Vísbending


Vísbending - 15.08.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 15.08.2008, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Blaðamaður: Kári S. Friðriksson. Prentun: Guten berg. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar 4 V í s b e n d i n g • 3 0 . t b l . 2 0 0 8 Íslensku þjóðfélagi hættir til að festast í núinu. Þegar vel gengur eru allir á ofsahraða alls staðar. Engum dettur í hug að hlusta á úrtöluraus. Skrifaðar eru lærðar greinar um það hve Íslendingar séu atorkusamir og frumlegir, þeir þori þegar aðrir hika. Sagt er að Þjóðverjar gumi af því að vera mjög „spontant“. Þegar gengið er á þá í hverju það lýsir sér segjast þeir stundum fara í bíó án þess að hafa ákveðið það fyrirfram. Íslendingar brosa þegar þeir heyra slíkt tal. Landinn kaupir erlend og innlend stórfyrirtæki fyrir milljarða hið minnsta, án þess að hugsa sig um. „Ég þurfti ekki annað en líta í augun á honum til þess að sjá að þetta var heiðarlegur maður,“ sagði einn frumherjinn. Þetta var níu mánuðum áður en þessum heiðarlega manni var stungið í steininn fyrir fyrri afrek og fimmtán mánuðum áður en í ljós kom, að brunarústir hefðu líklega verið betri fjárfesting en útlenda fyrirtækið sem keypt var. Nú er öldin önnur og menn sjá ekkert nema svartnættið framundan. Fjármálaráðherra er skammaður fyrir að segjast ætla að bíða betri tíma til þess að taka lán. Það séu engir betri tímar í augsýn. Líklega er það rétt að kreppan á eftir að koma meira við almenning hér á landi á næstunni. Tvísýnt er í fjármálum á alþjóðavettvangi. Útlend blöð sem höfðu ánægju af því að gera lítið úr íslensku bönkunum gleymdu að fylgjast með bönkunum í hlaðvarpanum sem nú engjast sumir. Það er auðvitað ekkert ánægjuefni fyrir Íslendinga. Yfirleitt er best fyrir okkur að öðrum gangi vel líka, þó að mörgum finnst sárt að horfa upp á velgengni náungans. Við blasir að þjóðin þarf að taka á sig kjaraskerðingu. Útilokað er að halda sama kaupmætti og áður. Miklu farsælla er að horfast strax í augu við þetta og taka áfallinu heldur en berjast við að ná fram óraunhæfum hækkunum á launum, einungis til þess að þurfa að taka verri afleiðingum síðar. Þessi kreppa endar. Með skynsamlegum viðbrögðum er hægt að breyta henni í dýfu sem þjóðin vinnur sig hratt út úr. Eftir það væri gott að stefna upp á við á ný, en nú á löglegum hraða. bj Á löglegum hraða framhald af bls. 2 Kennslan myndi líka bætast töluvert ef skólastjórnendur og kennarar hefðu réttan hvata. Slíkt kerfi myndi krefjast þess að aðalnámsskrá yrði sveigjanlegri og skólar yrðu sjálfstæðari. Vandasamt er þó að setja upp slíkt kerfi sem skilur enga nemendur eða landshluta útundan. Allir nemendur finna fyrir skrekk og þannig verður það alltaf. Hins vegar þarf það að haldast innan skikkanlegra marka. ksf framhald af bls. 1 í hlutastarfi (minna en 30 vinnustundir á viku), en 15% vinnandi Bandaríkjamanna. Ég veit, að tölfræðingar Hagstofu Íslands eru sammála Prescott um, að hér sé á ferð skekkjuvaldur, en það er efni í aðra grein. Greining Wades er eitt dæmi þess, að hálfsannleikur er oftast „óhrekjandi lygi“. Hann hefur rétt fyrir sér um það, að Íslendingar hafa safnað skuldum og að sumir fjárfestar hafa með aðstoð bankanna tekið mikla áhættu, jafnvel of mikla. En þetta er aðeins önnur hlið málsins. Hin er, að mikil eignamyndun og nýsköpun hefur orðið í hagkerfinu. Wade er einn þeirra, sem bölvar frekar myrkrinu en kveikir ljós. Hann reynir að