Faxi - 01.09.1974, Side 9
Á myndinni hér fyrir ofan má greina frá hægri Indriða Indriðason
frá Fjalli, Kjartan Olafsson og Jón Tómasson, sem flestir Suður-
nesjamenn þekkja, Gunnar Þorláksson, Kristin Árnason, fyrrum
skipstjóra,, Sólveigu Bjök Granz og mann hennar, Ásgeir Kjart-
ansson. Á svip þeirra má vel greina, að ú,r mörgu gcðu er að velja.
Til vinstri: Jón Eiríksson hefur lengi starfað undir merki Regl-
unnar, ræðir við frú Auði Tryggvadóttur
bei’tir sér að því að bæta mannfélagið,
bæta þjóðfélagið, og ætla ég ekki hér
að fara nánar út í það, enda yrði það
of langt mál um að tala og ákaflega
merkilegt. Ég vil aðeins geta þess, að
það er eins og margir vita, minnsta
kosti þeir, sem eru komnir til ára, að
það hefur gengið hér yfir ákaflega mik
il efnishyggjuöld undanfarið, mönnum
hefur hæt't við að miða al'lt við pen-
inga, og allt fyrir peninga fengizt, en
mér sýnist ýmislegt í þjóðfélaginu
núna ótvírætt benda til þess, að
það sé að vaxa hér upp kynslóð,
sem leggur nokkuð annað mat á hlut-
ina, metur ekki allt sem keypt eða
selt verður fyri'r peninga, metur líka
það sem eykur manngildi, þroska og
félagsstörf. Og Reglan á ákaflega mik-
ið undir því, að sá hugsunarháttur
vaxi og eflist.
Undan því er kvartað víða á land-
inu, að það séu fáir sem sinna Reglu-
starfinu, færri en hér. Þetta er ekki
gott, vegna þess að þetta er starf,
starfinu ríður á að sem allra flestir
hjálpi því, en því má við bæta, að
menn hér hafa þrjóskast við og haldið
áfram starfinu þó menn hafi ekki allt-
af verið margir. Það er þetta sem hef-
ur verið gert á mörgum stöðum, og
það er þetta sem er lífsnauðsyn. Ég
skal segja ykkur það, og fullyrði það,
að því færri sem þeir menn eru, sem
sinna bindindisstarfi og bindindissam-
tökum, því nauðsynlegra er það, að
þessir menn standi fastir í sínum fé-
lagsskap, fastir við þá lífsskoðun, að
öll áfengisneyzla sé óholl og óheppileg,
því að þetta er lífsskoðun, þetta er sá
skilningur á lífinu, að hér sé um að
ræða atriði, sem geti verið hættulegt
einstaklingnum og þá um leið félags-
heildinni. Og þetta er einmitt það sem
er, og ég skal taka undir það, að þeir
menn sem sinna bindindismálum í
landinu eru færri en þeir þyrftu að
vera. Hins vegar veit ég, og er sann-
færður um, að þeir eru fleiri heldur en
mann stundum grunar, það eru miklu
fleiri bindindismenn í landinu heldur
en eru í félagsskap, en það er sterkara
og virkar betur, að menn séu í félags-
skap um þau efni. Og einmitt því
færri sem þessir menn eru miðað við
allan fjöldann, því nauðsynlegra er að
hver þeirra geri sér grein fyrir því,
hvers vegna þeir eru bindindismenn.
Að þeir eru það sjálfum sér til heilla
og einnig öllum sem þeir umgangast.
Vegna þess að það er staðreynd, að
öflugasta kenningin, öflugasta aðferðin
til þess að boða bindindi er það, að
vera sjálfur bindindismaður, bæði í
orði og verki, hvar sem maður kemur.
Um það má nefna mörg dæmi, og
þetta þarf hver einstaklingur, sem
gengið hefur í bindindissamtök, að
gera sér ljóst. Það er miklu meira
komið undir honum en hann skyldi
stundum halda, heldur en hann freistar
stundum að ímynda sér. Og þó er
meira í það varið, þegar einstakling-
arnir bindast samtökum eins og þeir
hafa gert í Reglunni.
Ég vona að starf þeirra, sem leggja
Reglunni lið, megi blómgast, að þeir
megi ávallt þrjóskast við í starfinu, í
baráttunni fyrir því sem horfir þjóð-
félaginu til heilla, og hver einstakling-
ur sem í stúku gengur skilji það, að
það er manndómsmerki og vottur um
þroska, að hann standi fast við bind-
indi og vinni að því sem honum endist
orka til. Samtök Reglunnar í heild er
undir því komin, að hinar einstöku
s'túkur í landinu þrífist og blómgist.
Þegar borin er fram heillaósk til
einstaklinga hér suður frá og til stúkn-
anna, þá er í raun og veru verið að
óska íslenzku þjóðinni til hamingju,
vegna þess, að eitthvert stærsta atriði
fyrir íslenzku þjóðina er það, að hún
læri að vera bindindissöm, og bindind-
issöm reyndar í fleirum málum en
áfengismálum einum.”
L
F A X I — 53