Vísbending


Vísbending - 06.09.2008, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.09.2008, Blaðsíða 1
6. september 2008 33. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Ríkið hefur nú tekið að sér fasteignasjóði í Bandaríkjunum. Gæti slíkt gerst hér? Ferðaþjónustan hefur vaxið ár frá ári en afkoma í greininni er óviðunandi. Hvers vegna vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki Evrópuaðild? Demókratar í Bandaríkjunum hafa farið á límingunum vegna framboðs Söru Palin. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 3 3 . t b l . 2 0 0 8 1 framhald á bls. 4 Það vekur athygli að margir liggja stjórnmálamönnum á hálsi fyrir að gera ekki neitt í efnahagsmálunum. Sérstaklega heyrist þetta sjónarmið frá bankamönnum. Ekki er langt síðan bankamenn opnuðu vart munninn um stjórnmál án þess að minnast á visku þess að einkavæða bankana. Og það var vissulega mjög skynsamlegt hjá ríkinu að sleppa hendinni af bönkunum. Ábyrgðarleysið sem fylgdi því að stjórnmálamenn töldu sig eiga að marka stefnuna í lánamálum hafði mjög alvarlegar afleiðingar eins og sást þegar ríkið þurfti að hlaupa undir bagga með Landsbankanum og forða honum frá gjaldþroti fyrir liðlega áratug. Lengra er ekki síðan. Einkavæðingu fylgir að til verða eigendur með ábyrgð. Þeir reyna líka að nýta sér tækifæri sem gefast á markaði. Þeirra markmið eru arðbær viðskipti. Það er hins vegar ekkert sem segir að einkaaðilar geti ekki líka gert mistök. Sagan hefur margsannað það. Kosturinn við einkaeign er að menn mega tapa eigin fé. Vandinn er hins vegar mikill þegar menn spila svo djarft að þjóðfélagið allt er sett að veði. Sumir óttast það að ríkið komi til skjalanna vegna þess að saga þess í þessum efnum sé einfaldlega þess eðlis að langan tíma taki að vinda ofan af mistökum þess. The Economist rifjar upp ummæli Ronalds Reagans að skelfilegustu orð sem hægt sé að hugsa sér sé: „Ég er frá ríkinu og er kominn til hjálpar.“ Áhætta og ábyrgð Reglur fjármálaeftirlits og seðlabanka eru settar vegna þess að það er engin trygging fyrir eilífri sælu þó að vel gangi um senn. Bankamenn þreytast ekki á því að tyggja hin margreyndu sannindi að ekki eigi að setja öll eggin í sömu körfu. Þess vegna eru settar reglur um eiginfjárhlutföll, lausafé og dreifingu fjárfestinga. Engar Ríkið kemur til hjálpar reglur koma þó í staðinn fyrir dómgreind stjórnenda. Nú berast fréttir af því að Bandaríkja- stjórn hafi ákveðið að taka við eignum fasteignalánasjóðanna Freddie Mac og Fannie Mae. Að morgni 7. september sagði fjármálaráðherra stjórnar Bush, Henry M. Paulson: „Fannie Mae og Freddie Mac eru svo stór og samofin fjármálakerfi okkar að gjaldþrots annars hvors þeirra myndi valda mikilli ólgu á fjármálamörkuðu hér heima og um heim allan. Þessi ólga myndi hafa bein neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu heimilanna, allt frá ráðstöfunartekjum og verðmæti húseigna til sparnaðar fyrir háskóla eða til elliáranna. Gjaldþrot myndi hafa áhrif á getu Bandaríkjamanna til þess að fá húsnæðislán, bílalán og önnur lán til einstaklinga og fyrirtækja. Og gjaldþrot hefði neikvæð áhrif á hagvöxt og ný störf.“ Ástæðan fyrir því að þessi fyrirtæki eru illa stödd er ekki sú að þau hafi lánað af gáleysi. Þvert á móti eru tryggingar þeirra og útlánareglur taldar til mikillar fyrirmyndar. Vandinn er sá að stjórnendur vildu ekki halda sig við tiltölulega örugg viðskipti heldur langaði þá til þess að taka þátt í ofsagróðanum sem virtist vera allt í kringum þá. Því ákváðu þeir að nýta fjárhagsstyrk sjóðanna til þess að kaupa fasteignaskuldabréfavöndla, sem nú kemur í ljós að voru einskis virði. Ríkið opnar tékkareikninginn Það er fróðlegt fyrir Íslendinga að sjá með hvaða hætti Bandaríkin fara í málið. Engin ástæða er til þess að ætla að slíkt geti ekki gerst hér á landi þó að auðvitað voni allir að til þess komi ekki. Enginn veit á þessari stundu hve mikið ríkið mun þurfa að greiða þegar upp verður staðið. Það fer eftir því hversu lengi niðursveiflan á faseignamarkaðinum varir. Þó búast flestir við því að á endanum muni reikningur til skattgreiðenda nema háum fjárhæðum. Framkvæmdin er þannig að hvort fyrirtækjanna um sig gefur út einn milljarð í forgangshlutafé sem ríkið kaupir. Af þessu bréfi skuldbinda sjóðirnir sig til þess að greiða 10% vexti. Ríkið lofar á móti að tryggja fyrirtækjunum 100 milljarða dollara hvoru til þess að vega á móti framtíðartapi. Auk þess fær ríkisstjórnin tryggingar fyrir því að hún geti fengið keypt allt að 80% af almennu hlutafé í sjóðunum á nafnverði sem er undir einum dal á hlut. Frá og með árinu 2010 verða fyrirtækin að greiða fjármálaráðuneytinu ársfjórðungslegt gjald sem enn hefur ekki verið ákveðið. Hér er því í raun verið að opna ríkissjóð vegna einkafyrirtækja vegna þess að talið er að markaðurinn muni ekki þola það að þau fari á höfuðið. Ríkisstjórnin stendur frammi fyrir tveimur slæmum kostum og velur þann skárri. Hvað um eigendurna? Á Íslandi er vandinn sá að bankarnir hafa tekið mjög háar fjárhæðir að láni. Það sama gildir um mörg fyrirtæki og einstaklinga. Margt hefur gerst í senn. Lánsfjármarkaðir erlendis lokast, hlutabréf hríðfalla í verði, krónan fellur og verðbólga vex. Fjármálaeftirlitið hefur búið til álagspróf sem á að kanna hvort bankarnir og aðrar fjármálastofnanir geti staðist margháttað andstreymi samtímis. Samkvæmt fregnum hafa þeir staðist prófið hingað til en engin trygging er fyrir því að svo verði til frambúðar. Þvert á móti styttist sífellt í að komi að skuldadögum þar sem ekki er víst að hægt verði að borga lán með því að taka annað. Enginn efast um að stjórnendur og eigendur bankanna berjast hetjulegri baráttu en því miður er hluti vandans sá margir þeirra eiga samtímis í sams konar baráttu sjálfir. Þetta er það sem kallað

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.