Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1980, Side 8

Faxi - 01.01.1980, Side 8
Jóhantt G. Ellerup, lyfsali. - Minning Norðurlöndum, og fórst þau störf sem önnur með prýði. Hann var í Frímúrarareglunni, gekk í Rotaryklúbb Keflavíkur 1955, var forseti klúbbsins 1965-66. Hann var leiðandi maður og leysti þar störf af hendi svo vel sem best varð á kosið. Jóhann var heiðraður með því að gera hann heiðursfé- laga þeirra samtaka. Jóhann var glæsimenni að vallarsýn, hógvær, ákaflega kurteis og prúður í allri fram- komu. Hvert vandamál leysti hann með festu, sanngirni og lipurð. Margir munu hafa til hans leitað er voru í vanda staddir. Sumum leiðbeindi hann með hollum ráðum en studdi aðra. Ég er einn þeirra er þurfti til hans að leita vegna vinar míns, og gleymi ég ei hve fljótt og með ljúfu geði hann leysti þann vanda. Það var eitthvað í persónuleika og framkomu Jó- hanns Ellerup sem ósjálfrátt laðaði menn að honum. Hógværð hans og prúðmennska var svo traustvekjandi. Eftir fjörutíu og tveggja ára ástúðlega sambúð með sinni glæsilegu konu, dró sorgarský fyrir hamingjusól Jóhanns. Astri andaðist í marz 1974, eftir langvarandi veikindi. Það var mikið áfall fyrir þennan heima- kæra rólynda mann. Eftir þetta bjó hann einn í húsi sínu. Fjórum árum síðar hætti hann störfum. Þá setti hann oft sinn svip á Keflavíkurbæ er hann morgunn hvern hóf göngu sína um götur bæjarins. Beinn og höfðinglegur með jöfnum ákveðnum skrefum sér til heilsu bótar, svo lengi sem orkan leyfði, því þá hafði hann tekið þann sjúkdóm er leiddi hann til dauða tveim árum síðar. Þótt Jóhann Ellerup sé horf- inn okkur yfir á svið ljóss og lífs, fylgja honum kærleiksríkir yl- geislar Rotaryfélaga hans og annarra samferðarmanna. Þess sálræna yls hefur hann unnið sér með hógværð, rétt- lætiskennd og mildi sem sannur drengskaparmaður. Ég votta börnum hans og öðrum ástvinum innilega samúð. Karvel Ögmundssor. Kaupfélag Suðurnesja ÚTGERÐARMENN LÍNUBELGIR OG BAUJUBELGIR BAMBUS OG BAUJULUKTIR ÁBÓT OG LÍNUSTEINAR FÆRAEFNI OG BRYGGJUBÖND DRÁTTARTÓG BJARGBELTI OG BJARGHRINGIR SKIPARAGETTUR OG HANDBLYS FALLHLÍFARBLYS HAKAR OG FISKIGOGGAR FLATNINGSHNÍFAR, STÁLBRÝNI Járn & Skip, Víkurbraut Símar 2616 - 1505 r Ibúar Vatnsleysustrandarhrepps Fasteignagjöld 1980 Gjalddagi fyrri hluta fasteignagjalda er 15. jan. Dráttarvextir 4Vi% falla á þessa greiðslu hafí hún ekki verið innt af hendi 15. febrúar. Gjalddagi síðari hluta er 15. marz. Dráttarvextir á þá greiðslu reiknast 15. maí. Greiðið á gjalddögum. Forðist dráttarvexti og annan innheimtukostnað. Sveitarstjórí GRINDAVÍK Fasteignagjöld Gjalddagar fasteignagjalda 1980 eru 15.janúar og 15. maí. Greiðslurverðuraðinnaafhendi eigi síðar en mánuði frá gjalddaga. Greiðið á gjalddögum og forðist dráttarvexti og annan innheimtukostnað. Bæjarsjóður - Innheimta Fxddur 8. janúar 1904. Dáinn 23. janúar 1980. Oll lútum við því lögmáli að berast með elfu tímans frá vöggu til grafar. Sumra leið er löng, annarra stutt, en allra lokatakmark eru landamerki lífs og dauða. Þar sem við vænt- um hins æðra og fullkomnara framhaldslífs. í dag kveðjum við einn af okkar bestu samferðarmönn- um, Jóhann G. Ellerup, lyfsala í Keflavik. Hann var fæddur í Gern á Jótlandi, 8. janúar 1904. Fluttist til íslands 1929, að loknu námi í lyfjafræði. Hann vann fyrst í lyfjabúðinni Iðunni, en fékk lyfsöluleyfi á Seyðisfirði 1932 og rak þar lyfjabúð ásamt efnagerð til ársins 1950, er hann fluttist til Keflavíkur eftir að hafa fengið lyfsöluleyfi hér. Hann rak hér lyfjabúð frá 1950 til 1978, er hann seldi lyfjabúð- ina ásamt öðrum eignum. Árið 1932 kvæntist hann Astri Forberg. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn: Olav, sem starfar hjá Loft- leiðum í New York, giftur Önnu Lárusdóttur. Fróði, vélvirki hjá norsku fyrirtæki í New York, giftur Jó- hönnu Sigurjónsdóttur. Gísli, kennari á Seltjarnar- nesi, giftur Sigrúnu Reynars- dóttur. Lisbet, búsett í Hafnarfirði. Þau Astri og Jóhann nutu al- mennrar virðingar í okkar byggðarlögum, bæði starfsfólks og viðskiptavina. Jóhann starfaði um áratugi í heilbrigðisnefnd Keflavíkur. Hann skipulagði vinabæjamót milli Keflavíkur og vinabæja á Faxi - 8

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.