Vísbending - 21.09.2007, Síða 2
2 V í s b e n d i n g • 3 6 . t b l . 2 0 0 7
Myndin sýnir breytingar frá fyrra 12 mánaða tímabili m.v. fast verðlag í krónum.
Heimild: Seðlabanki Íslands og útreikningar Vísbendingar.
Mynd 1. Breyting á tekjum Íslendinga af erl. ferðamönnum 1992-2007
Mynd 2. Breyting á eyðslu Íslendinga á ferðum erlendis 1992-2007
ástandið. Margir hafa talað um að óeðli
legt sé að verð hafði ekki lækkað en í raun
var verð óeðlilega lágt á þjónustu hótela
og veitingahúsa.
Tekjur hótelanna vaxa
Á vef SAF birtust nýlega upplýsingar úr
tekjukönnun SAF og Hotelbenchmark.
com um tekjur hótela hér á landi í júlí
mánuði. Þar kemur fram að tekjur hótela
á landbyggðinni af gistingu jukust um
tæplega 37% í júlí miðað við sama mánuð
í fyrra. Nýting á hótelherbergjum á lands
byggðinni hefur einnig aukist um 6,3%.
Heildarnýtingin í mánuðinum í heild er
89% á landsbyggðinni, sem er feiknagott
hlutfall.
Nýting á hótelherbergjum í Reykjavík
er hins vegar ekki eins góð, sérstaklega
á fjögurra stjörnu hótelunum þar sem
nýtingin fyrir júlímánuð er 80% en var
84% í júlí árið 2006. Þriggja stjörnu hót
Margt bendir til þess að afkoma í ferðaþjónustu verði betri í ár en mörg fyrri ár. Ferðamenn eru
fleiri en nokkru sinni fyrr og samkvæmt
upplýsingum frá Seðlabanka Íslands eyða
þeir meira en áður. Á sama tíma segja Sam
tök ferðaþjónustunnar (SAF) frá könnun
sem bendir til þess að tekjur hótela hafi
aukist um tugi prósenta frá fyrra ári. Því
er ljóst að atvinnugreinin er mjög að rétta
úr kútnum eftir andstreymi um nokkurra
ára skeið.
Tekjur af erlendum
ferðamönnum aukast
Seðlabankinn birtir gögn um tekjur af er
lendum ferðamönnum ársfjórðungslega.
Niðurstöðum er skipt í tvennt, annars
vegar fargjaldatekjur og hins vegar neyslu.
Nýjustu tölur eru fyrir annan ársfjórðung
ársins 2007. Þær gefa til kynna að tekjur
af ferðamönnum séu alls um 14 milljarð
ar króna fyrir þann ársfjórðung. Þar af er
neysla innanlands 9,4 milljarðar króna og
fargjaldatekjur 4,6 milljónir króna. Neysla
erlendra ferðamanna hérlendis hefur auk
ist um 30% á fyrri helmingi ársins frá
sama tíma í fyrra en tekjur af fargjöldum
aðeins um 5%. Þetta kann að skýra það
að afkoma Icelandair var lakari en menn
væntu á fyrri helmingi ársins. Á mynd
1 sést hvernig tekjur af erlendum ferða
mönnum hafa breyst undanfarin 15 ár á
ársgrundvelli.
Á myndinni sést að miklar sveiflur eru
í greininni. Tekjur hafa ekki aukist í takt
við fjölgun ferðamanna. Segja má að sam
dráttur hafi hafist árið 2002 en þá styrkt
ist krónan en hæst fór Bandaríkjadalur í
um 110 krónur árið 2001. Tekjur drógust
saman eða stóðu í stað í um þrjú ár, sem
er óvenjulangt samdráttarskeið. Hins veg
ar vænkaðist hagur greinarinnar á ný á
árinu 2006 og sem fyrr segir er útlitið á
yfirstandandi ári mjög gott miðað við þess
ar tölur.
Hinu má þó auðvitað ekki gleyma að
hagur greinarinnar hefur verið býsna bág
ur árum saman. Fyrirtæki eru skuldsett og
bera þunga byrði vaxta og afborgana. Enn
fremur hefur launaskrið verið talsvert,
eins og í fleiri greinum, að sögn þeirra
sem þekkja. Þó má slá því föstu að hag
ur fyrirtækja í ferðaþjónustu sé almennt
betri nú en fyrir einu eða tveimur árum.
Því má ekki gleyma að virðisaukaskattur
vegna ferðaþjónustu var lækkaður í vor úr
14 prósentum í sjö og það hefur líka bætt
Bjartir tímar framundan í ferðaþjónustu?
Myndin sýnir breytingar frá fyrra 12 mánaða tímabili m.v. fast verðlag í krónum.
Heimild: Seðlabanki Íslands og útreikningar Vísbendingar.
Framhald á bls.4