Íslendingur


Íslendingur - 07.04.1983, Blaðsíða 3

Íslendingur - 07.04.1983, Blaðsíða 3
Guðmundur Heiðar Frímannsson: Atvinna, verðbólga og kosningar Það mundu að líkindum allir fallast á, að æskilegt væri að halda fullri atvinnu, eins og gert hefur verið á íslandi siðustu aratugina með fáeinum undan- tekningum. Það óskar þess enginn, að atvinnuleysi hæfíst á Islandi til langframa enda hefur það ekki gerzt. Það er því eðlilegt að allir fíokkar, sem nú bjóða fram til Alþingis leggi á það áherzlu, að leitazt verði við að halda þetta markmið. Við skulum huga ögn að því, hvaða máli þetta skiptir. Það fer ekki á milli mála, að atvinna er ekki örugg hjá fjölda manna lengur. Og þótt á sumum svæðum í landinu sé næg atvinna þessa mánuðina, þá er engan veginn tryggt, að hún haldist til lengdar. Það eru því þó nokkrir menn og konur, sem nú þegar þurfa að búa við það böl, sem atvinnuleysi óhjákvæmilega er. Það er því eðlilegt að menn spyrji með nokkrum ugg: Hvað er til bragðs að taka? Hvaða svör bjóða stjórnmálaflokkarnir upp á nú í þessari kosningabaráttu? Það liggur sú eðlilega ástæða til þess, að allir stjórnmála- flokkar leggja áherzlu á fulla og trygga atvinnu, að atvinnuleysi er böl. Það vill enginn kalla böl yfir fólkið í landinu, ef hjá því verður komizt með nokkru móti. Það mætti því hugsa sér, að fullri atvinnu væri haldið, hvað sem það kostaði. En það er hætt við að atvinnuöryggi sem tryggt væri með þessum hætti, kostaði meira en nokkur maður myndi þola eða fallast á, þegar nánar er að gáð. Til að tryggja fulla atvinnu, hvað sem á dyndi, yrðu menn að fórna persónufrelsinu. Ef ætti að fram- fylgja þessu stefnumáli bókstaf- lega, þyrfti ríkið að stjórna hverju einasta fvrirtæki í landinu. Það vill nefnilega svo til, að fyrirtæki ýmist hagnast eða tapa. Þegar illa gengur, þurfa þau að fækka fólki. Þegar vel gengur, geta þau bætt við sig fólki. Þetta veldur hagsveiflum, sem geta haft atvinnuleysi í för með sér, þegar illa árar. Þótt enginn óski þess böls, sem atvinnuleysið er, þá hygg ég, að mörgum þætti full atvinna dýru verði keypt, ef þetta væri eina leiðin. Starf deildarstjóra Vefnaðarvörudeildar KEA er laust til umsóknar. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist til aðalfulltrúa Kaupfélags Eyfirðinga eigi síðar en 15. apríl nk. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. Starf forstöðumanns Bifreiðaverkstæðis Dalvíkur er laust til umsóknar. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist til útibússtjóra Kaupfélags Eyfirðinga, Dalvík, eigi síðar en 15. apríl nk. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. Okkar maður áAkureyri Síminn er 9626111 Ráðinn hefur verið sérstakur mark- aðsfulltrúi Hafskips hf. á Norður- landi, Þórarinn B. Jónsson. Hann hefur skrifstofu sína að Glerár- götu 20 á Akureyri. Hlutverk hans er að veita ráðgjöf og upplýsingar um ferðir félagsins og vera til ráðuneytis varðandi vöru- flutninga. Tilgangurinn með opnun þessarar þjónustuskrifstofu er liður í mark- vissu starfi Hafskips hf. til að auka þjónustu sína og koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna. Umboðsmaður Hafskips hf. á Akur- eyri er eftir sem áður Kaupfélag Eyfirðinga. Okkarmaður,- þinnmaður. 