Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1982, Blaðsíða 8

Faxi - 01.02.1982, Blaðsíða 8
Jón Tómasson: Hér fer veí um okkur Segja hjónin Magnús Hafliðason og Anna Guðmundsdóttir sem búa í lítilli tbúð að Grund t Reykjavík. Þau telja sig hafa verið mjög lánsöm að fá þama aðsetur — fá að haída litið viðráðanlegt heimili þrátt fyrir háan aldur. Bæði eru þau hress og kát og Magnús hefur frá mörgu að segja af viðburðaríkri ævi. Magnús Hafliðason frá Hrauni í Grindavík kom snemma við sögu mínaerþessarlínurskrifarog það með nokkuð sérstökum hætti. Það mun hafa verið 26. sept. 1914, að honum var falið að halda á mér í brauðstokki yfir hraun og heiðar frá Grindavík til Keflavíkur. Ég var þá nákvæmlega mánaðargamall og man því ekki glöggt hvernig þessi fyrsta langferð min atvikað- ist. Veit þó nú, að ég var þá að yfirgefa fæðingarstaðinn minn, Járngerðarstaði í Grindavík og flytja til lögheimilis foreldra minna í nýja skólahúsið við Skólaveg í Keflavík. Er ég spurði Magnús löngu síð- ar, hvort ég og burðarkassinn höfðum ekki sígið í á þesari löngu gönguför, svaraði hann: „Onei - ekki held ég það. Gvendur Ólafs- Hafliði Magnússon. son (þekktur Grindvíkingur á fyrri hluta aldarinnar) tók nú stokkinn stundum. Þú varst víst ekki gamall þá”. Báðir voru þeir Magnús og Guðmundur sporléttir og þrek- menn góðir. Fárra marka lífvera og stokkur, sem bakaríis bakkelsi var verndað í þegar farið var í kaupstað, mun því ekki hafa þyngt þá verulega á þesari göngu, en það mun hafa tekið um 5 tíma að ganga þessa leið. Eftir að ég komst til vits og ára átti ég eftir að kynnast Magnúsi og Hraunsfólk- inu nánar að öllu góðu, enda vin- skapur mikill milli fjölskyldnanna á Hrauni og Járngerðarstöðum. í bernsku kom ég þar oft og gisti stundum. Ég fann að mér var tekið ákaflega vel - kannski naut ég þess að ég bar nafn Jóns Hafliða- sonar, einstaks Ijúfmennis og Sigríður Jónsdóttir. gæða drengs er féll fyrir Hvíta- dauðanum 25 ára gamall. Magnús Hafliðason er nú einn lifandi af 8 Hraunssystkinunum. Hann var þeirra yngstur, fæddur 21. nóv. 1891. Átti því níutíu ára afmæli í haust. í 85 ár var heimili hans að Hrauni eða þar til fyrir 5 árum að hann og Anna Guð- mundsdóttir, síðari kona hans, fengu vist að Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Foreldrar hans bjuggu góðu búi með nytjar bæði af landi og úr sjó, en þau voru Hafliði Magnússon ættaður úr Árnes- og Rangárvallasýslum og Sigríður Jónsdóttir, Jónssonar Danni- brogsmanns á Hrauni. Á uppvaxt- arárum Magnúsar var fjölmenni á Hrauni því að auk stórrar fjöl- skyldu og margra hjúa á heimili hans voru þrjár þurrabúðir (tómt- hús) á landi Hrauns. Þær voru Bakki, af sumum nefnt Litla— Hraun, þar sem Hákon Sigurðs- son og Guðmunda Gísladóttir bjuggu. Hrauntún, þar bjuggu Ein- ar póstur Árnason og Katrín Þor- kelsdóttir uns þau fluttu til Kefla- víkur. Sunnuhvoll var hið þriðja og var lengst í byggð en þar bjó Jón Engilbertsson, þúsund þjala smiður, og Gróa Gísladóttir, stór fjölskylda. Nokkru eftir 90 ára af- mælið heimsótti ég Magnús og Önnu að Grund. Þá rifjuðum við upp sitthvað frá löngu liðinni tíð. Fyrstu sjóferðina man hann glöggt. Hann var á 6. ári er faðir hans fór út í þarann með þrjá syni sína. Blæjalogn var og sléttur sjór. Þeir voru með skel i beitu og dró hann 6 fiska áður en beitan þraut. Ekki urðu sjóferðirnar fleiri þaö sumariö en næstu sumur var hann jafnan með á fjögurra manna far- inu, sem var traustur og góður bát- ur. Strax eftir fermingu var hann svo alltaf fullgildur háseti á vertíð- arskipunum um 50 vertíðir. Þeim var róið úr Nesinu framan af ver- tíð, en um sumarmál var farið að landa heima í Hraunsvör ef fært var. Sennilega hefur það verið ein lengsta og erfiðasta sjávarganga sem þekkist a.m.k. hér um slóðir. Þegar við hugsum til þessa mikla álags til viðbótar við erfiðið við ár- ina, undrar mann þá þrautseygju og dugnað, sem búið hefur í þess- Úrvals vinnuskór. VINNUFATABÚÐIN Hafnargötu 61 - Sími 1075 Magnús Hafliðason. um mönnum. Aðspurður sagði Magnús að aldrei hefði heyrst æðruorð eða van|aóknun yfir þessu miklaálagi. Slíkurvartíðar- andinn og löng þjálfun, sem gerðu þetta fært. Það var því mikil fram- för þegar vélar komu í vertíðar- skipin - en Hraunsmenn voru fyrstir austan Þórkötlustaðaness að setja vél í bátinn og síðar kom svo aðstaða til að vera eingöngu á Nesinu. Öll sumur var róið á fjög- urra manna farinu úr heimavör. Stundum var þá Magnús einn á. í einni af slíkum sjóferðum setti hann í 180 punda lúðu. ,,Það tók mig langan tíma að þreyta hana og fá hana upp að borðstokknum, svo að ég gæti sett í hana ífæruna. Lokst tókst mér að ná henni inn í bátinn. Það var gott búsílag,” sagði Magnús. Þá var hann 61 árs. Aldrei kvaðst Magnús hafa komist í hann krappan á sjónum Var að vísu á sjó 24. marz 1916, þá á 26. ári, en þá gerði eitt eftir- minnilegasta fárviðri, sem sögur fara af á þessari öld. Hraunsskipið lenti þann dag farsællega vestur í Staðarhverfi. Þá urðu margir skipstapar og í þeim hrakningum bjargaði skútan Ester frá Reykja- vík 4 skipshöfnun frá Gindavík, en skipin glötuðust öll og nokkur fleiri sem fóru í spón þar sem þau bar að landi vestur með ströndinni en ekki fórust þar menn. Fyrstu ver- tíðirnar sem Magnús réri var Haf- liði faðir hans formaður síðar tók Gísli bróðir hans við formennsku en Magnús tók svo við for- mennsku af honum síðari árin. Þegar hann hætti sjómennsku, á sjötugsaldri fór hann að vinna í Hraðfrystihúsi Grindavíkur og svo í Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða, er það hóf fiskvinnslu, en það var 4 km nær heimili hans. Þar vann hann fram undir það að hann flutti tíl Reykjavíkur. Fyrstu árin á Grund vann hann dálítið að veið- arfærum og leiðist nú að hafa ekk- ert slíkt að bjástra við. „Mér leidd- ist alltaf tímavinna, ” sagði Magnús FAXI - 32

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.