Vísbending


Vísbending - 29.02.2008, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.02.2008, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 8 . t b l . 2 0 0 8 tímaávöxtun minnkaði á ný. Sem sjá má voru áhrifin mest á Bandaríkjamarkaði en ávöxtunin var mun minni annars staðar í heiminum. Íslenski markaðurinn Hlutabréfaviðskipti eiga sér ekki mjög langa samfellda sögu hér á landi. Ekki var komið á skipulögðum markaði fyrr en um miðjan níunda áratuginn. Á þeim tíma kunnu flestir lítið fyrir sér í slíkum viðskiptum og verðmat var kannski oft Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna hlutabréfavísitölur hafi fallið svo skarpt á undanförn- um mánuðum. Lækkun úrvalsvísitölunn- ar íslensku, úr 9.000 stigum niður fyrir 5.000 á skömmum tíma, vekur furðu margra fjárfesta sem vita vart hvað á sig stendur veðrið. Gengi hlutabréfa ákvarð- ast af ýmsum þáttum. Á endanum bygg- ist allt á undirliggjandi rekstri. Þó að ein- staka fyrirtæki geti hækkað mikið í verði á skömmum tíma er afar löng reynsla af því að hlutabréfamarkaðir í heild hækka yfir- leitt ekki um tugi prósenta ár eftir ár. Raunhæf á­vöxtun Eðlilegt er að spyrja sig hvaða ávöxtun á markaði sé eðlileg. Á erlendum mörk- uðum liggur fyrir löng reynsla. Á mynd 1 sést hækkun hlutabréfa á löngum tíma- bilum, annars vegar í Bandaríkjunum og hins vegar heiminum öllum. Súlurnar lengst til vinstri sýna jafnaðarávöxtun frá árinu 1900 til ársins 2000. Á þessum 100 árum var raunávöxtun á hlutabréfamark- aði að jafnaði rúmlega 6% í Bandaríkj- unum en tæplega 6% í heiminum öllum (tekið er vegið meðaltal á helstu hluta- bréfamörkuðum). Ávöxtunin er meiri yfir sum skemmri tímabil, til dæmis frá 1950 til 2000 þar sem hún nær 8% á ári. Síð- ustu tvo áratugi aldarinnar var raunávöxt- unin um 11% í Bandaríkjunum. Þetta skýrist fyrst og fremst af því að í kringum aldamótin var mikill spenningur í sam- bandi við ýmsa nýja tækni, bæði Netið og líftækni. Þær bólur sprungu með sársauka- fullum hætti fyrir marga fjárfesta og lang- brenglað og fremur lágt. Fyrsta áratuginn kann því að vera að hlutabréf hafi hækk- að í verði umfram það sem gerst hefði á þroskuðum markaði. Upp úr 1995 var þó komið á ákveðið jafnvægi og líklegt að verð hafi nálgast það sem eðlilegt má telja. Árið 1998 var gildi úrvalsvísitölunnar ná- lægt 1.000 stigum. Á mynd 2 sést þróun hlutabréfa á íslenskum hlutabréfamarkaði á tíu ára tímabili frá 1998 til 2008. Á myndina hefur verið bætt ferli sem Þegar vísitalan fór út úr kortinu Tafla 1. Einkunnir 38 stærstu sveitarfélaganna Sú­lurnar sýna árlega raunávöxtun frá því ártali sem þær standa við­ til ársins 2000 í Bandaríkj­unum annars vegar og á heimsmarkað­i hins vegar. Heimild: Triumph of the Optimists eftir Dimson og fleiri. Hvað er bóla? Eric Janz­en skrif­ar grein í f­ebrú­ar­ hef­ti Harper’s Magaz­ine. Þar f­jallar hann um bólur á markaði: „­Betri lýsing en bóla væri of­saverðbólga á eignum. Miklar hækkanir á verði einstakra eigna sem orsakast af­ f­urðulegum sjálf­sblekkingum, þoku sem blind­ar d­ómgreind­ allra nema þeirra sem haf­a mestan and­vara á sér á markaðinum. Þegar aðstæður á markaði eru réttar byrjar of­saverð­ bólga. Peningaæði veld­ur bólunni, æði sem menn átta sig ekki á f­yrr en þokunni léttir.” Hann f­jallar um f­asteignabóluna og .com­bóluna og spáir því svo í lokin að næsta bóla verði á orkumarkaði. Skyld­i slíkt æði geta runnið á menn hérlend­is á þessum markaði? Mynd 1. Raunávöxtun á hlutabréfamarkaði á ári á ýmsum tímabilum til ársins 2000 Myndin sýnir vísitöluna frá febrú­ar 1998 til febrú­ar 2008. Heimild: Glitnir.is Mynd 2: Úrvalsvísitalan borin saman við feril sem sýnir 12% jafna ársávöxtun Framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.