öld hefur þjóðin notið ávaxta þess-
arar baráttu, en á umræddu tímabili hefur
mikill gróandi verið í þjóðlífinu og stór-
stfgar framfarir á öllum sviðum. Segja má,
að síðastliðin 50 ár hafi byggð Islands ver-
ið reist frá grunni, svo sem vegir, brýr,
hafnir, atvinnufyrirtæki, orkuver og húsa-
kostur. I hálfa öld hafa bændur vorir rækt-
að meira og sjómenn aflað meira enn allar
kynslóðir á undan. Reynslan hefur sann-
að það, að íslenzka þjóðin er fær um að
standa á eigin fótum og á því tímabili,
sem hún hefur ráðið örlögum sínum sjálf,
hefur henni bezt vegnað.
Nú í dag er 1. des. haldinn hátíðlegur
sem fánadagur íslenzku þjóðarinnar, sem
minningardagur þess þjóðernislega tákns,
sem við viljum ætíð heyja baráttu okkar
fyrir, að þjóðin verði ætíð stjórnarfarslega
frjáls, einnig fullveðja á sviðum fjármála,
viðskipta, menningarmála og í samstarfi
við aðrar þjóðir á alþjóðavettvangi. Fána-
dagurinn skal vera tákn þess óbilandi vilja
og orku íslenzku þjóðarinnar til að halda
því marki.
Þegar sambandslögin tóku gildi, fagn-
aði þjóðin þeim áfanga. Sá fögnuður náði
Eyþór Þórðarson.
hámarki, er íslenzki ríkisfáninn var í fyrsta
sinn dreginn að hún á stjórnarráðshúsinu
og um svipað leyti voru fánar dregnir á
stöng víðsvegar um landið.
Sjálfstæðisbarátta Islendinga hafði verið
löng og hörð. Margir höfðu lagt mikið í
sölurnar til þess að hinn rétti íslenzki fáni
mætti blakkta með fullum heiðri og sóma.
Þar ber hæzt nafn Jóns Sigurðssonar, for-
seta. Þeir glæstu atburðir, sem gerðust 1.
des. 1918 voru fullkomnaðir 17. júní 1944,
en þann dag var á þingfundi að Lögbergi
lýst yfir, að þjóðin tæki sér fullt og óskor-
að stjórnarfarslegt frelsi og stofnað var
lýðveldi í stað konungdæmis. Ekki kom
til greina annað en að velja þann dag, fæð-
ingardag Jóns Sigurðssonar, forseta, þess
manns, sem glæsilegastur hefur verið og
hvað mestur ljómi stafaði af í frelsisbar-
áttu þjóðarinnar.
Þrátt fyrir fögnuð þjóðarinnar yfir
fengnu frelsi 1. des. 1918, átti hún þá við
mikla erfiðleika og fátækt að etja. Til dæm-
is voru þá nokkrir skólar lokaðir vegna
eldiviðarleysis, en aðrir höfðu verið tekn-
ir í notkun sem sjúkrahús, vegna skæðrar
drepsóttar sem þá herjaði (Spanska veik-
in) á landið. Frá þeim tíma hefur orðið
mikil breyting á högum þjóðar vorrar til
hins betra.
Reikna má með, að þjóðin sé ekki und-
ir það búin í dag að taka upp þá lifnaðar-
háttu, sem þá voru. Lengi vel bjó mestur
hluti þjóðarinnar í sveit, eða hafði nokk-
urn búskap, þó við sjávarsíðuna væri búið.
Atvinnuhættir byggðust á því, að hver og
einn aflaði sér sjálfur hinna helztu nauð-
synja, svo sem fæðis, klæðis og eldiviðar
með vinnu sinni og sjálfstæðu starfi og
því í flestum tilfellum án gjaldmiðils. A
hverjum bæ og býli voru þeir hlutir, sem
til þurftu, svo sem baðstofa, smiðja, smíða-
hús, tæki til klæðagerðar úr ullinni, tæki
til matargerðar úr þeim afurðum, sem afl-
að var, tæki til skógerðar, eldiviðartöku
og svo mætti lengi telja. A kvöldvökun-
um í baðstofu hafði hver verk að vinna
eftir hæfileikum sínum og þroska. A kvöld-
vökunni var ekki síður sinnt hinni and-
legu hlið með lestri og kveðskap. Segja má,
að nær helmingur þeirrar vinnu, sem fram-
kvæmd var á stóru heimili hafi verið ýmis-
konar handiðn og stórsmíði. Bóndinn
sinnti ekki síður störfum í þágu fiskveiða.
Hann sendi vinnumenn sína í verið og var
jafnvel sjálfur formaður á áraskipi, en tím-
ar breyttust, áraskipum fækkaði með til-
komu þilskipa, vélbáta og togara. Sjávar-
þorpin stækka og verða að bæjum. Fólki
fækkar ört í sveitum og flyzt á „mölina“
eins og kallað var. Svipaða sögu er að segja
af handiðnaðinum. Hann flyzt úr sveitun-
um í bæina- Aukin vélanotkun, samfara
vandasamari verkefnum krefst menntun-
ar þjóðarinnar.
Vöxtur iðnaðarins hefur verið sá, að
hann er nú fjölmennasti atvinnuvegur
þjóðarinnar í dag, því að meir en þriðji
hver vinnufær Islendingur starfar nú að
iðju og iðnaðarstörfum.
Ljóst er, að ef atvinnuvegirnir eiga að
geta tekið við hinni öru fólksfjölgun, sem
verður á íslenzkum vinnumarkaði á
næstu árum, verður iðja og iðnaður að efl-
ast stórlega með þjóð vorri.
Saga atvinnuveganna á Islandi markast
nokkuð af þrennum tímamótum.
I fyrsta lagi með landnámi Ingólfs Arn-
arsonar árið 874, en þá hófst landbúnaður
og fiskveiðar.
Arið 1752 hófu störf iðnaðarstofnanir
Skúla Magnússonar fógeta. Stofnun inn-
réttinga Skúla voru upphaf að íslenzkri
iðju og iðnaði, öðru en heimilisiðnaði.
146 — F A X X