Vísbending


Vísbending - 13.07.2007, Qupperneq 1

Vísbending - 13.07.2007, Qupperneq 1
Í íþróttum er oft talað um vallarmet þegar nýr besti tími næst á ákveðnum íþrótta- velli. Hallarmet er af svipuðum toga þar sem völlurinn er íslenska kauphöllin. Hall- armetin í veltu, hækkunum og verðmæti eru svo mörg og tíð að lýsingarorð eins og „ótrúlegt“, „lygilegt“ og „stórkostlegt“ standa ein eftir til að lýsa sigrunum. Hefð- bundnar mælistikur og tölfræði eiga vart við lengur þar sem tölurnar eru orðnar svo háar að venjulegan mann skortir skilning til að sjá gildin fyrir núllunum. Ef þetta væri langstökk þyrfti sennilega að opna íþrótta- völlinn í annan endann svo að stökkvarinn fengi ekki höfuðhögg. Kauphöllin varð enda hluti af hinni norrænu OMX þar sem völlurinn var einfaldlega ekki nægilega stór. Úrvalsmet Í viku 28 eða þann 10. júlí síðastliðinn fór úrvalsvísitalan yfir 8.700 stig sem segir ef til vill ekki mikið nema þegar hugsað er til þess að þessi sama vísitala var 1.500 stig fyrir fimm árum síðan. Þetta segir kannski heldur ekki alla söguna en markaðsvirði þeirra 35 fyrirtækja sem voru í kauphöllinni (aðallisti og tilboðslisti) fyrir fimm árum 13. júlí 2007 26. tölublað 25. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Ný hallarmet eru sett á næstum hverjum degi á hlutabréfamarkaðinum um þessar mundir. Frændur virðast oft vera frændum verstir og stundum geta illdeilur nágranna leitt heilu samfölgin til glötunar. Einkaaðilar eru betri en opinberir aðilar til þess að reka rafmagnsfyrirtæki samkvæmt rannsóknum. Lánasjóður íslenskra námsmanna er dæmi um dulið styrkjakerfi sem tími er kominn til að breyta. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Nýtt hallarmet! var um 550 milljarðar þegar 27 fyrirtæki Nordic-listans (samsvarar gamla aðallistan- um) hafa samanlagt markaðsvirði um 3.650 milljarða í viku 28. Þetta er hátt í sjöföldun (6,6 földun). Til frekari skemmtunar má nefna að verðmæti fyrirtækja í kauphöllinni var 65% af vergri landsframleiðslu árið 2003 en 317% árið 2007. Þetta eru sviptingar sem verður aðeins lýst með fyrrnefndum lýsingarorðum. Þetta er heldur ekkert venjulegt hallarmet í samanburði við aðrar kauphallir, þetta fer nærri því að vera hallarheimsmet! Það reyndist hins vegar ekki mögulegt að prófa þá tilgátu vegna skorts á tíma og upplýsingum. Spurningin er svo hver framtíðin verður í höllinni, hvort ný hallarmet verði sett á nær hverjum degi eftir sem áður? Grein- ingardeildir bankanna trúa því að me- tin eiga eftir að vera fleiri. Glitnismenn segja að vísitalan eigi eftir að hækka um 12% til viðbótar á árinu, þannig að hún muni hafa hækkað um 45% á öllu árinu. Kaupþingsmenn segja að vísitalan muni fara yfir 9.000 stigin og fara allt að 9.500 stigum, sem er hækkun um 3,5% til 9,2% frá 8.700 stiga markinu. Bankamenn telja því að enn séu góðir tímar framundan. Eitt gott sport Íslendingar hafa yfirleitt vakið eftirtekt erlendis fyrir ákveðið sérkenni á hverjum tíma sem er erfitt að trúa út frá tölfræði- legum forsendum. Fjöldi fegurðardrott- ninga sem sigraði í erlendum keppnum sýndi að þjóðin var lygilega fögur, árangur í handbolta, og jafnvel fótbolta á tímabili, að þjóðin var ótrúlega góð í íþróttum og nú hafa hlutabréfa- og fyrirtækjakaup þjóðarinnar sýnt að þjóðin er stórkostleg í viðskiptum. Á sama tíma fer hins vegar minna fyrir fegurðar- og boltasigrum, þá sérstaklega fótboltasigrum. Stundum virðist eins og þjóðin geti einungis ein- beitt sér að einu í einu, eins og hún væri karlmennskan uppmáluð, en það er nátt- úrulega augljóst að fegurð krefst fullrar einbeitingar. Kannski er það þessi einbeit- ing þjóðarinnar sem gerir henni kleift að framkvæma hið ótrúlega, slá vallar- og hall- armet sem vekja eftirtekt um heim allan! Heimildir: OMX, Seðlabankinn og mbl.is. Í milljörðum íslenskra króna. Heim ild: OMX. Markaðsvirði nokkurra verðmætustu fyrirtækja Íslands í júní 2003 og 2007 V í s b e n d i n g • 2 6 t b l 2 0 0 7 1 V 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 Kaupþing Glitnir Landsbankinn FL Group Straumur-B. Bakkavör Júní 2007

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.