Íslendingur


Íslendingur - 04.09.1959, Side 2

Íslendingur - 04.09.1959, Side 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudagur 4. september 1959 K.enmr út hvern föstudag. Útgefondi: Útgájujélag ídendings. lfitstjóri og ibyrgðanuaður: Jakob 0. féuirsson, Fjólug. 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 67. Sími 1354. Opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13.30—17.30, aðra daga kl. 10—12 og 13.30—17.30. Laugardaga kl. 10—12. Prentsmiðja Bjöms Jónssonar h.f S. í. S. útsvarslaust Það hefir vakið mikla furðu manna, uintal og blaðaskrif eftir útkomu niðurjöfnunarskrár Rvík- ur, að þar er umfangsmesta og efldasta stórfyrirtæki landsins, Sambandi ísl. samvinnufélaga, ekkert útsvar gert. Sagt er, að samkvæmt samvinnulögunum megi ekki leggja útsvar á sam- vinnufyrirtæki nema af hagnaði á utanfélagsviðskiptum, en þar sem SÍS hafi gefið upp tap á þeiin liaji ekki verið hœgt að gera því útsvar. Allir kaupstaðir landsins skipta útsvörum í tvo flokka: tekju- og eignaútsvör annars vegar og reksturs- eða veltuútsvör hins veg- ar. Allir sem hafa einhvern „rekstur" með höndum, hvort sem hann er verzlun, iðnaður, veitingasala, útgerð eða sam- göngur, verða að inna þetta veltu- útsvar af hendi. Þessi fyrirtæki cða einstakling- ar verða að greiða sitt veltuútsvar samkvæmt upp gefinni eða óætl- aðri umsetningu sl. órs, ón tillits til þess, hvort hagncður cða tap hefir orðið á rekstrinum. Setjum svo, að Kjörbúð hins útsvarslausa risafyrirtækis í Austurstræti hefði verið rekin af sameignarfélagi, hlutafélagi eða einstaklingi, gat ekki farið hjá því, að greiða hefði orðið all-hátt veltuútsvar af umsetningu hennar 1958. Setjum svo, að Eimskipafélag íslands h.f. hefði til viðbótar skipastól sínum átt liinn mikla skipastól Sambandsins, hefði út- svar þess ekki orðið 2.8 miiljónir, heldur mun meira, jafnvel 4 millj. Það er því ekki aðeins bæja- og sveitafélögin, sem skattfríðindi samvinnusamtakanna eru að sliga, heldur eru þau einnig að sliga önnur félagssamtök og ein- staklinga, sem verða að taka á sig útsvarsbyrðar þær, er samvinnu- samtökunum bæru að réttu móts við aðra, þar á meðal mörg fyrir- tæki, sem rekin eru með halla. Og aðstöðumunur þeirra, sem álög- urnar verða að bera möglunar- laust og hinna, sem engar eða litl- ar álögur þurfa að bera til bæja- og sveitafélaga er það mikill, að ekki er hægt að nefna frjálsa sam- keppni í því sambandi. Með þung- um álögum er fjölda fyrirtækja fyrirmunað að auka rekstur sinn, meðan samvinnufyrirtækin geta áhyggjulaust lagt í stærri og stærri fj árfestingar og fært rekst- ur sinn árlega inn á ný svið. Skaltfríðindi þau, sem sam- vinnufélögunum voru veitt með samvinnulögunum fyrir meira en þriðjungi aldar, meðan þau voru að byggja upp verzlunarrekstur sinn, eru nú löngu orðin úrelt og þarfnast endurskoðunar, sem allra fyrst. Meðan veltuútsvör eru leyfð verða ÞAU a. m. k. að nú jafnt til alls reksturs, hvort sem hann er í höndum einstaklinga, sameignarfélaga, hlutafélaga eða samvinnufélaga. Framsóknarmenn hafa löngum talið hinn öra vöxt samvinnufyr- irtækja sönnun 'þess, að sam- vinnurekstur sé heilbrigðara rekstrarform en öll önnur. Sú