Faxi - 01.09.1974, Qupperneq 3
skip, heldur byggja rekstur sinn á gam-
alli hefð, en það er með því að kaupa
staðinn saltfisk frá smástöðvum í N-
Noregi (all frumstæðar að sögn). Þetta
kann þó eitt'hvað að breytast, þar sem
byggðarsjóðir eru núna að styrkja út-
gerðarstöðvar og söltunarstöðvar í N-
Noregi til að koma upp hjá sér full-
komnum þurrkútbúnaði og myndi þá
þróunin þar færast meir í áttina eins
og hér heima, þar sem söltun, þurrkun
og útflutningur saltfisks er í höndum
aðilanna, sem eru með sjálfar fiskveið-
arnar.
Álasundsstöðvarnar kaupa einnig
ferskan fisk úr veiðiskipum og salta
fiskinn í stöðvunum og þurrka síðar.
Um Va—Vá af hjáefni til' verkunar í
Álasundi fæst á þennan hátt.
ÞRIGGJA HÆÐA FISKVERKUNAR-
STÖÐVAR, SEM FISKISKIPIN
LANDA BEINT INN í
Hópurinn heimsótt'i þrjár stórar og
fullkomnar verkunarstöðvar þarna til
að kynnas't ýmsum nýjungum, sem
koma mætti að gagni íslenzkum salt-
fiskfamleiðendum. Stöðvarnar, sem
voru skoðaðar, voru:
Sunmöre & Romsdals Fiskesal'tslag,
Brödrene Jansgaard A/S, og
Jens Grytten A/S.
Ekki verður hverri st'öð lýst hér sér-
staklega, heldur ýmsum þáttum i
vinnslunni, sameiginlegum eða sérstæð
um í stöðvunum. Er þessum þáttum
skipt niður á eftirfarandi máta:
Sameiginlegt öll'um þessum sföðvum
var, að þær lágu allar að sjó, þannig
að skip og bátar gátu lagzt beint að
þeim og landað ferskum fiski eða salt-
fiski beint inn í húsin.
Þetta á við allar stöðvarnar í Ála-
sundi og er þetta unnt, þar sem þær
iiggja ekki fyrir opnu hafi, heldur i
skjóli djúpra fjarða. Þessum þremur
stöðvum og reyndar öllum hinum er
það sameiginlegt, að þær eru byggðar
upp á þrjár eða fleiri hæðir. Þetta má
telja óhagræðingu í dag með tilkomu
nauðsynlegrar 'innanhúss flutninga-
tækni, svo sem gaffallyfta við til-
færslur og lyft'ingar fisks á brettum.
Enda voru þarna aðeins notaðar veiga-
l'itlar gaffallyftur og litlir fleka'r undir
fiskinn miðað við okkar stöðvar á Is-
landi.
GAMLAR STÖÐVAR,
EN TRAUSTLEGA BYGGÐAR
Tilfærslur á fiski milli hæða fór fram
í húslyftum á litlum fl'ekum. Sem
dæmi um þetta var fyrirkomulagið í
Sunnmöre og Romsdals Fiskesaltslag
fiskvcrkunarstöðvum Álasunds
(talin ful'lkomnast'a stöðin) þannig, að
á 1. hæð var fiski landað inn úr bátn-
um. Þar var staðsettur kælir fyrir að-
keyptan saltfisk á brettum (2 hæðir)
og eins fyrir saltfiskstæður (fiskur sem
þeir söltuðu sjálfir). Eins var á hæð-
inni salur fyrir fiskaðgerð, söltun í
þrær, plastkassar undir pækilsaltaðan
fisk og undir ferskan fisk og undir upp
bleýtingu á fiski fyrir vöskun, vöskun-
araðstaða og loks Raufoss-þurrkklefi
(náði upp á efri hæðina). Á þriðju hæð
var stór kælir fyrir þurrkaðan fisk og
eins pökkunaaðstaða fyrir framan kl'ef-
ann. Á annarri hæðinni var útskipun-
arpallur (keyrt á vörubílum að skipi)
og eins umbúðalager og samsetning
umbúða og þurrkklefi af eldri gerð-
inni. Allt var fl'utt á milli hæða á litl-
um flekum í húslyftu, en sjávar megin
við húsið var s'tór, fulkominn krani á
teinum til að landa fiski úr bátum á
pall' við stöðina. Þessi stöð Romsdals
var að hluta gömul en að hluta ný upp-
byggð. Yfirleitt virtust stöðvar'nar í
Álasundi vera all gaml'ar en vandlega
og ’traustlega byggðar.
VIÐ NOTUM STÆRRI OG
KRÖFTUGRI GAFFALLYFTARA
EN NORÐMENN
Eins og fyrr segir, sigla bátarnir
beint upp að stöðvunum og óflokkuð-
um saltfiski er landað við stöðvarnar.
Þarna er fiskurinn stundum fl'okkaður
í gæðaflokka og stærðarflokka áður en
honum er staflað á fleka og ekið inn í
kæli, en stúndum staflað óflokkuðum
beint á fleka (jafnvel' í lest skipanna)
og flokkaður seinna eftir vöskun á
fleka. Þetta gekk allt greiðlega fyrir
sig, eða svipað og yrði gert hér heima
undir svipuðum kringumstæðum, nema
hvað við notum stærri fleka og kröft-
ugri gaffall'yft'ara, eins og fyrr segir.
LÍTIÐ UM FÆRIBÖND
í AÐGERÐ OG SÖLTUN
Eins og getið er að framan, er um
V3—V\ af hráefni stöðvanna fengið
með því að kaupa ferskan fisk úr bát-
um og salta í stöðvunum sjálfum. Með
aukinni þurrkun í N-Noregi má búast
við, að þessi þáttur eigi eftir að hafa
meiri þýðingu í Álasundi.
Þegar við vorum í Romsdals var ein-
mitt' verið að gera að og sal’ta ísaðan
ufsa, sem borist hafði um morguninn í
stöðina. Ufsanum var landað úr bátn-
um í litl'um löndunarmálum í 800-1000
1 plastkassa fyrir framan stöðina. Köss-
unum var ekið inn í aðgerðarsal stöðv-
arinnar með lítilli rafgeymagaffallyftu
Aðgerðarvélarnar stóðu á miðju gólfi
í salnum. Voru þetta hausunarvél
(ekki Baader), flatningsvél og Skeide-
þvottavél (hristivöskun). Engin færi-
bönd voru í kerfinu að undanskildu
framlengdu hryggjafæribandi frá flatn
ingsvél. Aðgerðin fór þannig fram, að
fiskur var tíndur upp úr körum á borð
hjá hausunarvél. Úr vélinni rann fisk-
urinn á eitt stórt slægingarborð, en
hausarnir duttú á gólfið (eða í börur).
Af slægingarborðinu var slori og lifur
safnað í trog og bala, en hrognum i
grófa trékassa og þeim handstaflað
upp. Slægða fiskinum var ýtt að flatn-
ingsvél og úr henni féll fiskurinn ofan
í ”Skeide”-þvottavél. Hrygg'ir úr vél-
inni söfnuðust í stóra hrúgu á mit't
gólfið.
F A X I — 47