Íslendingur - 04.09.1959, Side 1
XLV. árg.
Föstudagur 4. september 1959
32. tbl.
12 milnfl
sdflflD ín
Hinn 1. þ. m. var, eins og frá var sagt í forustugrein blaðsins 28.1 þeirra verið erfiðari en s. 1. 12
f. m., liðið ár frá því að við íslendingar færðum íiskveiðilandhelgi
okkar út í 12 sjómílur, sem nokkrar þjóðir mótmæltu, en fylgdu ekki
eftir, nema Bretar.
Á þessu liðna landhelgisári hafa
Bretar lagt alla áherzlu á að reyna
að beygja íslendinga á bak aftur
í fiskfriðunarmálunum, og kostað
svo miklu til, að þeir hafa látið
herskip með nokkur þúsund
manna áhöfn vernda brezka tog-
ara með nokkur hundruð manna
áhöfn til veiðiþjófnaðar í fisk-
veiðilandhelgi íslendinga.
Fyrir þessar sakir hafa Bretar
hlotið mikinn og alvarlegan álits-
hnekki hjá frjálsum þjóðum
heims. Dólgsháttur þeirra innan
fiskveiðilögsögu okkar á sér fáar
eða engar hliðstæður meðal
menningarþjóða á miðri 20. öld.
Þeir hafa haft í hótunum um að
sigla eða skjóta niður íslenzka
varðbáta, ef þeir hreyfðu við
brezkum veiðiþjófum, jafnvel
þótt þeir væru innan hinnar eldri
viðurkenndu fiskveiðilandhelgi.
Þá sökkvum við ykkur.
í endurminningum Eiríks skip-
herra Kristóferssonar á Þór, er
komu út á vegum Kvöldvökuút-
gáfunnar á ársafmæli sjóhernaðar
Breta í íslenzkri fiskveiðiland-
helgi, kennir margra grasa um
framkomu brezku togaranna og
tundurspillanna, bæði um ásigl-
ingartilraunir, flótta frá ráninu
og breiðslu yfir nafn og númer.
í sambandi við töku togarans
Iiackness innan við hina eldri 4
mílna landhelgi, segir þar svo:
„Héldum við siðan á eftir tog-
aronum, og voru menn stöðugt
hafðir við fallbyssuna. En ekki
leið á löngu, þar til Russel (vernd-
ar-herskip) kom æðandi þétt upp
að okkur með mannaðar allar
fallbyssur sinar, og um leið sendi
skipherrann svohljóðandi orðsend-
ingu til okkar:
„EF ÞIÐ SKJÓTIÐ Á TOGAR-
ANN, ÞÁ SÖKKVUM VIÐ YKK-
UR". Við létum þessa hótun ekk-
ert á okkur fá, cn héldum áfram
eftirförinni, eins og ekkert hefði
í skoriit."
Láfro ekkerfr á sig fá.
Það er þessi hetjudugur og
æðruleysi íslenzku löggæzlu-
mannanna okkar á hafinu, sem
v.ið getum þakkað þeim á þessum
tímamótum. Aldrei liefir aðstaða
mánuði, er Bretar hófu hér veiði-
þjófnaðinn í íslenzkri fiskveiði-
landhelgi. Þeir liafa aldrei látið
neitt á sig fá, þótt þeim hafi ver-
ið sýndar vatnsslöngur, hakar,
hnyðjur og glóandi járnteinar, er
þeir komu að borði veiðiþjóf-
anna. Þar þarf bæði kjark og still-
ingu til, og hvorttveggja hefir
skotið veiðiþj óf unurn skelk í
bringu, þó að þeir liafi herskip
sér til verndar, sem hvert um sig
er að stærð og mannafla meira en
öll smálestatala og 'áhöfn íslenzku
varðbátanna sex.
íslenzku varðbátarnir eru: Þór
(flaggskip varðgæzluflotans), Óð-
inn, Ægir, Sæbjörg, María Júiía
og Albert, en öll eru þessi skip
jafnframt björgunarskip, sem
hafa borgið mörgu innlendu og
erlendu mannslífi úr nauðum. Og
enn ber að nefna landhelgisgæzlu-
flugvélina Rán, sem veitt hefir
varðgæzlunni ómetanlegt gagn.
Minkur
SKOÐAR NÆTURLÍFIÐ
í BÆNUM
Á þriðjudagsnóttina urðu lög-
reglumenn, sem voru á eftirlits-
akstri um bæinn, varir við mink
í Gránufélagsgötu. Gerðu þeir til-
raun til að ná honum en misstu
hans. Minkar hafa vaðið uppi í
sumar í nágrenni Akureyrar, en
ekki hefir þess orðið vart, að
þeir brygði sér inn í bæinn til að
skoða næturlífið hér, fyrri en nú.
Hætt er við, að lífið á Anda-
pollinum verði fábreytilegt, ef
minkurinn nemur land hér í bæn-
um.
Íþróítir:
Ágæf frammisfaða yngri
knaftspyrnumanna
Um síðustu helgi voru háðir
hér á íþróttavellinum nokkrir
kappleikir í yngri flokkum knatt-
spyrnumanna. — Á laugardag:
IV. fl. ÍBA a-lið vann Fram a,
3:1. — IV. fl. Fram b, vann ÍBA
b, 3:2. — IV. fl. ÍBA vann Sigl-
firðinga 3:0.
Á sunnudag: IV. fl. Fram a,
vann ÍBA a, 4:0. — II. fl. ÍBA
varin Siglufjörð 10:3. — IV. fl.
ÍBA b, vann Fram b, 4:1. — IV.
fl. Siglfirðinga og ÍBA b, 1:1.