staðhæfing getur fyrst verið tekin. til íhugunar, þegar öll rekstrarform eiga jafnan leik. Eins og nú standa sakir er gum Framsóknarmanna af yfirburðum samvinnurekstursins af sama toga spunnin og gort manns yfir að vinna skák, þar sem hann hefir fengið drottningu og hrók í for- gjöf! Fæstum fær nú orðið dulizt, að í þeim sveitarfélögum, sem sam- vinnufélög hafa ríkastan hlut í verzlun, iðnaði og öðrum atvinnu- rekstri, er útsvarsbagginn á öðr- um svo þungur í seinni tíð, að mjög stendur opinberum fram- kvæmdum fyrir þrifum. Reykja- vík hefir minnst af þessu að segja, enda eru framkvæmdir þar, t. d. í gatnagerð, langt á undan því, sem í öðrum kaupstöðum þekkist. Horfa því forráðamenn þessara kaupstaða úti um land með nokkrum ugg til framtíðar- innar, ef lengi ú enn að lialda fyrir þeim réttmætum tekjustofn- um með því að viðhalda marg-úr- eltri löggjöf um missköttun þess atvinnurekstrar, sem er aðal-und- irstaða leknanna til að inna af höndum lögboðnar kvaðir og standa jafnframt undir knýjandi framkvæmdum. Hér verður Alþingi að koma til skjalanna sem fyrst og gangast fyrir endurskoðun samvinnulcg- anna gömlu. Nú orðið eru þau samvinnurekstrinum cngin nauð- syn, s. s. honum var fyrir nær 40 úrum, og eftir oð veltuútsvör voru upp tekin er þessi gamla löggjöf aðeins refsivöndur ú alla þú, er beita vilja kröftum sínum að stofnun atvinnurekstrar bæjarfé- lögum, sveitafélögum og þjúðinni til heilla. Nýkomið: MAX FACTOR SNYRTIVÖRUR allar tegundir. ’yöruðalciri HAFNAR.STRÆTI /ÓV. AKUREYRI Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og útför Þorbjargar Þórðardóttur frá Hlíðarenda. Aðalheiður Jónsdóttir, Jóhann Jónsson. Nýtt ó markaðinum! SVAMPSKJÖRTIN komin. ðritaseítG.n HAFNARSTRÆTI 106 AKUREYRI Isabella kvensokkar Maria Morta Mína (sterkir) (þunnir) (m/teygju) Berto og Aníta (saumlausir) ísabella lækkar sokkareikninginn. yöruðalan HAFNARSTRÆTI tOH AKUREYRI SPIC AND SPAN til gólfþvottá og hreingerninga. Ekkert skrúbb. Ekkert skol. Eng- in þurrkun. Þér þurfið aðeins að blautvinda klútinn eða þvegilinn og strjúka einu sinni yfir og öll óhreinindi strjúkast af á svip- stundu. í 12 I. fötu þarf % bolla. \tji 5ölutuminn\ nJruMireÆ.ruoo sÍM/ mo • r Ankorun til eigenda bifreiða, bifhjóla og reiðhjóla með hjólparvél. Hér með er skorað á eigendur ofangreindra tækja, sem ekki hafa greitt lögboðin gjöld af þeim á þessu ári og vanrækt hafa að færa þau til skoðunar, að greiða gjöldin og láta lög- boðna skoðun fara fram. Óskoðuð ökutæki í umferð verða tekin í vörzlu lögreglunnar án alls fyrirvara og séu gjöld af þeim ógreidd, verða þau seld á nauðungaruppboði samkvæmt heimild í lögum nr. 49, 16. marz 1951. Bæjarfógetinn á Akureyri og sýslumaðurinn í Eyj af j arðarsýslu. Sigurður M. Helgason — settur. — bittspwÉt HorMinds verður háð á Akureyr.i 11.—13. september n. k. Þátttökutil- kynningar skulu sendarHermanni Sigtryggssyni, Víðimýri 1, Akureyri, fyrir 7. september næstkomandi. Knattspyrnufélag Akureyrar. — Auglýsið í íslendingi SlÁMSA-hurðin er nýjung hér á landi og nýtur vaxandi vinsælda. Umboðsmaður á Akureyri er: ÞÓRÐUR V. SVEINSSON. REYKJAVÍK.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.