Vísbending


Vísbending - 15.08.2008, Blaðsíða 2

Vísbending - 15.08.2008, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 3 0 . t b l . 2 0 0 8 Wade: Sökudólgarnir stjórnvöld og bankar Til eru þó þeir, sem telja sökudólgana búa hér á landi. Robert Wade er prófessor í stjórnmálahagfræði í Hagfræðiskóla Lundúna (LSE) og eindreginn andstæð- ingur frjálshyggju í hagstjórn. Heldur hann því fram, að aukið atvinnufrelsi síðasta hálfan annan áratug („hnattvæð- ing“) hafi ekki leitt til minni fátæktar í heiminum, auk þess sem tekjuskipting sé síst jafnari nú en áður. Við Íslendingar könnumst við svipuð viðhorf í skrifum prófessoranna Stefáns Ólafssonar og Þor- valdar Gylfasonar. Hér skal þó ekki um það rætt að sinni, heldur greiningu Wades á erfiðleikum Íslendinga, sem birtist í Financial Times 1. júlí 2008. Wade telur Íslendinga súpa seyðið af óhóflegri skuldasöfnun síðustu ára. Skammtímaskuldir séu tvöföld landsfram- leiðsla á ári og langtímaskuldir rösk þre- föld landsframleiðsla. Hann rekur erfið- leikana einkum til óstjórnar bankanna. „Íhaldsstjórnin,“ sem setið hafi um aldamótin, hafi selt þá vildarvinum, sem óreyndir hafi verið í bankarekstri. Seðlabanki og fjármála- ráðuneyti hafi verið undir stjórn manna, sem hafi viljað halda eftirliti og afskiptum í lágmarki. Seðla- bankinn hafi afnumið bindiskyldu og minnkað gjaldeyrisforða sinn, auk þess sem hann hafi vanrækt viðvaranir til bankanna. Sömu reglur á Evrópska efnahagssvæðinu Frásögn Wades er einkennileg. Mennirnir, sem stjórnað hafa bönkunum síðasta áratug, eru ekki óskeikulir, en þeir hafa mikla reynslu af bankarekstri: Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Hall- dór Kristjánsson, Sigurjón Þ. Árnason og Bjarni Ármannsson. Fylgst var nákvæm- lega með sölu bankanna á sínum tíma, og Ríkisendurskoðun gerði um hana margar skýrslur (sem tiltækar eru á Netinu). Ekkert fannst athugavert. Margir hafa gleymt því, að ári áður en bankarnir voru seldir, voru engir kaupendur að þeim fáanlegir erlendis. Wade gerir sér ekki heldur grein fyrir því, að íslensku bankarnir starfa við sömu reglur og aðrir bankar á Evrópska efnahagssvæðinu. Fjármálaeftirlit er hér með sama hætti og annars staðar í Evrópu og síst linara. Bindiskyldan var að vísu ekki afnumin á Íslandi, eins og ráða má af grein Wades, heldur minnkuð niður í hið sama og í grannríkjunum (2%), svo að starfsumhverfi íslenskra fjármálastofnana yrði ekki óhagstæðara en þeirra. Um gjaldeyrisforðann er það að segja, að Davíð Oddsson lét það verða eitt fyrsta verk sitt í stól seðlabankastjóra að tvöfalda hann (þvert á tal ýmissa hagfræðinga, sem sögðu slíka forðasöfnun úrelta). Gjaldeyrisforðinn er eftir flestum mælikvörðum hlutfallslega stærri á Íslandi en í grannríkjunum. Það hlýtur einnig að koma mörgum spánskt fyrir sjónir, þegar Wade talar um, að Seðlabankinn hafi vanrækt siðferðilega leiðsögn. Davíð Oddsson varaði hvað eftir annað við því, hversu greitt bankarnir gengu, og varð að sitja undir ásökunum um að vera þeim fjandsamlegur, þótt svo væri ekki. Eignamyndun á móti skuldasöfnun Tölurnar, sem Wade nefnir um skuldir Íslendinga, eru vissu- lega ógnvænlegar við fyrstu sýn. En á móti skuldum koma eignir, og þær hafa aukist stórkostlega síðustu