Vísbending


Vísbending - 29.02.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 29.02.2008, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Netfang: visbending@heimur.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. Aðrir sálmar 4 V í s b e n d i n g • 8 . t b l . 2 0 0 8 Erindi fulltrúa Evrópusambandsins á Viðskiptaþingi hefur vakið óverð- skuldaða athygli. Í máli hans kom það eitt fram sem löngu var vitað að menn geta ekki orðið aðilar að myntbandalag- inu án þess að vera aðilar að ES. Þessi vís- dómur hefur margoft komið fram áður. Andstæðingar evrunnar og ES þóttust hafa himin höndum tekið. Nú væri evr- an endanlega út af borðinu slegin. Margt fer þó öðruvísi en ætlað er. Í stað þess að láta af villu síns vegar virðast þeir sem áður studdu evruna vera komnir inn á að skárra kunni að vera að kyngja Evrópu- sambandsaðild með kostum hennar og göllum en að halda áfram úthaldi minnsta gjaldmiðils í heimi. Í könnun Fréttablaðsins í lok febrúar kom fram að 55% aðspurðra vildu sækja um aðild að ES. Það er aukning frá fyrri könnunum. Ástæða er til þess að íhuga hvort ekki séu til fleiri lausnir. Ætla má að stjórnvöld séu eindregið á þeirri skoðun að taka ekki upp evru nema það sé þóknanlegt ES. Það er skiljanleg afstaða og gott þegar skýr stefna liggur fyrir. Með öðrum orð- um vilja menn ekki fara inn bakdyrameg- in. ES-aðild er ein lausn. Önnur er að halda í krónuna. Þriðja leiðin er að binda gengi krónunnar við evruna eins og Dan- ir hafa gert. Það leiðir hugann að fjórðu leiðinni (sem fer að hljóma eins og ein- hver framsóknarlausn) að semja við Dani um upptöku dönsku krónunnar. Áður en menn ýta þessari hugmynd frá sér ættu þeir að huga að kostunum. Danska krón- an er notuð á öðrum eyjum í Atlantshaf- inu. Hún er fasttengd við evruna þannig að vextir í dönskum krónum eru litlu hærri en á evrusvæðinu. Gjaldeyrisáhætta Íslendinga minnkar mikið og menn mega alls ekki gefa sér að Danir séu slíkri hugmynd andsnúnir. Margir kunna að vera andsnúnir slíkri hugsun sálfræðilega og rifja upp danska yfirstjórn á Íslandi og tal þarlendra banka- og blaðamanna um Ísland. En eins og forsætisráðherra benti á í ræðu sinni á Viðskiptaþinginu er gjald- miðill bara tæki. Ef ES vill ekki hleypa Íslendingum inn í myntsambandið nema gegnum ES, því ekki að láta reyna á sam- starf við Dani? Ef ekki, kann ES-aðild að verða nauðsynleg. bj­ Um hvaða dyr? lána helst ekki nema með skilyrðum sem aðeins fjársterkustu menn uppfylla og vöxt- um sem aðeins mestu ofurhugar kyngja. Áhrif þessa á atvinnulífið eru ekki komin fram. Samningar á vinnumarkaði eru ör- ugglega erfiðir sumum fyrirtækjum við þær aðstæður sem nú ríkja, einkum þeim sem hafa margt láglaunafólk í vinnu. Atvinnu- leysi hefur verið tiltölulega lítið á Íslandi en það gæti vaxið mikið á næstu mánuðum. Verkamenn eru horfnir frá Kárahnjúkum og Reyðarfirði og uppsagnir í fiskvinnslu eru nær daglegar fréttir. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vega á móti en í núver- andi árferði getur fjárlagaafgangur horfið hratt eins og dögg fyrir sólu. Þunglyndi neytenda mun ekki verða til þess að efla fasteignamarkaðinn. Jafnvel þó að verð hefði lækkað héldust viðskipti lítil því að skortur er á lánsfé. Á tíunda ára- tug síðustu aldar var langvarandi stöðnun á húsnæðismarkaði hérlendis. Hugsanlegt er að slíkt endurtaki sig og spár um bata næsta haust sem nú virðast hófsamar reyn- ist bjartsýni. Miðað við tal frambjóðenda demókrata sem nú virðast