Faxi - 01.11.1969, Síða 3
Guðni Magnússon:
Bindindishreyfingin á Suðurnesjum
FUNDARSTAÐIR
Framhald úr síðasta blaði.
Fyrsti fundarstaður stúkunnar var
„Skothúsið", sem stóð fyrir ofan Duustún-
ið eða nálægt núverandi gatnamótum
Grófarinnar og götunnar út á Berg, (rétt
fyrir vestan Ahaldahús bæjarins.) Það var
byggt 1870 eða 1871 af „Skotfélaginu",
sem stofnað var 1869, en um það félag hef-
ir Helgi S. Jónsson skrifað í FAXA 1951,
2. og 3. tbl. Skothúsið mun hafa verið
fyrsta samkomuhúsið í Keflavík. Hús
þetta keypti síðar Jón Olafsson útvegs-
bóndi, líklega 1888 og flutti það á lóð sína
við núverandi Vesturgötu, og gerði að
íbúðarhúsi. Stóð það sunnar í lóðinni en
núverandi hús, sem Jón byggði 1906 og
lét þá rífa Skothúsið.
1 þessu húsi hélt stúkan fundi sína fram
á haustið 1887, að undanskildum fjórum
fundum, sem haldnir voru í Innri-Njarð-
vík vorið 1886.
Þann 30. okt. 1887 er svo haldinn fund-
ur í „barnaskólastofu Keflavíkur“. Jón
Gunnarsson, sem þá var umboðsmaður
stúkunnar, tók þá til máls og „lét í ljós
óánægju sína með að stúkan haldi fundi á
þessum stað. Beiddist hann upplýsinga um,
hvers vegna hætt hefði verið við Skothúsið,
sem fundarstað, og að hvers undirlagi það
væri. Þórður Thoroddsen upplýsti, að það
væri að sínu undirlagi að fundur þessi
hefði ekki verið haldinn í Skothúsinu.
Eigandi Skothússins hefði lánað borð og
bekki, sem þar voru, barnaskóla Keflavík-
ur, væri það því tómt og ófundarfært. Aft-
ur hafði hann fengið leyfi handa stúkunni
hjá barnaskólanefnd Rosmhvalaneshrepps
til þess að halda fundi hér á þessum stað.“
6. nóv. 1887 var rætt um fundarstað
handa stúkunni: „Jón Gunnarsson kvaðst
hafa talað við Olavsen, umboðsmann eig-
enda Skothússins, hefði hann sagt stúk-
unni húsið velkomið, og áliti hann að
húsaleigu fyrir það hefði stúkan greitt til
næsta vors. Stakk Jón upp á því, að æ t. út-
nefndi þriggja manna nefnd til þess að
undirbúa þetta mál undir næsta fund til
úrslita, og var það samþykkt. Utnefndi
æ. t. þá í nefndina Jón Gunnarsson, for-
mann, Þórð Thoroddsen og Runólf Sig-
urðsson.
Nokkur dráttur varð á að nefndin skil-
aði áliti og áður en það varð hafði Jón
Gunnarsson sagt sig úr stúkunni. Ekki
flutti stúkan aftur í Skothúsið.
Síðar kemur í ljós, að barnaskólastofa
þessi var í Hótelinu, sem Oddbjörg Magn-
úsdóttir átti. Hafði maður hennar, Olafur
Þorleifsson veitingamaður, drukknað fyrr
á þessu ári. Hefir hún þá líklega hætt veit-
ingarekstri og leigt veitingasalinn hreppn-
um til barnakennslu.
Skólinn mun ekki hafa staðið lengur en
til marzloka og hafði því stúkan ekki hús-
næðið lengur. 25. marz 1888 er bókað:
„Nefnd sú er kosin var á síðasta fundi,
kom fram með gjörðir sínar viðvíkjandi
húsrúmi handa stúkunni og gaf formaður
nefndarinnar, (C. A. Möller þessar upp-
lýsingar, n. 1. að þeir hefðu átt tal við
Oddbjörgu, sem húsráðanda þess húss,
sem vér að undanförnu höfum haldið
fundi vora í, og hefði hún lofað barna-
skólastofunni hér eftir til fundahalda fyr-
ir eina krónu hvern dag, sem fundur væri
haldinn og hefir enginn utanreglumaður
leyfi til að brúka það til fundahalda." Stúk-
an átti að sjá um ræstingu. Var þessu til-
boði tekið.
A öndverðu ári 1889 eru tvívegis sam-
þykktir reikningar fyrir húsaleigu til Ing-
vars í Junkaragerði. Hefir hann líklega
keypt Hótelið þegar Oddbjörg flutti til
Ameríku. (Olafur og Oddbjörg voru for-
eldrar Magnúsar í Höskuldarkoti.)
Síðar verzlaði Vilhjálmur Hákonarson
í Hótelinu, en að lokum keypti Stefán
Bergmann það og bjó í því og hafði ljós-
myndastofu sína á efri hæð. Húsið brann
árið 1910 eða 11 og byggði þá Stefán nýtt
hús á sama stað, sem hann stækkaði síðar
og stendur það enn á horni Hafnargötu
og Aðalgötu.
Líklega hefur hér verið um að ræða
fyrsta opinbera barnaskólann í Keflavík.
Kennarar hafa að vísu verið hér fyrr, en
sennilega hafa það verið heimiliskennarar.
Kennari þennan veturu, 1887—88, var
Magnús Bjarnarson cand. theol, síðar prest-
ur og prófastur á Kirkjubæjarklaustri,
faðir Björns Magnússonar prófessors. Gekk
hann í stúkuna á fyrsta fundi í barnaskól-
anum og var kosinn æðsti templar á sama
fundi.
Hafði hann áður verið í stúku í Reykja-
vík og Stórstúkufélagi.
I þessu húsnæði var skólinn ásamt stúk-
unni í tvo vetur, eða þangað til stúkan var
búin að koma upp húsi, en þá flutti skól-
inn þangað og var þar þar til hreppurinn
eignaðist fyrsta skólahúsið, er hann keypti
hús Magnúsar Zakaríassonar á Ishússtíg
3, árið 1897.
Stúkan og barnaskólinn hafa því verið
í sambýli í 10 ár. Var það ekki ótítt á þess-
um árum og hafa stúkurnar vafalaust víða
stuðlað að því, með húsbyggingum sínum,
að barnaskólar kæmust á fót fyrr, en ella
hefði orðið.
Skotliiisið cftir að Jón Ólafsson liafði flutt það á lóð sína við núvcrandi Vcsturgötu og gert það að
íbúðarhiisi. Myndin er tekin af suðurgafli og vesturhlið. Hiisið til vinstri er pakkhús í smiðum og
stendur það enn. Fólkið á myndinni: Árni Theoór Pétursson (stendur við pakklnisið), Jón Ólafsson og
kona hans Jóhanna Erlendsdóttir, og böm þcirra, Marin og Erlcndur. Ekki er alvcg víst hvort Skot-
húsið var upphaflega með risi eða hvort Jón hefir sctt á það port og ris. Árið 1906 lét Jón rífa Skot-
lnisið og byggja nýtt og stœrra liús út við Vesturgötu, og stendur þaö enn, og býr Erlendur sonur
hans í því. — Myndin cr tekin cftir aldamót af dönskum ljósmyndara.
FAXl — 143