Faxi - 01.11.1969, Side 7
Árið 1786 er einokunarverzlun aflétt á
Islandi. MeS því tímabili hefst innlend,
frjáls verzlun og útgerð.
Er íslenzka lýðveldið var stofnað, var
því fagnað sem sjálfstæðisbaráttu Islend-
inga væri að fullu lokið, en sjálfstæðis-
barátta einnar þjóðar er að sjálfsögðu aldrei
lokið. Fleira en erlend áhrif geta svipt þjóð-
ir sjálfstæði sínu. Sjálfstæði þjóðar getur
einnig brostið innanfrá, ef þjóðin er ekki
einhuga um að beita sér fyrir lausn þeirra
vandamála, sem að henni steðja hverju
sinni.
Nokkurrar svarsýni gætir á meðal okk-
ar um þá efnahagsörðugleika, sem nú
steðja að þjóðarbúskap vorum- Því er haldið
fram í ræðu og riti, að aldrei hafi aðrir
eins örðugleikar steðjað að þjóðarbúi voru
og nú. Ef Islendingar gera sér grein fyrir
fortíð sinni, þó ekki sé nema nokkra ára-
tugi aftur í tímann, kemur fljótt í ljós,
að slík álit eiga ekki við rök að styðjast.
Það skiptir miklu máli að gera sér ljóst
á hvaða rökum slíkir dómar eru byggðir.
Undir því er trú vor á landið okkar og
framtíðina komin. Það er ekki rétt að sak-
ast um, að þjóð vor sé í afturför, þó vitna
megi til, að ýmsar aðrar háþroskaðar þjóð-
ir séu okkur fremri, þjóðir, sem í aldir
hafa ráðið málum sínum, þegar miðað skal
við, að það er aðeins hálf öld síðan Islend-
ingar fóru að ráða málum sínum. Þá var
þjóðin snauð og bjó við lélegan húsakost
og naut ekki þeirra þæginda, sem við í dag
teljum sjálfsögð og nauðsynleg.
Ekki er að efa, að sú reynsla, sem nú
hefur fengizt af okkar gömlu, einhæfu at-
vinnuvegum, sem oft hafa brugðizt, verð-
ur notuð til að virkja nýjar atvinnugrein-
ar til aukinnar atvinnu og velmegunar, at-
vinnugreina, sem munu byggja afkomu
sína á þeim náttúruauðæfum, sem landið
býr yfir, samfara nýtingu orkuauðæfa í
jarðhita og fallvötnum. Vísir er að mörg-
um framleiðslugreinum í íslenzkum at-
vinnurekstri, sem eiga eftir að margfalda
starfsmannafjölda sinn og afkastagetu, ef
þær fá að njóta skilnings og jafnréttis til
eðlilegrar uppbyggingar.
Velmegun á Islandi er vís, ef hinar
ýmsu stéttir þjóðfélagsins bera gæfu til að
vinna hver með annarri, en ekki á móti, því
engin stétt getur lengi notið ávaxtann af
baráttu sinni, ef ekki er samfara heill al-
þjóðar. Því er okkur ætíð hollt að minnast
hinna gamalkunnu einkunnarorða ung-
mennafélaganna: „Allt fyrir Island“, þeg-
ar við keppurn að settu marki.
Eyþór Þórðarson.
Nýr hárskeri í Keflavík
Ægir Kristjánsson hárskeri opnaði nú fyr-
ir skömmu rakarastofu við Skólaveg í
Keflavík.
Ægir er fæddur og uppalinn á Siglufirði,
sonur hjónanna Guðrúnar Sigurðardóttur og
Kristjáns Asgrímssonar útgerðarmanns á
Siglufirði.
Nú á dögunum náði ég tali af Ægi og fékk
hjá honum meðfylgjandi upplýsingar um
menntun hans og störf. Iðngrein sína lærði
hann á Siglufirði, en vann síðan um skeið á
rakarastofu í Reykjavík, þar til hann hélt ut-
an til frekara náms. Um eins árs skeið dvald-
Hafliði skipstjóri Sigurðsson í stólnum
hjá Ægi.
ist hann í Kaupmannahöfn og kynnti sér þar
einkum dömuklippingar og blásningar (funa)
eins og Danskurinn kallar það.
