Vísbending


Vísbending - 13.07.2007, Side 2

Vísbending - 13.07.2007, Side 2
2 V í s b e n d i n g • 2 6 t b l 2 0 0 7 Kvikmynd Mel Gibsons, Apocalypto, um Maja-indíána Mið-Ameríku er dæmi um hvernig nágrannar og frændur geta reynst fjandsamlegir. Söguaðstæður eru þær að vald- hafar komust að því að lykillinn að velsæld felst í að gleðja guðina með því að byggja þeim hof og færa þeim mannfórnir. Sagan er kannski ekki kórrétt en boðskapurinn er klassískur. Valdaklíkur Saga Majanna er áhugaverð vegna þess að þeim tókst að byggja upp nokkuð þróað samfélag sem var ekki einungis veiðimanna- samfélag heldur einnig landbúnaðarsamfélag, samfélag sem taldi sennilega um 3 til 14 millj- ónir íbúa um árið 800. Þetta er mikill mann- fjöldi þegar um 25 milljónir íbúa bjuggu í Evrópu á sama tíma. Ef Majar, sem bjuggu á landsvæði á stærð við Ísland, hefðu verið í Evrópu hefðu þeir verið ein fjölmennasta þjóð álfunnar á þessum tíma. Þegar Spánverj- ar komu til Mið-Ameríku árið 1524 voru hins vegar einungis 30 þúsund Majar eftir. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist en þurrkatímabil lék stórt hlutverk í að skapa vandamál fyrir indíánana og upp- skerubrestir hafa skapað fæðuskort. Upp- bygging samfélagsins hefur þó gert illt verra en samfélag Maja byggðist á klíkum og litlir ættbálkar með um 25–50 þúsund manns að jafnaði byggðu sér þorp. Rétt eins og oft í klíkusamfélögum geisuðu stöðugar erjur á milli ættbálkanna en þegar harðna fór í ári urðu deilurnar blóðugri. Í stað þess að reyna að leysa vandamálin sam- an var nágrönnunum kennt um ófarirn- ar, þeim slátrað og matarbyrgðum þeirra hnuplað. Gamlar hellamyndir eru til sem sýna senuna úr Apocalypto þar sem verið er að hálshöggva fólk á altari guðanna, svo að höfuðin rúlla niður eins og boltar. Rétt eins og í tilviki allmargra höfðingja í heimssög- unni voru fórnir til guðanna oft yfirskin fyrir græðgi elítunnar sem hugsar yfirleitt meira um skammtímasigra og völd en langtímavandamál. Í harðæri virðist allt- af hægt að finna guðdómlegan boðskap eða ástæðu til þess að biðla til guðana ef ekki finnast aðrir sökudólgar. Orsök ófaranna má aldrei rekja til höfðingj- anna sjálfra. Vísindamenn halda því fram að þurrkatímabilin geti ekki hafa verið langvinn á þessum tíma og þess vegna hefði örlítil fyrirhyggja getað dregið veru- legu úr óförum harðærisins. Þrátt fyrir harðærið var hins vegar enn tími til að byggja Frændur eru frændum verstir enn fleiri minnisvarða um mikilfengi höfðingjanna þar sem þeir þurftu enn sem fyrr að keppa um hver þeirra var glæsileg- astur. Blóðugt stríð Fólk sem er fjarri blóðugu stríði undrar sig oft á því hvernig fólk getur drepið hvert ann- að og spyr hvers konar villimenn þetta séu. Fjöldamorð hafa hins vegar verið algeng í mannkynssögunni og mun algengari en flestir gera sér grein fyrir. Fjöldamorð nas- ista á gyðingum er þekktasta dæmið en talið er að yfir 10 milljónir manns hafi verið drepn- ir í þeirri útrýmingu, þegar öll fórnarlömb stríðsins eru talin með. Sennilega hafa þó enn fleiri verið myrtir í Rússlandi á tíma Stalíns á árunum 1929–1939 og hátt í millj- ón á árunum 1943–1946 þar sem nokkrum minnihlutahópum var útrýmt. Pakistanar drápu yfir milljón Bengali í Bangladess árið 1971 og Rauðu kmerarnir drápu enn fleiri í Kambódíu á árunum 1975–1979. Það þarf hins vegar ekki að fara svona langt aftur í tím- ann því að talið er að um milljón manns hafi verið myrtir í Rúanda árið 1994 og um 400 þúsund verið drepnir í Darfúr frá árinu 2002. Þá er alltaf spurning hvernig eigi að skilgreina fjöldamorð og fjöldamorð- ingja en Íraksstríðið