Faxi


Faxi - 01.01.1971, Blaðsíða 2

Faxi - 01.01.1971, Blaðsíða 2
Upphcjf vélanotkunar á Suðurnesjum Ræðcs flutt á órsháteð Iðnaðarmonnafélags Suðurnesja 6. nóvember sl. Góðir hátíðargestir. Fyrir hönd stjórnar og fulltrúaráðs Iðn- aðarmannafélagsins býð ég ykkur vel'kom- in til þessa fagnaðar í tilefni 36 ára af- mælis félags okkar. Sérstaklega viljum við bjóða velkomin að þessu sinni aldurs- forseta Iðnaðarmannafélagsins, Olav Ol- sen, vélsmíðameistara í Ytri-Njarðvík. Olav Olsen 17 ára. Mynd tekin er hann var vélstjóri á m.b. Gammi. Það er okkur ánægjuefni, að hinn aldni höfðingi skuli vera hér á meðal okkar hress og ungur í anda. Olsen, sem nú er á nýræðisaldri, hefur á sínum ferli upp- lifað breytta tíma hér á Islandi. I því sam- bandi langar mig að nota tækifærið og segja ykkur þátt úr lífi Olsens, sem gerð- ist í Sandgerði fyrir rétt 64 árum og að- draganda þess. Þótt við þekkjum Olsen flest all náið, vildi ég kynna hann lítillega fyrir ykkur. Olav Olsen fæddist 6. september 1889 í Noregi. Hann ólst þar upp hjá þarlendum foreldrum sínum. Þegar við ræðum við Olsen minnist hann sárrar fátæktar frá uppvaxtarárum sínum. Þó leggur hann áherzlu á það, að fátæktin hafi verið hon- um góður skóli, hún hafi kennt sér að hugsa og biðja Guð, enda hafi það tvennt að gefa sér tíma til að hugsa og biðja Guð, verið sér heillaríkt veganesti gegnum lífið. Snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill. Olsen setti sér það takmark sem lítill drengur, að þegar hann yrði orðinn stór, ætlaði hann að verða véla- maður. Ahugi Olsens vaknaði snemma fyrir skipum og vélum, þó sérstak'lega fyr- ir þessum, sem sigldu út og inn fjörðinn heirna í Noregi með þessi undra apparöt, vélar, hvorki með segl eða árar. Eins og strákum við sjávarsíðuna er títt, byrjaði hann snemma að smíða smáskútur. Þar naut hann tilsagnar föður síns, sem var góður smiður. Það fyrsta, sem vákti athygli á Olsen, að hann væri efni í vélamann, var þegar hann var 12 ára. Eftir að hafa skoðað vél- skip komst hann yfir gamla klukku, sem hann hugðist nota sem vél í lidu skútuna sína. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir brunaði þó skútan áfram í bæjartjörninni. Sá dagur var að sjálfsögðu mikill dagur í lífi Olsens og jafnaldra hans, sem horfðu hugfangnir á vélskútuna hans. Þegar Olsen var 14 ára rættist sá draum- ur hans, að komast á vélbát tíl að læra undirstöðuatriði í meðferð véla, samhliða því að læra meðferð véla kynntist Olsen hinum erfiðu og áhættusömu störfum sjó- mannsins við fiskveiðar. A þeim tíma vaknaði áhugi hans fyrir Islandi. Þá gengu m. a. þær sögur í Noregi, að svo væri ein- falt að stunda fiskveiðar við Island, að ekki þyrfti að leggja línu eða net, nóg væri bara að gogga fiskinn inn fyrir borð- stokkinn. I ársbyrjun 1906 kvaddi Olsen foreldra sína og lagði af stað til Kristjánssunds með nesti og nýja skó og 2 krónur í peningum sem farareyri, í leit að atvinnu á nýjum slóðum. A þeirri ferð var Olsen svo lán- samur að ná sambandi við Islendinginn Matthías heitinn Þórðarson frá Móum, sem þá var staddur í Noregi í umboði ís- lenzkra útgerðarmanna. Matthías tók Ol- sen vel og réði hann til starfa til útgerðar- fyrirtækis Thor Jensens í Reykjavík. Nú var lagt af stað til Islands. Olsen leit björt- um augum til framtíðarinnar. Hann kveið ekki sjóferðinni né dvölinni á íslandi. Hann trúði því, að maðurinn væri skap- aður til að framkvæma það sem honum væri ætlað, sem verkfæri hulinna afla. Meðal fyrstu starfa norska unglingsins, sem fluttist til íslands, var að hann gerð- ist vélamaður á fyrsta vélbátnum, sem var gerður út frá Sandgerði árið 1907. I bók, sem heitir „Frá Suðurnesjum“, segir m. a. eftirfaarndi um útgerð þessa fyrsta vélbáts: „Það var árið 1905, að í Reykjavík hljóp af stokkum vélbátur, er Bjarni Þorkels- Bjöin Gíslason, útgerðar- og athafnamaður. son smíðaði fyrir Thor Jensen. Það var tvístöfnungur, súðbyrtur. Mun hann hafa verið um 14 smálestir með 12 ha. tvöfalda Möllerupsvél. Þetta var stærstí bátur, sem þá hafði verið smíðaður hér undir mótor- vél og þótti mikið skip. Hann hlaut nafnið Gammur, R.E. 107. Hann var notaður um skeið í alls konar flutninga og ferðalög um Faxaflóa og nærliggjandi staði. Snemma árs 1906 keypti Björn Gíslason (bróðir Þorsteins ritstjóra og skálds) Gamminn, fór á honum til Austfjarða og gerði hann út um sumarið á fiskveiðar frá Seyðisfirði. Björn var athafnasamur .2 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.