Eftir heimkomuna setti Ægir á stofn eigin
rakarastofu á Siglufirði og hefir starfrækt
hana þar til nú, að hann flyzt hingað suður.
Aðspurður kveðst Ægir muni kunna vel
við sig í Keflavík. Það fólk, sem hann hafi
haft tal af sé vingjarnlegt og traustvekjandi.
Hann hefir endurnýjað allt á rakarastofunni,
málað hana og búið nýjum tækjum. Athygli
mína vakti nýr og fallegur stóll með hests-
haus, sérstaklega ætlaður yngstu viðskipta-
vinum stofunnar. Kvað Ægir stól þenna ætla
að verða mjög vinsælann. Hann bað mig að
láta þess getið. og það geri ég hér með, að
dömuklippingar muni hann annast eftir pönt-
un, og í því sambandi biður hann konur, sem
þess óska, að hringja í síma 2721, þar sem
þeim yrði gefinn sértími, t. d. eftir vinnutíma
á kvöldin. Þá vill hann einnig hvetja mæður
til að vera snemma á ferðinni með jólaklipp-
ingu barna sinna, og láta þess getið að rak-
arastofan sé opin alla virka daga vikunnar, ■—
mánudaga líka.
Ægir er kvæntur Agústu Engilbertsdóttur,
eiga þau 4 börn á aldrinum 6—-18 ára. Elzti
sonur hans, Ólafur, vinnur á stofunni með
föður sínum sem nemi, en næst elzt er dama,
sem stundar hárgreiðslunám í Keflavík. Blað-
ið býður þessa siglfirzku fjölskyldu velkomna
til Keflavíkur með þeirri ósk, að þeim megi
vegna hér vel, og fá nóg að starfa
H. Th. B.
Lúðrasveit Keflavíkur
sem lítið hefir starfað að undanförnu, er nú
um þessar mundir að færast nokkuð i auk-
ana og hyggur til bjartari daga. Ástæðan er
fyrst og fremst sú, að piltarnir, sem að und-
anförnu hafa verið kjarninn í drengjalúðra-
sveit Keflavíkur, eru nú sakir aldurs að út-
skrifast þaðan, en innritast þá jafnharðan í
Lúðrasveit Keflavíkur.
Er þetta eðlileg en að sama skapi ánægju-
leg þróun mála og ekki að undra þótt við þessa
nýju blóðgjöf skapist Lúðrasveit Keflavíkur
bjartari viðhorf til velmegunar, enda mun ekki
af veita, því senn mun sveitin nálgast 15 ára
afmæli sitt og munu forráðamenn hennar
hafa í hyggju að hafa þá lokið mörgum og
stórum verkefnum sjálfum sér og bæjarfélag-
inu til ánægju og vegsauka. Stjórnandi
Lúðrasveitar Keflavíkur í vetur verður ísak
Jónsson.
Karlakór Keflavíkur
mun halda árshátíð sína þann 28. nóv. n.
k. Kórinn er nú byrjaður vetrarstarfið með
vikulegum æfingum. Söngstjóri hefir enn ekki
verið ráðinn, þegar línur þessar eru ritaðar.
en æfingum kórsins stjórnar nú Isak Jónsson.
Kórinn er um þessar mundir að hleypa af
stokkunum gerð hæggengrar hljómplötu með
12 karlakórslögum. Er hér um nokkuð kostn-
aðarsamt fyrirtæki að ræða og stendur stjórn-
in nú í samningum um kostnað og tæknistörf
þar að lútandi. Verður ísak Jónsson söng-
stjóri við upptekt þessara laga, undir stjórn
Magnúsar Ingimarssonar, sem einnig mun út-
setja létta tónlist, sem fylgir söngnum á plöt-
unni. A starfsárinu hyggst kórinn fara í söng-
för um Norðurland eða Austfirði.
Stjórn kórsins er nú þannig skipuð: Jóhann
Líndal formaður, Magnús Guðmundsson
gjaldkeri, Astvaldur Eiríksson ritari og með-
stjórnendur Haukur Þórðarson og Kristján
Hannsson.
SIERA
SIE R A-s jónva rpstœki
(lœkkað verð)
KAUPFÉLAG SUÐURNESJA
Skemman - Sími 1790
FAXI — 147