Faxi - 01.09.1974, Síða 10
f
Júlíus Rósant Guðlaugsson
Fæddur 27. júlí 1902. — Dáinn 7. desember 1973.
Einhverju sinni í skóla var mér gert
að skrifa persónulýsingu. Valdi ég þá
hann afa minn sem viðfangsefni. Mér
fannst þá, og finnst' enn, hann hafa
verið einn margbreytilegasti og jafn-
framt skemmtilegasti maður, er ég hef
þekkt um æfina, og var þá valið ekki
út í bláinn.
Það er margs að minnas't frá upp-
vaxtarárum mínum á Grund. f þá daga
st'undaði afi minn smíðar á kvöldin
eftir að vinnudeg'i hans á Keflavíkur-
fl'ugvelli lauk. Hann hafði lítið verk-
stæði þar heima og smíðaði innan-
stokksmuni, einkum eldhúsinnrétting-
ar, fyrir marga, er til hans leituðu.
Þessi kvöld voru dýrðartímar í augum
lítils drengs. Ég smíðaði mér þá alls
konar l'eikföng undir handleiðslu afa,
sem kunni ráð við öllum vandamálum
og benti mér á margt', sem betur mátti
fara. Hann lagði alltaf áherzlu á að
framkvæma verkið á réttan hátt.
„Gott verksvit er gulls ígildi”, gætu
þar verið einkunnarorð hans.
Afi var maður félagslyndur mjög.
Vinnufélagar hans sem og aðrir kunn-
ingjar og vinir voru honum mikils
virði. Oft á kvöldin sagði hann okkur
ömmu frá viðburðum dagsins, hverja
hann hefði hitt, hvað þeir höfðu sagt
og gert o.s.frv. Það var greinilegt á
honum, að sá var beztur dagurinn, er
hann hafði flesta tekið tali. Afi hafði
gaman af léttum glettum og hló mikið,
ef vel tókst' til að eigin dómi. í félaga-
hópi var hann hrókur alls fagnaðar.
Hann sagði vel frá og hafði af nógu
efni að taka. Mér þótti alltaf gaman að
fá gesti í heimsókn á Grund, því þá
vissi ég að afi mundi segja frá ein-
hverju skemmtilegu. Þá sat ég í eld-
húsinu hjá þeim og hlustaði hugfang-
'inn á.
Er ég el'tist átti ég oft sjálfur langar
samræður við afa um allt og ekkert.
Við höfðum eðlilega mismunandi við-
horf til margra hluta, en höfðum báð-
'ir gaman af að rökræða ágreinings-
málin. Það þótti mér alltaf eftirtekt'ar-
vert, hversu vel afi setti fram sín
viðhorf, bæði málfarslega og rökfræði-
lega. í umræðum slíkum sem þessum,
kom fram lífsspeki og umfram allt iífs-
skilningur, sem fáir eru gæddir. Hann
var alltaf sjálfum sér samkvæmur og
lifði eftir eigin kenningum og reyndi
hvorki að blekkja sjálfan sig né aðra.
Hræsrii prjál’ og glys voru honum við-
urst'yggð. Hann kom ætíð til dyranna
eins og hann var klæddur, hver sem á
þær knúði.
Afi var fæddur og uppalinn í Garð-
inum og bjó þar alla sína tíð. Garður-
inn var hans ríki, því Þingholt, þar
sem hann ólst upp hjá afa sínum og
ömmu, stóð ekki langt frá Grund.
Þarna var afi í essinu sínu. Hann
þekkti hvern stein og hverja vík og
kunni kynstur sagna tengdar sjósókn,
skipssköðum, stríðinu, hernáminu og
ótal' öðrum at'vikum, er höfðu áhr'if á
líf fólks í Garðinum.
Sjaldan hefur Garðurinn verið róm-
aður fyrir náttúrufegurð. En oft á
síðkvöldum í góðu veðri á sumrum,
sat afi við eldhúsgluggann og dáðist að
því, er fæstir sáu eða þótti nokkurs um
vert. Fjallahringurinn, sjórinn máv-
arnir, skipin, er sigl'du hjá, Jökullinn,
baðaður kvöldsólinni, sólarlagið og sól'-
arupprisan, voru allt st'erkir þættir í
mynd hans af byggðarlaginu, sem
gerðu þá mynd litríkari og þannig
hann sjál'fan, sem var samgróinn öllu
þessu, — auðugri.
Afi vildi alltaf hafa líf og fjör í
kringum sig. Strákar í knattspyrnu á
Skaganum, sjómenn við aðgerð, eða
börn að leik, voru fyrir honum at-
hyglisverðir viðburðir. Hann gerði sér
iðulega ferðir til þess að fyl'gjast með
gangi mála. Kom sér þá vel að hafa
bifreið við hendina, og er það fullvíst
að sá fararskjóti veit'ti honum margar
ánægjustundir, þau hin síðari árin, er
fætur hans tóku að gefa sig.
Þessi fátæklegu orð, sem hér hafa
verið rituð, ná skammt til að lýsa sam-
skiptum okkar afa og þeirri virðingu
og þakklæti, er ég til hans ber. En það
var heldur ekki markmiðið að gera
grein fyrir því í smáat'riðum, enda
vart mögulegt. Tilgangurinn var aðeins
sá, að minnast á yfirlætislausan hátt
þess manns, er mér hefur fl'est gott
gert og bezt viljað. Mun ég það ávallt
mikils meta.
Róbert Magnússon
Ökumenn,
bifreiðaeigendur
Látið okkur gera
við hjólbarðana
Vanir menn
Fljót afgreiðsla
Hjólbarðaverkstœði
ísleifs Sigurðssonar
54 _ F A X I