Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1980, Blaðsíða 18

Faxi - 01.01.1980, Blaðsíða 18
Síöasta heilastarfsár Fiskiöjunnar hf., 1978, greiddi hún langsamlega hæstu meöallaun yfir allt landiö, kr. 6.7 milljónir. Hér er mynd af 5 starfsmönnum Fiskiöjunnar sem óttuöust að tapa góðri vinnu ef færi sem horföi um endan- lega stöövun verksmiöjunnar. Þeir eru: Guöjón Jónsson, (sleifur Björnsson, Stefán Torfason, Guömundur Hólmgeirsson og Þórarinn Haraldsson. starfa. Við munum flytja skrif- stofu fyrirtækisins til Keflavík- ur strax og nauðsynlegum und- irbúningi er lokið, svo sem að fá húsnæði og starfskrafta. Eg lít þannig á að á eins stórum út- gerðarstað og hér er, sé lífsnauð- synlegt að rekinn sé góð fiski- mjölsverksmiðja, og ég held að flestir hafi gert sér það ljóst. Einnig held ég að mönnum sé að verða það sífellt ljósara, að dýr- asta aðgerð til að losna við mengun er hlýst af reyk og lykt er að loka verksmiðjunum, og þetta á ekki aðeins við hér, heldur hvar sem er á landinu. Þróunin á þessu sviði er mjög ör og ég vona það besta í góðu samstarfi við alla aðila. Faxi býður Hilmar velkom- inn til starfa hér á Suðurnesjum og vonar að störf hans gangi vel og giftusamlega. Einnig vonum við að verksmiðjunni verði ekki lokað aftur í bráð, þó svo lyktin verði nokkuð meiri en af venju- legri soðningu, því við búum nú einu sinni í fiskiplássi. Gunnar Sveinsson InnRömmun SuBunnesjn Vatnsnesvegi 12 Keflavík - Sími 3598 Alhliða innrömmun Opið 1-6 virka daga Mikið úrval af HOLLENSKUM MYNDARÖMMUM, HRINGLAGA OG SPORÖSKJU- LAGA RÖMMUM. Vönduð vara. Einnig mikið úrval af KERTUM. Munið hinar vinsælu ROSENTHAL-gjafavöru. « Skemmtikraftar af Suðurnesjum (Hollur er heimafenginn baggi) í hæfileikakeppni skemmti- krafta sem Hótel Saga og Dag- blaðið stóðu fyrir sl. vor og fram fór á Hótel Sögu, komu tvær grindvískar frúr fram í sviðsljós- ið, eins og Faxi sagði frá á sínum tíma. Þær eru Evelyn Adólfs- dóttir og Kolbrún Sveinbjörns- dóttir. Þegar Sögu- og Dagblaðs- keppnin kom til, höfðu þær nokkrum sinnum komið fram með skemmtiatriði á skemmti- kvöldum heima í Grindavík og þótti takast vel. Það var því lagt að þeim að reyna getu sína í um- ræddri keppni. Þátttakendur urðu alls 36. Þær komust í úr- slitakeppnina og höfnuðu að lokum í 2. sæti. Síðan hafa þær haft mikið að gera í skemmtana- iðnaðinum. Þær hafa margoft komið fram í Festi og Stapa, einnig í Vogum, Garði, Hafnar- firði, Reykjavík og víðar, m.a. hafa þær skemmt í Aratungu austur í Arnessýslu. Alls staðar hefur verið gerður góður rómur að skemmtiatriðum þeirra. Þær syngja gamanvísur, flytja gamanmál og jafnvel eftirherm- ur. Þær hafa báðar góðar raddir til slíks efnisflutnings og undir- leik annast Kolbrún á harmo- nikku. Textahöfundar að efni sem þær flytja eru Birgir Marin- ósson frá Engihlíð í Arskógs- hreppi, Skarphéðinn Jónsson, maður Evelynar, Guðveig Sig- urðardóttir og gamantexti eftir Lúðvík Jóelsson, öll úr Grindavík. Evelyn syngur og Kolbrún spilar á harmonikkuna. Ljósm : Ester Gísiadóttir Unga fólkið í Grindavík lxtur heldur ekki eftir sinn hlut í þessum efn- um. Kornung stúlka, Inga Björk Runólfsdóttir, er farin að leika á píanó á skemmtunum við góðar undirtektir. Hún er nú 14 ára og hefur stundað píanónám frá 7 ára aldri í Tónlistarskóla Grinda- víkur, hjá Eyjólfi Ólafssyni, skólastjóra Tónlistarskólans. J.T. Faxi - 18

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.