Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1980, Blaðsíða 20

Faxi - 01.01.1980, Blaðsíða 20
Snjall skákmaður Fyrir tæpu ári varð Björgvin Jónsson, Hlíðarvegi 19 í Njarð- vík, sigurvegari í skákmóti Tafl- félags Keflavíkur og hlaut titil- inn Skákmeistari Keflavíkur. Þetta vakti töluverða athygli áhugamanna um skák, einkum vegna þess að Björgvin var þá að- eins 14 ára, fæddur 17/3 1964. Síðan hefur hann bætt við hróður sinn í skáklistinni, vann allar skákirnar er hann tefldi á heims- meistaramóti unglinga innan 16 ára, sem fram fór í Viborg í Dan- mörku sl. haust. Slíkum árangri náði enginn annar hinna 80 þátt- takenda í mótinu, - afrek sem Faxa langaði að fá á síður sínar og nánar kemur fram í örstuttu samtali við Björgvin. Þú ert fæddur Reykvíkingur. Hvenær fluttir þú hingað suður í Njarðvík? - Já, ég er fæddur í Reykja- vík en flutti hingað 1976 með foreldrum mínum. Þá varstu orðinn grimmur skákmaður? - Ekki er nú hægt að segja það. En ég var þó byrjaður í skákinni. Hvenær byrjaðir þú að tefla? - Eg geri mér varla fyllilega grein fyrir því. I minningunni eru ekki glögg skil milli leiks með taflmenn og skipulegrar skákiðkunar. Sennilega var það þó áður en ég varð læs. Fjöl- skyldan var með skákáhuga. Taflmenn stóðu jafnan á skák- borðinu hjá afa og vöktu strax áhuga minn þegar ég kom til hans. Einnig teflir pabbi tölu- vert. Hvenær tókst þú svo fyrst þátt i skákmóti? - Ég var 10 ára þegar ég tefldi fyrst á unglingamóti hjá Taflfélagi Reykjavíkur, en þeir eru með 3-4 slík mót á hverjum vetri, sem gefa nafnbætur í sig- urlaun, auk margra æfinga- móta. Þú hefur haldið áfram þátt- töku í mótum eftir að þú komst suður? - Já, ég byrjaði á því að fara í unglingamót hér. Fyrsta full- orðinsmótið sem ég tók þátt í var Haustmót Taflfélags Kefla- víkur, þegar ég var 13 ára. Þátt- Þegar Björgvin var 10 ára tók hann þátt í sterku útimóti, sem fram fór á Lækj- artorgi í Reykjavík. Þá var þessi mynd tekin. takendur voru 9. Ég fékk 5 vinn- inga af 8 mögulegum og varð þriðji. Haukur Bergmann vann mótið. Eftir áramót sama vetur tefldi ég úrslitaskák við Gísla Sigurkarlsson í Suðurnesjamót- inu og tapaði, en það þýddi að ég hafnaði í 3. sæti. Hvað bar næst til tíðinda? - Á Haustmóti Taflfélags Keflavíkur 1978 varð ég ásamt Pálmari Breiðfjörð í 2.-3. sæti, og enn sigraði Haukur. Þar næst kom Skákmót Keflavíkur í febr- úar í fyrra, sem ég vann með 6 af 7 mögulegum. En á Suðurnesja- mótinu sem þar kom í kjölfarið fékk ég einnig 6 af 7 mögulegum og hreppti annað sætið. Haukur Bergmann varð í 1. sæti. Á sama tíma tók ég einnig þátt í Skák- þingi Taflfélags Reykjavíkur, í næst sterkasta riðli, og náði þar 5. sæti en þátttakendur voru 12. I apríl sl. tefldi ég svo í áskorendaflokki áSkákþingi Is- lands. Frammistaða mín á Suðurnesjasvæðinu gaf mér rétt til þeirrar þátttöku. Þar varð ég í 4.-5. sæti af 12 þátttakendum. Það var ágæt útkoma. Var svo Norðurlandamótið næst? - Já, það fór fram í Svíþjóð í júíi-ágúst sl. sumar. Á það mót fóru 16 íslendingar, þar af 3 héðan að sunnan , auk mín þeir Haukur Bergmann og Sigurður H. Jónsson. Mótið vann Svíinn Cristian Niklason, en Jón L. Árnason varð í öðru sæti. En hvernig gekk ykkur sunnan- mönnum? - Ja, svona. Þátttakendur í meistaraflokki voru með litlum undantekningum afar jafnir. Ég fékk Vh vinning, en þeir Haukur og Sigurður 3 vinninga hvor. En það sem vakið hefur sér- staka athygli á þér sem skák- manni, er frammistaða þín í Heimsmeistaramóti unglinga 16 ára og yngri, sem fram fór í Dan- mörku í haust. Hvað getur þú sagt okkur frá því móti? - Þetta var sveitakeppni. Við höfnuðum í 4. sæti af 16 þátt- tökusveitum, og var það heldur lakara en við höfðum vænst. Hins vegar gekk mér vel. Ég tefldi 3 skákir, sem fyrsti vara- maður íslensku sveitarinnar, og vann þær allar. Ég heyrði sagt, að af 80 þátt- takendum í mótinu hefðir þú verið sá eini sem varst með 100% vinningshlutfall - var það rétt? - Já, ég held að það sé rétt. Ég tefldi við pilta frá Belgíu, Finnlandi og Vestur-Þýska- landi. Annars unnu Englend- ingar mótið. Hvernig líkaði þér að tefla þarna? - Það var teflt í skólahúsi við frekar lélegar aðstæður. Aðsókn áhorfenda var allgóð - m.a. komu þangað nokkrir Islend- ingar. Hefur þú farið í fleiri skák- ferðir til útlanda? - Um áramótin 1978-79 komu hingað drengir úr Skák- klúbb New York borgar og tefldu við íslenska drengi. Þessi heimsókn var endurgoldin með því að við fórum vestur til þeirra í viku heimsókn og tefldum þrisvar við þá og unnum alltaf. Hvað voruð þið margir sem tókuð þátt í þeirri ferð? - Við vorum um 20 drengir innan við 15 ára og svo nokkrir fullorðnir fararstjórar. Leggurðu hart að þér í mótum? - Ég undirbý mig dálítið, riíja upp byrjanir og skoða at- hyglisverðar skákir. Ég var þó nokkuð spenntu í mótum, en er nú að komast yfir það og tek því með jafnaðargeði sem að höndum ber. Teflir þú mikið? - Það má kannski segja það. Ég reyni að taka þátt í sem flestum mótum - þar fær maður besta þjálfun. Ætlar þú að leggja skák fyrir þig - gera hana að æfistarfl? - Ég efast um það. Til þess þyrfti ég að ná verulegum árangri - nú, en málin skipast á næstu árum. Ég hef ekki enn gert mér grein fyrir hvaða störf henta mér og er því alls óráðinn. Að lokum - hver er uppáhalds skákmaður þinn? - Hann heitir Velimirovic, stórmeistari frá Júgóslavíu. Hann teflir hvasst, en það þykir mér skemmtilegur skákstíll. Nú standa yfir tvö mót, sem Björgvin tekur þátt í, það er Skákþing Reykjavíkur ogSkák- þing Suðurnesja. Það er mikið álag til viðbótar öðrum venju- legum viðfangsefnum unglinga á hans aldri. Suðurnesjamenn og væntanlega allir landsmenn eiga eftir að fylgjast með skák- ferli Björgvins og fagna með honum, þegar vel gengur á skákbrautinni. Faxi - 20

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.