22 HAFSKIP HF. Það eru til leiðir til að halda fullri atvinnu og draga úr verð- bólgu um leið. En þær taka tíma og almenningur verður oft óþolin- móður, þegar hægt gengur og kaupmáttur eykst lítið. Þetta var aðalástæða þess sem gerðist í beita í útgjöldum ríkisins. IJm leið þarf að létta álögum af fyrir- tækjum og draga úr skattheimtu rikisins. Ef þetta tekst, sem er náttúrlega alls óvíst, þá eru til komin skilyrði fyrir því, að hagvöxtur eflist á ný. En hann er eina leiðin, sem raunverulega er fær til að efla framfarir ílandinu. Til að framkvæma þetta eru erfið skilyrði þessi misseri. Það hefði verið auðveldara fyrir fjórum árum. Sú stjórnarstefna, sem hafði það að markmiði, að koma verðbólgu niður í sambæri- lega tölu og er í helztu viðskipta- löndum, en endar feril sinn á 100% verðbólgu eða þar um bil, er ekki líkleg til annars en auka enn allan vanda heimilanna og einstaklinganna í landinu. Það er því brýn þörf á þvi, að kjósendur átti sig á því, að óbreytt stjórnar- stefna leiðir óhjákvæmilega til fjöldaatvinnuleysis, vegna þess að hún kann engin ráð gegn verðbólgunni. Það getur því oltið á atkvæði manna, hvort þeir halda atvinnu sinni eða ekki. Það er ástæðulaust að gera sér neinar gyllivonir um, að auðvelt verði að ráða við þann marghöfða þurs, sem verðbólgan er. En það er hægt og því fyrr, sem það er gert, því betra. Brýnasta hagsmunamál almennings er að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum. Eina trygga leiðin til, að svo verði, er, að nægilega margir Ijái Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt i kosningunum síðar i þessum mánuði. Guðmundur H. Frimannss. sólstöðusamningunum 1978, sem eru sennilega eitthvert hrapa- legasta glappaskot í efnahagslífi siðustu ára. Hefðu verkalýðs- fálögin þurft að taka afleiðingum gerða sinna þá, hefðu þau kallað yfir sig stórfellt atvinnuleysi. Og þau hefðu engum um að kenna nema sjálfum sér. Það hefði verið beizkur bikar að bergja á. En stjórnvöld komu í veg fyrir, að þessar afleiðingar fylgdu í kjöl- farið með ýmis konar aðgerðum. Það er ein leiðin út úr þeirri kreppu, sem nú ríður yfir, að launahækkunum sé haldið i hófí. Það veit hins vegar enginn, hvort hún er fær nú fremur en fyrir fimm árum. Aðrar leiðir eru til, sem eru mun skjótvirkari, en þær eru að öllum líkindum of sársaukafullar til að nokkrum stjórnvöldum séu þær tiltækar. Eina leiðin, sem virðist vera fær um þessar mundir, er því að beita styrkri stjórn í ríkisfjármálum og þá sérstaklega í peningamálum, en á það hefur nokkuð skort á seinni árum. Itrasta aðhaldi barf að Sameiginlegir framboðsfundir í Norðurlands- kjördæmi eystra Sameiginlegir fundir allra framboðslista í kjör- dæminu verða haldnir sem hér segir: ÞÓRSHÖFN: í félagsheimilinu sunnud. 10. apríl kl. 15.00. RAUFARHÖFN: í félagsheimilinu sunnud. 10. apríl kl. 20.30. HÚSAVÍK: í félagsheimilinu mánud. 11. apríl kl. 20.30. ÓLAFSFIRÐI: í félagsheimilinu þriðjud. 12. apríl kl. 20.30. DALVÍK: í félagsheimilinu miðvikud. 13. apríl kl. 20.30. Frambjóðendur. PLLJSIAN ÞÚ SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ Þú getur haftþrefalt til fjórfalt fé í höndum eftir umsaminn sparnað. öllum er frjálst aö opna Plúslánsreikning, hvort sem þeir ha fa skipt við Útvegsbankann hingað til eða ekki. Er ekki Útvegsbankinn einmitt bankinn fyrir þig. ÚTVEGSBANKINN HAFNARSTRÆTI 1Ö7 600 AKUREYRI fSLEflDÍttóUÍf - 3

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.