Vísbending


Vísbending - 30.05.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 30.05.2008, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Mál fars ráð gjöf: Mál vísindastofnun Há skólans. Prentun: Guten berg. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar 4 V í s b e n d i n g • 1 9 . t b l . 2 0 0 8 Enn á ný hefur hleranamálið komið upp. Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, skrifaði grein um mál- ið í Morgunblaðið 27. maí síðastliðinn. Í ljós hefur komið að hlerunin var alltaf af ákveðnu tilefni og ávallt var fenginn úr- skurður dómara áður en hlerun var heim- iluð. Nú virðist flestum fráleitt að láta hlera síma einstaklinga vegna pólitískra mót- mæla. Þeir sem enn eru á lífi af þeim sem hleraðir voru á sínum tíma eru flestir orðnir aldraðir. Ótrúlegt virðist að þessi góðlátlegu gamalmenni hafi nokkuð til saka unnið. Þetta sýnir hættuna af því að dæma söguna út frá sínum samtíma. Margir þeir sem hleraðir voru höfðu á sín- um tíma uppi mjög stór orð um andstæð- inga sína og töldu þá landeyður og leppa erlends valds. En ekki var látið þar við sitja heldur var ítrekað beitt ofbeldi. Einar Olgeirs son fagnaði „Alþingi götunnar“ sem var múgur sem réðst á Alþingishús- ið árið 1949 þegar Ísland gekk í NATO. Brotnir voru gluggar, ráðist að lögreglu- þjónum og þeir lemstraðir og veist með valdi að þingmönnum sem studdu Vest- urveldin. Á sama tíma barði fjöldamorð- inginn Jósep Stalín, bandamaður íslenskra sósíalista, niður alla þá sem vildu frelsi í löndum Austur-Evrópu. Lengi eimdi eftir af þessum tímum. Kjartan kýs að gleyma þessu öllu og segir: „Með hinum víðtæku pólitísku símahlerunum var ráðist að heiðvirðu og vammlausu fólki með aðferðum sem almennt þykir aðeins við hæfi að beita gegn stórhættulegum glæpamönnum svo sem eiturlyfjasölum, meintum morðingjum eða landráðamönnum. Þessar pólitísku símahleranir á árunum 1949-1968 eru svartur blettur í sögu íslenska lýðveldisins. Þær eru víti til varnaðar fyrir alla þá sem fara með æðstu völd, nú og á komandi árum. Vel færi á því að núverandi dómsmálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, bæði allt það fólk sem brotið var á með þessum hætti afsökunar á ósómanum – þá sem enn lifa og hina sem látnir eru. Niðjar þeirra eiga líka rétt á slíkri afsökunarbeiðni.“ Hefur Kjartan beðist afsökunar á sér og skoðanabræðrum sínum sem studdu kúg- un kommúnista áratugum saman? bj Afsakið framhald af bls. 3 Aðferðafræðileg nálgun Cowles Nálgun Cowles er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Hann aflaði gagna um ráðgjöf sérfræðinga og þróun hlutabréfaverðs á markaði. Heimspeki við gagnagreiningu getur verið á grundvelli endurskoðunar. Endurskoðendur reyna setja sögulegar staðreyndir fram með sem skýrustum hætti. Hugsanlega vilja sumir kalla slíka endurskoðun lýsandi tölfræði. Cowles tekur saman árangur sérfræðinganna í anda endurskoðunar og gengur síðan lengra. Hann setur fram spurninguna um hvort þessi árangur sérfræðinganna sé eðlilegur. Slík spurning kallar á viðmið. Það viðmið er einhvers konar tölfræðilegt líkan. Tölfræðilega líkanið sem hann notar er eins konar slembigangur (e: random walk). Einfaldri útgáfu af því líkani má lýsa þannig að maður kasti krónu upp á það hvort hann eigi að taka eitt skref áfram eða afturábak. Þannig að líkur eru 1/2 á einu skrefi