finna sökudólga í „Íhaldsstjórninni“, sem hér var um síðustu aldamót, Seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu og síðan viðskiptabönkunum. Eitthvað hefði eflaust mátt betur fara. En kerfisbreytingarnar, sem ráðist var í frá 1991, hafa skilað stórkostlegum árangri. Með þeim varð dautt fjármagn lifandi, eins og nú skal stuttlega skýrt. Dautt fjármagn varð lifandi Skuldsettar yfirtökur hafa kosti ekki síður en galla. Þær koma fjármagni, sem liggur ella ónotað, á hreyfingu. Setjum svo, að framkvæmdamaður njóti lánstrausts, til dæmis vegna þess að hann á fyrirtæki, sem skuldar talsvert, en ber vænan arð, svo að hann stendur í skilum. Hann tekur lán til að kaupa annað fyrirtæki, sem skuldar ekkert, hefur mjög mikið eigið fé miðað við veltu. Hann skuldsetur það fyrirtæki eins og hann getur og festir féð í þriðja fyrirtækinu, sem hann stofnar. Með þessu hafa þrjú fyrirtæki komið í stað tveggja, og losað hefur verið um fjármagn. Auðvitað eiga framkvæmdamenn að skulda, eins og einn þeirra benti einu sinni á: Ef þeir geta ekki ávaxtað lánsféð betur en bankarnir, þá er lítið spunnið í þá. Þessi hugsun má ekki gleymast, þótt nú líti flestar fjárfestingar illa út vegna hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu. Reynslan sker úr um það, hvort hinar nýju eignir, sem myndast hafa í krafti skulda, standa undir sér (og það gera þær áreiðanlega sumar, en ekki allar). En á Íslandi hefur einnig skapast nýtt og áþreifanlegt fjármagn á þrennan hátt. Í fyrsta lagi breyttust fiskistofnar á Íslandsmiðum úr óskrásettum, óveðhæfum, óseljanlegum, eigendalausum og þess vegna verðlausum gæðum í skrásett, veðhæf, seljanleg og verðmæt gæði í höndum útgerðarmanna. Þetta jók lánshæfi hagkerfisins stórlega. Í öðru lagi breyttust ýmis samvinnufélög og ríkisstofnanir úr óskrásettum, óveðhæfum, óseljanlegum, illa reknum, eigendalausum fyrirtækjum í skrásett, veðhæf, seljanleg, vel rekin fyrirtæki í eigu einkaaðila. Þetta jók einnig lánshæfi hagkerfisins. Í þriðja lagi er íslenska lífeyriskerfið eitt hið sterkasta eða jafnvel hið sterkasta í heimi. Virkari markað og lægri skatta Leiðin út úr erfiðleikunum er ekki aukin ríkisafskipti, eins og Wade leggur til, þar sem mistök er falin með auknum framlögum úr ríkissjóði eftir sama lögmáli og um kampavínsdrykkjuna: Ef illa gengur, þá þurfa menn á því að halda. Ef vel gengur, þá verðskulda menn það. Þótt Seðlabanki og ríkissjóður hljóti að vera traustir bakhjarlar viðskiptabanka og atvinnulífs, eiga skattgreiðendur líka heimtingu á, að fé þeirra sé ekki notað til að bjarga auðugu fólki úr vandræðum, sem það hefur komið sér í sjálft. Ef það má hirða gróðann í uppsveiflu, þá hlýtur það að bera tapið í niðursveiflu. Leiðin út úr erfiðleikunum er virkari markaður, þar sem upp kemst um mistök og þau eru snarlega leiðrétt. Fyrirtækin verða sjálf að vinna bug á erfiðleikunum. Þar reynir á lífsmátt þeirra, þrautseigju og aðlögunarhæfni. En auðséð er, hvað stjórnvöld geta lagt af mörkum. Jafnframt því sem Seðlabanki og ríkissjóður hljóta sem fyrr segir að vera öflugir, strangir og réttsýnir bakhjarlar viðskiptabanka og atvinnulífs, ber að lækka skatta á fyrirtæki og einstaklinga í því skyni að örva atvinnulífið, selja sem flestar eignir ríkis og sveitarfélaga, sem eiga heima í höndum einkaaðila, og koma hinni miklu umframorku okkar úr fallvötnum og iðrum jarðar í gott verð á alþjóðamarkaði.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.