ár- in. Til dæmis námu skuldir íslenskra heim- ila í árslok 2007 tvö- földum meðaltekjum þeirra á ári, en eignir þeirra, þegar allt er talið, meðal annars lífeyrissjóðir, námu meira en sjöföldum meðaltekjum. Einnig verður að hafa í huga, að íslenska ríkið hefur nánast greitt upp skuldir sínar. Því má skjóta hér inn í, að Wade kveður í grein sinni Íslendinga hafa bætt sér upp óhagkvæman rekstur á mörgum sviðum með mikilli vinnu. Þeir vinni miklu meira en aðrar Evrópuþjóðir. En Edward Prescott, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, telur, að vinnustundafjöldi sé ofmældur á Íslandi og framleiðni í hagkerfinu að sama skapi vanmetinn. Ein ástæðan til þess er, hvernig vinnuafl er samsett á Íslandi. Atvinnuþátttaka er óvenjumikil. Til dæmis vinna 10% fleiri Íslendinga en Bandaríkjamanna. Einnig eru óvenju- margir vinnandi Íslendingar eða um 30% Leiðin út úr erfiðleikunum Íslendingar eru lentir í erfiðleikum. Viðskiptabankarnir njóta takmarkaðs trausts erlendis, eins og endurspeglast í háu skuldatryggingarálagi. Þeir uxu svo hratt, eftir að þeir voru seldir einkaaðilum, að ríkissjóður og seðlabanki hafa ekki haldið í við þá og virðast þess vegna í augum alþjóðlegra lánastofnana veikburða bakhjarlar. Fjárfestar, jafnt fyrirtæki og einstaklingar, hafa séð eignir sínar hverfa vegna verðfalls hlutabréfa og fasteigna. Eftir að virkjunarframkvæmdum lauk á hálend- inu, hefur eftirspurn eftir vinnuafli minnkað snögglega. Ýmis fyrirtæki riða til falls. Meginástæðan alþjóðleg Erfiðleikar eru oftast til marks um mistök, en mistök eru til að læra af þeim og leiðrétta, ekki til að endurtaka þau. Nú er vitanlega enginn óskeikull. Menn gera mistök á hverjum degi. Munurinn á einkarekstri og ríkisrekstri hefur löngum verið talinn sá, að einkaaðilar komast fyrr að mistökum í rekstri og finna líka hjá sér sterkari hvöt til að leiðrétta þau. Í opinberum stofnunum bitna mistökin hins vegar sjaldnast á þeim, sem gera þau. Það eru því miklu síður rök gegn einka- rekstri en fyrir honum, þegar kemst upp um mistök, svo framarlega sem reynt er að leiðrétta þau. Ég sé ekki betur en íslensk fyrirtæki, þar á meðal viðskiptabankarnir, séu einmitt um þessar mundir að bregðast eins vel og aðstæður leyfa við aðsteðjandi erfiðleikum. Hafi einhverjir íslenskir fjár- festar gengið of langt, þá verður einnig að hafa í huga, að við óvissu og áhættu er torvelt að finna sök hjá einstökum aðilum, greina mun á dirfsku og fífldirfsku. Vogun vinnur, vogun tapar. Það er að minnsta kosti ljóst, að hvorki stjórnvöldum né atvinnulífi á Íslandi verður kennt um hina alþjóðlegu lánsfjárkreppu, sem hefur raunar sums staðar komið miklu harðar niður en á Ís- landi. Hún á aðallega rætur að rekja til undirmálslána í Bandaríkjunum. Fá ís- lensk fjármálafyrirtæki tóku þátt í þeim leik, og hlutur hinna íslensku þátttakenda var sáralítill. Stjórnvöldum og atvinnulífi á Íslandi verður ekki heldur kennt um það, að verð á olíu og matvælum hefur snarhækkað á alþjóðamörkuðum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. framhald á bls. 4 Erfiðleikar eru oftast til marks um mistök, en mistök eru til að læra af þeim og leiðrétta, ekki til að endur- taka þau.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.