Vísbending


Vísbending - 10.08.2007, Síða 1

Vísbending - 10.08.2007, Síða 1
10. ágúst 2007 30. tölublað 25. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Markaðir hafa verið að veikjast á Íslandi jafnt sem erlendis. Er veislan búin? Erlend skuldabréf hafa líklega ekki vakið næga athygli íslenskra fjárfesta. Skattprósentur hafa lækkað á Íslandi. Er ekki rétt að halda því áfram? Að undanförnu hafa margir gleymt því að hlutabréf geta bæði hækkað og læk- kað í verði. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 3 0. t b l. 2 0 0 7  Það vekur mönnum hroll hve krón-an hefur veikst mikið að undan-förnu og hversu snögg umskipti hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Hvorugt kemur þó mikið á óvart. Menn hafa, hver um annan þveran, spáð falli krónunnar fyrr eða síðar. Fyrir rúmu ári bjuggust margir við því að gengisvísitalan myndi halda sig á milli 120 og 130 í langan tíma. Þvert á væntingar tók krónan að styrkjast á ný. Vextir innanlands eru, sem kunnugt er, mjög háir og það hefur laðað að er- lenda fjárfesta sem vilja njóta góðra vaxta. Nú hafa þeir ákveðið að stökkva af fleyinu áður en krónan veikist aftur og með því valda þeir gengisfalli. Fréttir af lækkunum á erlendum hluta- bréfamörkuðum og vissan um að hagur margra versni við gengisfall krónunnar valda því að menn hverfa af hlutabréfa- markaðinum í skyndingu og framboð verður því skyndilega meira en eftirspurn og verð lækkar. Margir vita líka að nú get- ur komið að skuldadögum á erlendum lán- um og því telja þeir mikilvægt að greiða þau með hraði áður en þau hækka enn meira. Ekki ó­vænt en ... Starfsmenn Greiningardeildar Kaupþings skrifuðu þann 19. júlí um efnahagshorf- urnar: „Efnahagslífið mun kólna fremur snögg- lega er líða tekur á næsta ár í kjölfar geng- islækkunar krónunnar. Hagvöxtur verður þó jákvæður á næstu árum og m.a. drifinn áfram af útflutningi. Verðbólgumarkmið mun ekki nást fyrr en í lok árs 2009. Gíf- urleg óvissa ríkir í íslensku efnahagslífi um þessar mundir, núverandi ástand gæti ver- ið forleikur að öðru þensluskeiði eða upp- hafið að lengri samdrætti. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að gengi krónunnar nái hámarki á þriðja fjórð- ungi ársins en taki síðan að lækka nokkuð Botninn dottinn úr? skarpt um miðbik næsta árs. Í hagspá Grein- ingardeildar er gert ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði 1,8% ... Efnahagslífið mun hins vegar kólna fremur snögglega er líða tekur á næsta ár í kjölfar gengislækkunar krónunn- ar og verðbólguskots af hennar völdum, sem m.a. kemur fram í minnkandi einka- neyslu. Sú kólnun verður þó skammvinn og gerir Greiningardeild ráð fyrir að umsvif í efna- hagslífinu taki að aukast á nýjan leik á árinu 2009 vegna ýmissa fjárfestinga- verkefna og aukinnar neyslu. Hagvöxtur á ár- inu 2009 mun mælast í kringum 3%.“ Eins og sjá má af þessu kemur snögg kólnun ekki beinlínis á óvart þó að flest- ir hafi búist við því að gengi krónunnar héldist talsvert lengur hátt. Í spánni hér að ofan er talað um gengislækkun um mitt næsta ár. Reynslan sýnir raunar að mjög erfitt er að segja til um hvernig gengi gjald- miðla hegðar sér til skamms tíma. Velta á krónunni hefur verið mjög mikil og því er rétt að tala varlega um „skot“ eða „skjálfta“. Gengi krónunnar endurspeglar hreinlega væntingar mjög margra aðila. George Bush stígur fram Bandaríkjaforseti ræddi um efnahagsmál þann 8. ágúst sl. Þar snupraði hann leið- toga demókrata sem vilja leysa vanda við gáleysislega fasteignafjármögnun með því að leyfa stóru fasteignalánafyrirtækjunum að yfirtaka áhættusama lánasamninga. For- setinn sagði beinlínis að menn yrðu nú að horfast í augu við það að lán hefðu verið veitt gáleysislega á undanförnum árum. Því væri fasteignalánakreppan eðlileg leið- rétting vegna þess að áhættustýring hefði ekki verið eðlileg. George Bush vakti at- hygli fyrir að hætta sér inn á það sprengju- svæði sem markaðurinn getur verið en líka fyrir það hversu auðveldlega hann gat rætt um ýmis hugtök úr viðskiptum. For- setinn, sem oft þykir klaufalegur og getur ekki sagt orðið „nuclear“ óbrenglað, talaði af öryggi um áhættumat, markaðsaðlögun og lausafjárstöðu, en í því sambandi var rifjað upp að hann hefur MBA-gráðu frá Harvard. Hann réðst á pólitíska andstæð- inga sína fyrir að vilja fyrst og fremst færa vandann til í stað þess að leyfa markaðinum að sjá um hann þó að lausnin kynni að verða sársaukafull. Ef lánsfjár- markaður í Bandaríkjun- um nær jafnvægi munu aðrir markaðir róast á ný. Ella getur það haft áhrif hér á landi sem annars staðar, til dæmis við fjármögnun fjármálafyrirtækja. Hjarð­hegð­un Á markaði vilja menn berast með straumn- um. Föstudaginn 10. ágúst lækkuðu vísi- tölur áfram á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Það þýðir að menn líta ekki alltaf á forsendurnar sem eru fyrir háu eða lágu verði. Hlutabréfavísitalan hefur verið mjög há á Íslandi að undanförnu og afkoma flestra fyrirtækja hefur verið mjög góð. Þó er það mat flestra að bjartsýnin hafi leitt til þess að verðið hafi orðið of hátt. Menn verða því að huga aftur að grund- vallaraðferðum við mat á verðmæti hluta- bréfa og fara að skoða aftur góðu gömlu V/H-hlutföllin, EBIDTA og vöxt í stað þess að kíkja á hvað aðrir gera og gera svo eins og þeir. Í síðasta tölublaði Vísbending- ar var talað um möguleikann á brunaút- sölu á hlutabréfamarkaði. Hlutabréfaverð hér á landi virðist enn almennt ekki orðið svo lágt að hægt sé að tala um útsölu, en þeir sem vanda sig ættu að geta snúið tapi í hagnað. Menn ­verða ­að ­ huga ­aft­ur ­að ­grund­ vallaraðferðum ­við ­ mat­ ­á ­verðmæt­i ­ hlut­abréfa. V

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.