Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1974, Blaðsíða 4

Faxi - 01.09.1974, Blaðsíða 4
Útgefandi: Mólfundafélagið Faxi, Keflavík Ritstjóri og ofgrciðslumoður: Magnús Gíslason Blaðstjórn: Gunnar Sveinsson, Jón Tómasson, Margeir Jónsson Auglýsingastjóri: Agúst Matthiasson Setning og prentun: GRAGAS sf. Erfiðir tímar Eftir þjóðhótíðar- og kosningasumarið erum við aftur komnir ó kreik með blaðið og höfum í hyggju að halda ófram af fullum krafti í vetur, nema eitt- hvað óvænt hendi. Hins vegar biðjum við okkar trygga lesendahóp velvirð- ingar ó því, hvað útkoma blaðsins hefur verið slitrótt að undanförnu, en fyrir því eru ýmsar óviðróðanlegar óstæður. Ber þar fyrst að nefna langvarandi verkfall prentara, sem stöðvaði alla blo.ða- og bókaútgófu um margra vikna skeið, eins og landsmenn urðu víst óþreifanlega varir við. Síðan koma tvennar kosningar, með stuttu millibili og fylgdi nú sem endranær mikið flóð blaða, þar sem flokkarnir voru að koma stefnumólum sínum ó framfæri — og það olli mikilli vinnu í prent- smiðjunum, svo erfitt var að komast að með önnur verkefni. Og öll þessi kosningablöð sækjast mjög eftir auglýsingum, sem eru fjór- hagslegur grundvöllur allra blaða — Faxi meðtalinn — og svo virðist, sem auglýsendur séu undir slíkum kringumstæðum örlótari við þó, sem þjóna stjórnmólabaróttunni, en hina sem reyna að sinna menningunni eingöngu. Af þeim sökum urðum við undir í baróttunni um lifibrauðið og móttum halda að okkur höndunum, unz kosningahríðinni slotaði, í þeirri von, að heiðríkjan blasi við, að minnstc kosti næstu fjögur órin. Þó ættum við að vera ó grænni grein. Úr þvottavélinni féll ufsinn ofan í þungar tréhjólbörur, sem ein kona ók inn í kæl'igeymslu (20-30 m), þar sem ufsinn var saltaður í 2 m háar stæður. Söltninni var, samkvæmt okkar mati, mjög ábótavant', þ.e. um helmingi minna salt notað þarna en við stafla- söltun hér heima. Eins töldum við fisk- inn, sem kom úr vöskunarvélinni, mjög óóhreinan. Þó þarna vanti snyrtiborð við enda flat'ningsvélar, má vera að það komi ekki verulega að sök, þar sem fiskurinn er seinna snyrtur í vösk- un fyrir þurrk. Hvað snerti hryggi og hausa, þá var þeim ekið í börum út á bryggjupallinn fyrir utan og sturtað þar í bing. MARGT GÆTI BETUR FARIÐ — OG AF ÝMSU MÁTTI LÍKA LÆRA Þarna var margt, sem betur mátti fara að okkar áliti. T.d. hefði verið auðvelt að láta hausa og hryggi falla ofan í löndunarkassana (svipaðir og okkar pækilkassar), en lifur og slor ofan í m'inni sérsmiðaða kassa fyrir gaffallyftu en gotuna í þrifalega plast- bakka. Væri fenginn snúningshaus á gaffallyftarann (eða ný keypt með slíkum útbúnaði) yrði auðvelt að losa úr kössunum, þar sem þörf er á. Eins mátti flytja flatta fiskinn í stærri ein- ingum með aðstoð gaffallyftara inn í söltunarsal í stað þungra hjólbara. Eins hefði mátt losa ferska fiskinn úr lönd- unarkössunum ofan í aflíðandi trekt að hausunarvélinni (með snúningshaus á lyftu), í st'að þess að tína hvern fisk upp úr kössunum. Þetta allt hefði gert aðgerðina mun léttari og þrifalegri. Hvað snertir söltunina, voru þarna notaðar þrjár söltunaraðferðir. í fyrsta lagi var fiskurinn staflasaltaður í háar stæður með frekar litlu salti. í stæð- unum lá fiskurinn óhreyfður í nokkrar vikur, eða þar til hann var tekinn til vöskunar fyrir þurrkun. í öðru lagi var fiskur salt'aður í afþiljuðu svæði við útveggi. Hvert svæði er nokkra tugi fermetra að stærð (allt að 50 ferm.), og flýtur fiskurinn þar í eigin pækli, þar til hann er tekinn t'il vöskunar nokkrum vikum seinna. I þriðja lagi er fiskur saltaður í pækilkassa svipaða og hér heima, en lát'inn liggja í pæklinum minnst 8 daga upp í nokkrar vikur, þar til hann er tekinn til' vöskunar. Allar þessar aðferðir eru mjög vinnu sparandi en fullvíst má telja, að þær tryggi ekki gæði saltfisksins, þótt hann sé þurrkaður seinna. Vaknar því sú spurning, hvort' okkar pækilsöltun myndi ekki vera heppilegri þótt vinnu- fekari sé, til að ná betra máti og ef t'il vill betri endanlegri nýtingu. VÖSKUN. — KONUR HIMNUDRAGA MEÐ ULLARVETTLINGUM. KARLMENN SNYRTA OG SKERA ÚR Ekki var verið að vsaka í neinni stöð, sem við heimsóttum, en við sáum hvernig fyrirkomulagið var hjá Roms- dal's og fengum nánari lýsingu á því hjá verkstjóranum. í byrjun er fiskurinn lagður í bleyti (sjó) 2-3 klst. í plastkörum — sömu og notuð eru undir ferska fisk'inn og und- ir pækilsöltun. Eftir þennan tíma er fiski fleygt úr því upp í upphækkaða vöskunarvél (Skeide), sem fl'ytUr fisk- inn upp á stórt borð, ca. 2x2% m. A hliðum er 6-7 cm brún (ekki þar sem vöskunarvélin er). Vatn er látið ‘renna stöðugt á borðið, þannig að fiskur er þar hálfgert á floti. Við borðið standa konur með ullar- vettlinga og nudda svörtu himnuna af fiskinum. Himnan flýtur fram af borð- inu (brúnlausu hliðina). Konurnar fleygja himnudregnu fiskunum á bekk fyrir aftan sig, en þar eru menn, sem snyrta og skera úr fiskinum og salt'a á bretti. Notað er mikið af frekar fín- kornuðu nániusalti, sem gerir fiskinn hvítan, þót't hann hafi ver'ið all gulur eftir útvötnunina. Aðalkostur þessa vöskunarkerfis virðist vera sá, að margt fólk getur unnið þarna saman. Aftur á móti fannst verkendunum í hópnum okkar, að þetta væri ekki betra en okkar vöskunarfyrirkomulag heima með burstavél og körum — helzta bótin væri fól'gin í útvötnun í kerjum undan vöskun ásamt rækilegri söltun með fínu jarðsalti á eftir. Þó mætti reyna þetta hérna. í annarri stöð Jens Grytten A/S not- uðu þeir enga vöskunarvél, heldur ein- göngu fólk með bursta, ullarvettlinga og hnífa — þeir útvötnuðu fiskinn fyrir vöskun og virðist þetta vera al- mennt gert þarna. Einkennandi í stöðvunum var, að oft var fiskurinn þurrkaður lítið staðinn, jafnvel blautur. 48 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.