I síðasta blaði láðist að geta
þess, að í suðurförinni lék IV. fl.
gegn Fram í Reykjavík og varð
jafntefli 0:0. Einnig
við Þrótt o
lék III. fl.
sigraði Þróttur 3:2.
Nokkur frj álsíþróttamót hafa
verið hald.in undanfarið, og hafa
knattspyrnumenn og skíðamenn
tekið þátt í þeim með góðum á-
rangri. Magnús Guðmundsson er
slyngur í fleiru en skíðaíþróttinni
og golfinu. í spjótkasti náði hann
44.97 m., Jakob Jakobsson 43.60
og Birgir Hermannsson 45.95. —
Eðvarð P. Ólafsson efnilegur ný-
liði í káluvarpi kastaði 11.06 m.
í sinni fyrstu keppni.
Þór — flaggskip landhelgisgœzlunnar.
Finmi ára stnlkubarn
slasast til bana
Sviplegt slys að Grafar-
holti á sunnudagskvöldið.
Það hörmulega slys varð síðast-
liðið sunnudagskvöld að Grafar-
holti við Akureyri, að 5 ára dótt-
ir bóndans þar, Gunnhildur, slas-
aðist svo, að hún heið hana litlu
eftir að komið var með hana í
sjúkrahúsið, án þess að koma til
meðvitundar eftir slysið.
Faðir hennar, Víglundur Arn-
ljótsson, var að slætti á túni sínu
á 9. tímanum um kvöldið, og vissi
engra barna von í nánd við sig.
Fann hann þá skyndilega, að vél-
in þyngdist í akstri og stöðvaði
hana. Er hann gætti að nánar, sá
hann dóttur sína liggjandi í drif-
öxli, er tengir sláttuvélina við
dráttarvél þá, er hann sló með.
Benda líkur til, að barnið hafi
borið þarna að og ætlað að klifra
upp á dráttarvélina til föður síns
en fallið niður áður eða fest föt
sín í driföxlinum, en engir sjón-
arvottar voru að þessum sviplega
atburði.
Gunnhildur litla var með
yngstu börnum þeirra hjóna, Her-
mínu Marinósdóttur og Víglund-
ar, en þau eiga 11 börn.
Moksíld fyrlr an§tan
Sundmót Akureyrar og Norð-
lendinga verða háð 9. og 26.—27.
þessa mánaðar.
Knattspyrnumót Norðlendinga
verður haldið á Akureyri 15. þ.m.
Guðmundur Þorsteinsson og
Ingólfur Hermannsson kepptu á
Unglingameistaramóti íslands í
Reykjavík og stóðu sig með ágæt-
um og unnu 2 greinar hvor, Guð-
mundur 800 og 1500 m. og Ing-
ólfur 110 m. grind og stangar-
stökk.
-------□--------
VÍGSLUBISKUP
HÓLASTIFTIS VÍGÐUR
Síðastliðinn sunnudag fór fram
vígsla sr.
Sigurðar Stefánssonar
prófasts á Möðruvöllum til vígslu-
biskups liins forna Hólastiftis, að
Hólum í Hjaltadal, að viðstöddu
miklu fjölmenni, þar á meðal
fjölda presta úr stiftinu. Frásögn
af athöfninni, sem koma átti í
blaðinu í dag, hafði ekki borizt
því, er það fór í prentun, en henn-
ar má vænla í næsta blaði.
Hæsta skipið með
17600 mál
Vikuna sem leið var óvenju
mikil síld fyrir Austurlandi, og
komust sum skipin í 1000 mál eða
meira í einni veiðiferð. Síldar-
bræðslurnar á Austfjörðum hafa
því haft nóg að gera, og hafa sum
skipin siglt með aflann norður á
Raufarhöfn, því afköst síldar-
bræðslnanna á Austfjörðum eru
mjög takmörkuð. Varð vikuafl-
inn yfir 60 þús. mál og tunnur, og
er nú kominn á aðra milljón frá
byrjun vertíðar.
Aflahæstu skipin voru um s. 1.
helgi: Víðir II. Garði með 17613
mál og tunnur, Snæfell með
15456, Jón Kjartansson með
14416 og Faxaborg með 14369.
Akureyri eru meðal aflahæstu
skipa, báðir komnir yfir 12 þús.
mál.
INNBROT
Á ÞRIÐJUDAGSNÓTT
Síðastliðna þriðjudagsnótt var
rúða brotin í úithurð Bókaverzl-
unar Jóhanns Valdimarssonar í
Hafnarstræti 94 og farið þar inn.
Ekki saknaði Jóhann bóka eða
annarrar vöru, og „umgengni“
hlutaðeiganda virtist hafa verið
mjög sæmileg.
Mörg þessara skipa munu enn
hafa hækkað sig,síðan aflaskýrsla
Fiskifélagsins var birt um síðustu
helgi.
Nýju togbátarnir eyfirzku, Björg-
vin Dalvík og Sigurður Bjarnason
-----------□-------
F j órðungsþíng
ungra Sjálfstæðismanna á Norð-
urlandi verður haldið að Blöndu-
ósi laugardaginn 12. sept. og hefst
kl. 2 e. h.
------□-------
Héraðsmót
SJÁLFSTÆÐISMANNA
verða háð á Húsavík 5. sept. kl. 9
e.h., að Skúlagarði í Kelduhverfi
sunnudag 6. sept. kl. 4 e.h., í Ól-
afsfirði föstudag 11. sept., Dalvík
12. sept. og á Akureyri 13. sept.
Ræðumenn verða alþingismenn-
irnir Jónas G. Rafnar og Magnús
Jónsson. Auk þess söngvarar og
önnur skemmtiatriði.
-----□------