Faxi

Årgang

Faxi - 01.09.1974, Side 2

Faxi - 01.09.1974, Side 2
HEIMSÓKN FISKVERKENDA TIL, ÁLASUNDS: Konurnar himnudrógu með ullarvettlingum — en karlmennirnir snyrtu og skáru úr Frá Álasundi Fiskverkun hefur um árabil verift stór atvinnugrein á Islandi, ekki sízt hér á Suðurncsjum, þar sem risið hafa marg- ar saltfiskverkunarstöðvar á undanförn um áratugum, þannig að þeim hefur farið fjölgandi sem þessa atvinnugrein stunda. Það eru því margir, scm eiga af komu sína undir þessari atvinnugrein. Eins og í öðrum greinum hafa orðið mikil umskipti í framkvæmd saltfisk- verkunar hér á landi. Fyrrum var hún einhver hin kuldalegasta og erfiðasta vinna, sem stunduð var. Á vetrum var jafnvel hausað og flatt undir berum himni, hvernig sem viðraði flest unnið af handafli við frumlegar aðstæður. Það hlýlegasta var vinnan við þurrk- unina scm fram fór á reitunum, enda ekki hægt að framkvæma hana nema vel viðraði, og hver man ekki snjó- hvítar fiskbreiðurnar í sólskininu hér á árum áður. En eiiis og annað hefur saltfiskverk- un og þurrkun tekið miklum stakka- skiptum. Tæknin hefur haldið innreið sína í æ ríkara mæl'i í þennan iðnað og komið honum undir þak, ef svo má að orði kveða, þar sem vélar og verkfæri hafa leyst mannshöndina af hólmi og þurrkklefar veðurguðina. íslendingar hafa lengi haft auga með öllu því sem gerist í umheiminum á sem flestum sviðum og verið óragir við að t'ileinka sér nýjungar og blanda geði við aðrar þjóðir. Saltfiskverkendur hafa verið litlir eftirbáfar annarra framleiðenda i þeim efnum og hleypt heimdraganum, þegar því hefur verið að skipta. í vetur fóru meðal annars fimm menn til' frænda vorra í Noregi 'til að kynna sér háttu þéirra í þurrfiskframleiðslu og hvernig að henni er staðið þar eystra. Var ferð- in farin á vegum Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, og til'gangurinn sá, að kynnast því, hvort í söltunarstöðv- um þeirra væru einhverjar nýjung- ar í tækjum og útbúnaði, í meðferð og verkun saltfisks og öðru, sem að gagni mætt'i koma fyrir okkar saltfisksstöðv- ar. í förina fóru Einar M. Jóhannsson, eftirlitsmaður SÍF, Karl Njálsson, út- gerðarmaður, saltandi og verkandi í Garði, Loft'ur Loftsson, verkfræðingur SÍF, Sigfús Magnússon, deildarstjóri hjá Fiskmati ríkisins, á vegum sjávar- útvegsráðuneytisins, og Skafti Þórisson, saltfiskverkandi í Keflavík. Faxi ræddi vð þrjá af ferðalöngun- um skömmu eftir heimkomuna, þá Karl Njálsson, Skafta Þórisson og Loft Lofts- son, og innt'i þá frétta af ferðinni, og létu þeir vel af henni, og við skulum gefa þeim orðð og l'á'ta þá tjá s'ig um sameiginlega niðurstöðu. Þeir sögðust hafa farið héðan seinni hluta febrúarmánaðar, flugleiðis í gegnum Kaupmannahöfn og Oslo og til Álasunds, þar sem þeir eyddu um viku- tíma í að skoða þurrfiskverkunarstöðv- ar og dvöldu í góðu yfirl'æti hjá for- ráðamönnum Unidos, sem er eins konar SÍF þar í landi. — Reyndar þótti okkur áætlunm fremur ströng, við vorum í skoðunar- ferðum frá kl. 10 á morgnana til 6 á kvöldin, en þá höfðum við rétt tíma til að taka okkur bað, áður en haldið var til kvöldverðar, hjá hinum ýmsu aðilum, en við vorum miklir aufúsu- gestir, það virðast' íslendingar vera i Álasundi, enda var það haft við orð, að þeir væru, ásamt Færeyingum, bezta fólk í heimi — og ekki skal úr því dregið. Fyrir okkur var þetta eins og að koma í aðra veröld hvað bæjarbrag- inn snerti, en hins vegar ekki mjög frá- brugðið hvað aðalatvinnuveginn, þurr- fiskverkunina snerti, og við eigum að venjast hér heima. ALASUND — BORG A EYJUM. ÞAR ER FRAMLEITT UM 70—80% AF ÞURRFISKI NORÐMANNA Ekki hittum við marga Isuendinga, en þó rákumst v’ið á konu eina, sem búið hefur þar um skeið og tjáði okkur að þar væri mjög rigningasamt. Álasund er 40.000 manna bær, stað- settur á rösklega 30 eyjum (5 aðaleyj- ar), sem tengdar eru brúm og ferjum. Landslag er mjög fal'legt og eins bygg- ingarnar, sem eru gamaldags en fal- legar í Álasundi eru staðsettar um 60 verkunarstöðvar (Klippfisk). Þær minnstu framleiða 200-300 tonn af verk uðum saltfiski árl'ega, meðalstærð er 700-900 tonna stöðvar, og nokkrar stór- ctöðvar framleiða 2000-3000 tonn ár- lega. Þessar stöðvar hafa myndað með sér 8 sölu- eða hagsmunasam'tök, sem flytja út fiskinn í gegnum Unidos eða beint til kaupenda á ”opnu” löndin. Þessar 60 verkunarst'öðvar flytja út um 70-80% af öllum verkuðum fiski frá Noregi. Einkennandi er við þessar stöðvar, að oftast eiga þær engin fiski- Skafti Þórisson og Karl Njálsson handlcika norskan saltfisk 46 — F A X I

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.