hefur kostað eitt- hvað um 50–655 þúsund manns lífið, eft- ir því hvernig talið er, en það stríð studdu Íslendingar þrátt fyrir takmörkuð rök og illa ígrundaðan málstað. Íslenskir víking- ar og landnámsmenn eru svo dæmi um klíkuskap sem hefði getað útrýmt byggð hér á landi rétt eins og hjá Majunum. Fólk er því ekki alltaf eins fjarri atburðarás- inni og illmennskunni og það vill trúa. Danska prinsessan, sem er af áströlsk- um ættum, sagði nýlega hve unaðslegt það væri fyrir þau hjónin að halda til Tasmaníu þar sem væri svo fallegt og friðsælt og svo gott fólk þar að finna. Það eru þó ekki nema 150 ár síðan Ástr- alir útrýmdu Tasmaníubúum með markviss- um og kaldrifjuðum hætti. Það er hins veg- ar gleymt og grafið, eins og allir frumbyggj ar Tasmaníu. Við á móti þeim! Rannsóknir á þeim sem lifa af hörmungar fjöldamorða sýna að bæði fórnarlömbin og gerendurnir verða nær tilfinningalausir í tilraun til að lifa af og taka þátt í drápunum. Rannsóknir á börnum sem hafa verið gerð að drápsvélum í Afríku benda til þess að það sé nær borin von að reyna að gera þau „mennsk“ á ný. Þeir sem hlusta á sögur af slíkum hörm- ungum bregðast einnig við með því að verða nær tilfinningalausir en þeir sálfræðingar sem var gert að hjálpa bandarískum hermönnum eftir Víetnamstríðið þurftu sjálfir á áfallahjálp að halda eftir að hafa hlustað á sögur hermann- anna. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því af hverju fólk gerir öðru fólki hræðilega hluti en hluti af ástæðunni er sennilega þetta tilfinningaleysi gagnvart því sem er að gerast. Tilfinningaleysi sem verður til í blóðugu stríði. Hatur og hefnd er yfirleitt upphafið. Hitler sá ástæðu til að láta líta út fyrir að Pólverjar hefðu gert árás á Þjóðverja áður en hann sagði þeim stríð á hendur. Bandaríkja- menn bjuggu til hina lygilegustu sögu til að tengja saman Írak og hryðjuverkin þann 11. september. Það virðist ekki alltaf þurfa svo mikið til til þess að réttlæta blóðbað. Það þarf stundum að réttlæta ófarir með því að búa til sökudólga, svo að hverjir „við“ erum og hverjir „þeir“ séu í „við á móti þeim“ sé skýrt, þar sem „þeir“ eru villimennirnir. Deilurnar snúast oftast um land, auðlindir eða völd. „Réttlæti“ er yfirleitt einungis yfirskin. Spurning um hagsmuni Stundum er auðvelt að sjá hverjir „við“ og hverjir „þeir“ eru þegar tveir kynþættir berjast; tveir trúarbragðahópar, tveir tungumálahópar eða tveir stjórnmálaflokkar. Stundum eru það einungis nánustu blóðtengsl sem skipa fólki í fylkingar eða hvar fólk býr eða hefur búið. Stundum snýst þetta einungis um að þeir sem eru vinir eru „við“ en allir hinir eru „þeir“. Sameiginlegur óvinur getur gert menn að vinum þó að ekkert annað kryddi vinskap- inn. Tímabundnir hagsmunir geta einnig gert menn að tímabundnum vinum sem verða svo óvinir aftur þegar hagsmunirnir eru ekki fyrir hendi. Þetta gæti verið lýsing á íslensku viðskiptalífi þar sem klíkumynstrið hefur breyst úr því að tengjast blóðböndum og flokksböndum í það að byggjast á vinskap og skammtímahagsmunum. Ekki að það síðara sé verra klíkumynstur þar sem það er að öll- um líkindum miklu skilvirkara en það fyrra og ýtir miklu frekar undir framtakssemi. Þó að oft sé „stríð“ á viðskipavettvangi og sumir séu miskunnarlausir er það þó langt frá blóðbaði fyrrnefndra atburða. Það má engu að síður draga þann lærdóm af falli Maja- veldisins að þegar harðnar í ári eiga samfélög með marga höfðingja sem hugsa einungis um eigin skammtímahagsmuni í staðinn fyrir langtímahagsmuni samfélagsins til að gera ástandið illt verra. V

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.