sigurstranglegri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum er líklegt að þar verði tekin upp efnahags- stefna sem dregur úr alþjóðaviðskiptum og veldur auknum samdrætti ofan á aðrar hremmingar. Hérlendis hafa að undanförnu komið einstaka góðar fréttir. Sagt er frá netþjóna- búi á Keflavíkurflugvelli og slæmu fréttirn- ar af aflabanni á loðnu hafa verið dregnar til baka. Væntanlega léttist brúnin á land- anum við þetta. Laun hækka og skattar lækka. En jafnvel þó að menn nái kæti sinni á ný er víst að það dugir ekki til ef ekkert lánsfé fæst frá bönkum. Eftir á að hyggja sést að væntingavísital- an byrjaði að lækka í júní, skömmu áður en toppnum var náð á hlutabréfamarkaði. Árvökulir fjárfestar hefðu þá þegar átt að færa sig yfir í skuldabréf. Síðast gerist þetta hins vegar um leið og hlutabréfavísitalan féll þannig að væntingarnar höfðu ekkert forspárgildi. Væntingavísitalan getur því stundum verið vísbending um hvað er framundan en stundum bara mælikvarði á ástandið eins og það er. Framhald af bls. 1 sýnir 12% árlega ávöxtun. Hún samsvar- ar um 8% raunávöxtun á ári (verðbólga á áratugnum var að meðaltali 3,6%). Sam- kvæmt því sem segir hér að framan er það sú raunávöxtun sem fjárfestar hafa búið við að meðaltali á hlutabréfamörkuðum frá 1950. Með því að bera saman þessa tvo ferla er hægt að sjá hvort vísitalan er há eða lág í sögulegum skilningi. Það er lærdómsríkt að skoða myndina. Í kringum árið 2000 er toppur og markað- urinn leiðréttir sig fljótlega og bætir reynd- ar um betur því að á árunum 2001 til 2003 er vísitalan undir reiknuðu línunni. Athyglisvert er að á þessum tíma seldi ríkið meirihluta sinn í bönkunum. Tímasetning þeirrar sölu var samkvæmt þessu hagstæð- ari kaupendum en seljendum. Um mitt ár 2004 fer vísitalan upp úr reiknaða ferlinum og fjarlægist hann æ meira allt fram í júlí 2007. Síðan hefur hún verið nánast í frjálsu falli. Það ætti að gleðja fjárfesta að ferlarnir skerast í 5.500 og samkvæmt því er vísitalan nú komin niður fyrir eðlilega langtímaávöxtun. Það kann þó að vera skammvinn gleði því að eins og myndin sýnir getur vísitalan verið mjög lengi að ná sér á strik aftur. Hvað er rétt á­vöxtun? Athugun af þessu tagi kann að vera létt- ir fyrir þolinmóða fjárfesta því að hún bendir til þess að staða vísitölunnar nú sé „eðlileg” eða jafnvel frekar lág ef horft er til lengri tíma. Auðvitað gefur athugun af þessu tagi aðeins vísbendingar og ómögu- legt er að segja til um það nákvæmlega hver eðlileg langtímaávöxtun er. Hefði verið miðað við 11% (sem svarar til um 7% raunávöxtunar) væri langtímalínan nú í nokkurn veginn sama gildi og vísitalan eða um 5.000. Það er líka hægt að deila um það hvort byrjunarpunkturinn fyrir tíu árum hafi verið nákvæmlega réttur. Engu að síður sýna vangaveltur af þessu tagi það sem nú er komið fram, að gildi vísitölunnar var allt of hátt síðastliðið sumar og ólíklegt var að svo hátt gildi gæti haldist. Lækkun- in, eða „hrunið”, er kannski eftir allt fyrst og fremst nauðsynleg leiðrétting. Framhald af bls. 2 Framhald af bls. 3 fyrir erlendum fjárfestum. Æskilegt væri að­ selj­a orkuframleið­slu Lands- virkj­unar, bæð­i til að­ j­afna möguleika á svið­i orkuframvindu og draga ú­r áhættu skattgreið­enda í tengslum við­ stórið­j­ufj­árfestingu. Svo sem fyrr hefur verið vikið að, þá hefur stóriðjufjárfest- ing markverð áhrif á umhverfið, og út- blástur frá álverum er ekki lítill, jafnvel þótt þau noti endurnýjanlega orku. Glöggt er gests augað.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.