Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1971, Blaðsíða 9

Faxi - 01.01.1971, Blaðsíða 9
Fjörutíu ára menningarstarf. Ríkisútvarpið átti 40 ára afmæli þann 20. desember síðastliðinn. Var ’þessa merka afmælis minnst með ágæt- um dagskrám þenna dag, bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi. Það fer ekki á milli mála, að Ríkisútvarpið íslenzka hefur frá öndverðu gegnt hér miklu menningarstarfi, enda ávallt verið stjórnað af framsýnum hæfileikamönnum, þeim Jónasi Þorbergssyni, Vilhjálmi Þ. Gíslasyni og Andrési Bjömssyni, sem nú ræður þar ríkj- um. Leigja 2 skrúfuþotur til fiskflutninga. Flugfélagið Þór h.f. í Keflavík undirrit- aði nýlega leigu og/eða kaupsamning á tveim skrúfuþotum af Vanguard Vickers gerð. Gildir samningurinn í sex mánuði, en heim- ild er tii að framlengja hann í aðra sex mán- uði. Félagið hefur forkaupsrétt á flugvélun- um í eitt ár og gengur leigan upp í kaup- verðið ef svo semst, að fiugfélagið kaupi vél- arnar. Fyrri flugvélin verður afhent 7. febrúar n. k. og síðari vélin mánuði síðar. Búið er að ráða áhafnir að mestu til að fljúga vél- unum. Tveir flugmenn eru í hverri ferð og einn vélamaður. Flugvélarnar verða notaðar til fiskflutn- inga og hefjast þeir flutningar strax eftir að vélarnar koma til landsins. Verður fluttur ferskfiskur á Þýzkalandsmarkað, fyrst i stað aðallega til Hamborgar. Utgerðarmenn, fisk- vinnslustöðvar og nokkrir af hluthöfum Þórs hafa stofnað fyrirtækið Saga-Fish h.f. sem sjá mun um útvegun á fiskinum og hefur flugfélagið Þór gert samning um flutning á fiskinum. Fyrirtæki í Þýzkalandi sér um sölu erlendis, og kaupir fiskinn á föstu verði af Saga-Fish. Jón Einar Jakobsson, lögfræðingur, sem annast hefur samninga um flugvélaleiguna, sagði, að góðar vonir væru um að samningar takist um flutninga til baka, eða frá Þýzka- landi til íslands. Reiknað er með að fara 4—5 ferðir til Þýzkalands á viku. Vélarnar geta tekið 17 til 18 tonn í hverri ferð. Stjómarformaður Þórs h.f. er Jóhann Lín- dal. Fyrst í stað munu þeir Jón Einar Jakobs- son og Pétur Filipusson sjá um rekstur fé- lagsins. Góð þátttaka í jólagetraun Samvinnutrygginga. Samvinnutryggingar efndu til jólagetraun- ar fyrir börn og unglinga, að 15 ára aldri, og birtist hún í dagblöðunum í desember- mánuði. Þrautin var í því fólgin að setja átti rétta tryggingu við númer á mynd af óhappaat- burðum, sem bættir yrðu með fé af Sam- vinnutryggingum, ef viðkomandi trygging væri fyrir hendi. Hina miklu óhappa- og slysakeðjumynd gerði Halldór Pétursson og stílfærði með sínu alkunna skopskyni. 500 verðlaunum var heitið fyrir rétta lausn á getrauninni. Mjög mikil þátttaka varð í getrauninni og bárust alls 5.637 svör, hvaðanæva af land- inu, en þar af reyndust 1.520 með rétt svör. Farið var yfir svör og hverjum einstökum svarað með jólakorti, þar sem honum var þökkuð þátttaka og tilkynnt hvernig svar hans hefði verið. Þar sem svo mörg svör bárust, varð að draga um hverjir hljóta skyldu verðlaunin, sem voru 500 myndarlegir konfektkassar. Verðlaunin voru send út fyrir jól og munu hafa borizt verðlaunahöfum fyrir jól og aukið á jólagleði þeirra, en ekki var unnt að póst- leggja öll svarbréfin fyrir þann tíma. Ut- sendingu lauk strax eftir jólin og eiga því allir þátttakendur að hafa fengið svar. Anægjulegt var að finna hve almenn þátt- takan varð, svo og hvað bömin lögðu sig fram við lausn þrautarinnar. Ekki fer á milli mála, að þau hafa notið aðstoðar foreldra sinna og eldri systkina og má því lauslega áætla, að 20—25 þúsund einstaklingar hafi staðið að innsendum lausnum. Mun vart í annan tíma hafa verið jafn mikið um tryggingar og tjónabætur rætt á heimilum, í skólum og á vinnustöðum og nú í desember. Við yfirferð lausna var það mest áber- andi, hve þátttakendum hætti til að rugla saman frjálsri ábyrgðartryggingu og almennri slysatryggingu. Það er nú í athugun hjá for- ráðamönnum Samvinnutrygginga, hvernig úr megi bæta og koma aukinni fræðslu út til fólksins um þessar nauðsynlegu tryggingar, því til heilla og hagsbóta. I vertíðarbyrjun. Frá verstöðvunum á Suðumesjum verð- ur að þessu sinni fátt sagt. Þar hefir lítið markvert gerzt, utan það sem daglegar frétt- ir herma. Laust fyrir áramótin voru bátakjarasamn- ingamir samþykktir af sjómannafélögunum um Suðurnes og hófust róðrar því með eðli- legum hætti í byrjun janúar. En það sem af er vertíðinni hafa ógæftir hamlað veið- unum mjög, og þar við bætist svo að lítið fiskast þá sjaldan á sjóinn gefur. Er þefcta fremur uggvænlegt, svona í byrj- un ventíðar, en menn hér suður með sjó eru, hvað þetta snertir, ýmsu vanir og kippa sér I Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Ritstjóri og afgreiðslumaður: Hallgrímur Th. Björnsson. Blaðstjórn: Hallgrímur Th. Björnsson, Margeir Jónsson, Guðni Magnússon. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastjóri: Gunnar Sveinsson. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Verð blaðsins i lausasölu kr. 30,00. V------------------------------------------ ekki upp við smámuni. Aliir vona að úr rætist fyrr en síðar og í trausti þess að Faxi hafi meiri og betri aflafréttir að færa lesendum sínum í næsta blaði, látum við þetta nægja að sinni. Réttingaverkstœði. Árið 1937 stofnsetti Grétar Sigurðsson réttingaverkstæði að Hafnargötu 54 í Kefla- vík og hefir starfrækt það síðan, bifreiða- eigendum til mikils hagræðis. Nú fyrir nokkru hóf hann nýja þjónustu við við- skiptavini sína, sem er í því fólgin, að ryð- vamarefni Rust ban (Esso) er sprautað á bílana með háþrýstidælu, en þurrkun fer fram með hitablásara. Þegar bíll er ryð- varinn á verkstæði Grétars, er honum fyrst ekið upp á lyftu og undirvagn hreinsaður, er bílnum þá ekið inn í hús og upp á aðra lyftu, þar sem hann er þurrkaður og yfir- farinn (leitað að lokuðum hólfum og bitum). Eiftir að bíllinn er þurr, er hann (úðaður) sprautaður með þeim beztu ryðvamárefn- um, sem völ er á og í flestu reynt að mætá óskum viðskiptavinarins. FAXÍ — 9

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.