Vísbending


Vísbending - 06.09.2008, Side 4

Vísbending - 06.09.2008, Side 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Guten berg. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar 4 V í s b e n d i n g • 3 3 . t b l . 2 0 0 8 Það er athyglisvert hvað blaðamenn geta verið samstiga þegar neyðin er stærst. John McCain gekk ekki vel í kosningabaráttunni við Obama sem er frísklegur ungur maður og mikill ræðusnillingur. Gamli maðurinn kom þá öllum á óvart með því að velja lítt þekkta, unga konu sem varaforsetaefni sitt. Allt í einu var eins og himnarnir hefðu hrunið á demókrata. Obama hafði viku áður ákveðið að velja litlausan miðaldra karl úr Öldungadeildinni sem meðreiðarsvein sinn. Enginn sýndi Joe Biden nokkurn áhuga. Allt öðru máli gegndi um Söru Palin. Augljóst var að þetta töldu fylgismenn Obamas stórhættulegt. New York Times upplýsti umheiminn um að eiginmaður Söru hafði ekið fullur fyrir rúmlega 20 árum. Þessi uppljóstrun hafði lítið að segja. Næst var dregið fram að dóttir hennar, sautján ára, á von á barni. Þarna virtist frjálslynda pressan hafa komist í feitt. Eini vandinn er sá að frjálslyndu fólki er alveg sama um hvað börn frambjóðenda gera. Fyrir nokkrum árum átti það að vinna gegn Dick Cheney varaforseta að dóttir hans er lesbía. Í ljós kom að kjósendum var nákvæmlega sama og demókratar sátu eftir með skömmina af því að hafa talið þetta varaforsetanum til lasts. Athygli vekur að konur hafa sumar snúist af mikilli hörku gegn Palin. Í New York Times var skrifuð háðsleg grein um frambjóðandann í go go stígvélum (kelling í Repúblikanaflokknum hlýtur að vera heimsk) og því lýst hvernig hún myndi sem forseti skipta um bleyju á vangefnum syni sínum eftir að hafa afgreitt Putin, forsætisráherra Rússlands. Satt að segja vita fæstir mikið um Palin á þessari stundu. Mörgum fannst henni takast vel til í ræðu á flokksþingi repúblikana. Fljótlega kemur betur í ljós hvaða hæfileika hún hefur. Fáum dytti í hug að ráðast á þá Obama og Biden með jafnósmekklegum hætti og kalla repúblikanar þó ekki allt ömmu sína. Ólíklegt er þó að val á varaforsetaefni hafi úrslitaáhrif á kosningarnar. Obama talar skörulega, en á endanum fara kjósendur að hlusta eftir því hvort hann hefur eitthvað að segja. Það sama gildir um Palin. bj Ein voða vitlaus framhald af bls. 1 hefur verið eigendavandi bankanna. Það vekur upp spurningar sem fyrir tveimur árum hefðu þótt kjánalegar, spurningar um hvort setja þurfi reglur um fjármál eigenda fjármálastofnana. Ættu svipaðar varúðarreglur að gilda um þeirra persónulegu fjármál og gilda um bankana? Ríkið getur setið uppi með vandann Frjálshyggjumenn eru lítt hrifnir af því að aukið verði við flókið regluverk ríkisins. Hins vegar má ekki gleyma því að fjármálastofnanir eru mjög flóknar og vegna margháttaðra Kínamúra innan þeirra er hætt við því að margir snjallir starfsmenn þeirra hafi ekki nægilega yfirsýn. Þetta leggur auknar byrðar á eftirlitsstofnanir. Hér á landi hafa eftirlitsstofnanir oft kiknað í hnjánum gagnvart ákveðnum aðilum á markaði og reynslan bendir til þess að ekki hafi verið lögð næg áhersla á það að bæði minnka áhættu og dreifa henni. Flest bendir til dæmis til þess að ekki sé heppilegt að fjárfestingabankastarfsemi sé í sömu fyrirtækjum og almenn bankastarfsemi. Því miður er eini íslenski stjórnmálaflokkurinn sem tekur undir þetta Vinstri grænir. Að undanförnu hefur verið bent á það að erlendar skuldir bankanna séu mjög miklar hér á landi. Einn hagfræðingur benti á að þær næmu nú hárri fjárhæð ef þeim væri deilt á fjögurra manna fjölskyldu. Annar taldi það villandi því að það væru tiltölulega fáir aðilar sem skulduðu alla fjárhæðina. Hvað gerist ef þessir aðilar komast í þrot? Þolir þjóðarbúið að þessar skuldir verði ekki greiddar? Því miður er ekki hægt að útiloka það að íslenska ríkið verði að grípa til svipaðra aðgerða og það bandaríska. Þá verður vandi bankanna jafnframt vandi heimilanna. Ritstjóri hitti reynslubolta úr dönsku viðskiptalífi fyrir nokkrum dögum. Eins og gerist og gengur var fitjað upp á ýmsum umræðuefnum. Meðal annars spurði ég hann hvort breytinga væri að vænta varðandi aðild Dana að myntbandalaginu. Ekki bjóst hann við því. Það væri afar bagalegt fyrir Dani að þurfa að greiða hærri vexti en aðrir í bandalaginu, en vaxtamunurinn væri liðlega hálft prósent. Hins vegar sagðist hann hafa tekið eftir frétt um það að meirihluti Íslendinga vildi hefja aðildarviðræður og spurði hvort þetta merkti að hreyfing væri á málinu. Ekki taldi ég það. Í ríkisstjórn væru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn sem væri fremur til hægri en Samfylkingin væri sósíaldemókratískur flokkur. Sjálfstæðismenn væru á móti aðildarviðræðum en hinir styddu aðild. „Þetta er alls staðar eins. Hægri menn styðja viðskiptalífið en vinstrimenn þvælast fyrir því,“ sagði viðmælandi minn. Ég sagði honum að hann hefði ekki tekið rétt eftir. Það væru kratarnir Hvers vegna er Sjálf- stæðisflokkurinn á móti Evrópuaðild? sem vildu Evrópusambandsaðild en hægri flokkurinn væri á móti. Eftir nokkur skipti skildi hann málið rétt og spurði þá hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki aðild. Ég sagði honum að forystumenn flokksins vildu meðal annars að landið hefði áfram sjálfstæða mynt. Þegar hann spurði mig hvers vegna sagði ég honum að það væri til þess að tryggja fulla atvinnu. Þá spurði hann mig hvernig horfði í atvinnumálum. Ég varð að svara því að það liti ekki svo vel út því að mörg fyrirtæki væru að sigla í þrot vegna þess að vextir væru mjög háir hér á landi. Hann samsinnti því að þeir væru geysiháir þegar ég hafði tilgreint algenga vexti.„Hvers vegna er það?“. Ég sagði að það væri til þess að halda niðri verðbólgu. „Hve há er verðbólgan þá?“ Þegar ég sagði honum að hún væri 14,5% samkvæmt síðustu mælingu leit hann á mig vorkunnaraugum og spurði hvernig veðrið hefði verið í sumar.

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.