fram og 1/2 á einu skrefi aftur. Tilraun Cowles með spilastokknum gefur hugmynd um hvernig dreifing verður á afkomu einstaklinga. Niðurstaðan var sú að heppnustu ráðgjafarnir mældust á svipuðu róli og þeir heppnustu samkvæmt spilastokknum og því ekkert sem benti til færni ráðgjafanna til að spá fyrir um verðið. Hér varð því til grunnur að kenningunni um skilvirka markaði, (e: efficient markets). Hún segir að það eigi ekki að vera hægt að vera hægt að spá um verð á hlutabréfum, því að ef það væri hægt þá væri svigrúm til hagnaðar án áhættu. Ýmsar útfærslur af kenningunni um skilvirka markaði hafa síðar verið settar fram og þróaðar bæði fræðilega og tölfræðilega. Það að Cowles skuli alhæfa út frá mælingum er í anda nútíma tölfræði og var því nýjasta tíska árið 1930. R.A. Fisher lagði upp úr 1920 fram formlega leið til alhæfinga út frá mælingum sem byggir á sennileikafallinu, (e: likelihood function). Leið Cowles að stokka spilin var enduruppfundin síðar undir enska nafninu bootstrap og er valkostur við nálgun R.A. Fishers. Á tölvuöld eru spilin að sjálfsögðu stokkuð vélrænt. Bæði hjá R.A. Fisher og Cowles kemur fram sú grundvallarhugmyndafræði nútímatölfræði að við ályktanir út frá mælingum verður að ganga út frá líkani. Engin tölfræði er til án líkans. Cowles var öðru fremur í rekstri og viðskiptum, en R.A. Fisher var fyrst og fremst háskólamaður. Það athyglivert að þessir ólíku einstaklingar hafi haft svona svipaða heimspekilega nálgun. Ýmsir hagfræðingar, svo sem Frisch, tortryggðu líkindafræðilegar nálganir og töldu að menn skyldu frekar nota nálganir sem byggðu á algebru eða rúmfræði. Niðurlag Menn halda áfram að reyna að endurbæta upprunalegar hugmyndir Cowles. Und- anfarna tvo áratugi hafa verið í tísku líkön sem að vissu leyti eru endurbót á nálgun hans. Ein endurbót felst í því að skrefstærðin í slembiganginum er ekki fasti. Hugmyndin gengur út á það að ef nýlega hef- ur verið ólga á markaði þá megi reikna með ólgu á næstunni. Einföld út- færslu af þessari hugmynd er stundum skammstöfuð ARCH. Sú nálgun þykir ná skammtímatitringi á mörk- uðum vel en ofmeta óvissu til langs tíma. Í hvert sinn sem mönnum hefur dottið í hug ný gagnagreiningarað- ferð hefur hún verið prófuð á verðbréfagögnum. Hamilton, ritstjóri Wall Street Journal í upphafi 20. aldar setti Dow-teoríu fyrirrennara síns ekki niður í skýrum formúlum. Menn hafa reynt að skrifa þær niður og bera saman við nýtískulegar ólínulegar aðferðir (ARCH, tauganet ofl.). Sumar niðurstöður benda til þess að þó að menn hefðu ekki hagn- ast á ráðgjöf Hamiltons þá sé hugsanlegt að hún (og sumar af nýlegum ólínulegum aðferðum) séu góð áhættustjórnun, þ.e. að eignakarfa sem þannig væri stjórnað sveiflaðist minna en aðrar sem gefa jafn- góða ávöxtun og eigendur þeirra svæfu því betur á nóttunni. Fræðimenn nú á dögum telja margir að einhvers konar útgáfa af skilvirkum markaði sé við lýði. Hugtakið skilvirkur markaður hefur því slegið í gegn og eins og alltaf þegar eitthvað slær í gegn verða til nokkrar útgáfur t.d. sterk eða veik skilvirkni. Nú er það ríkjandi skoðun að ekki sé hægt að hagnast á spám. V Cowles segir að það eigi ekki að vera hægt að vera hægt að spá um verð á hlutabréfum, því að ef það væri hægt þá væri svigrúm til hagnaðar án áhættu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.