Vísbending - 13.02.2009, Blaðsíða 1
13. febrúar 2009
7. tölublað
27. árgangur
ISSN 1021-8483
1Bankaskýrslan nýja vekur ekki góðar vonir
um skilvirkt, nýtt
Ísland.
Var Kaupþingi komið
fyrir kattarnef?
Stjórnarformaðurinn
rekur hvað gerðist.
Hafa kenningar
Keynes nú loks sannað
gildi sitt eftir langt
frjálshyggjutímabil?
Hvað má forsetinn ekki
segja á fundum með
erlendum sendiherrum?
3
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
V í s b e n d i n g • 7 . t b l . 2 0 0 9 1
Sænski sérfræðingurinn Mats Josefsson skilaði nýlega frá sér skýrslu um viðreisn bankakerfisins. Hann
var afdráttarlaus um hverjir bæru ábyrgð á
bankahruninu (sjá bls. 2). Jafnframt lagði
hann til áætlun í nokkrum liðum. Ekki er
hægt að segja að einróma ánægja sé með
niðurstöður Josefssons. Tillögur hans bera
með sér að ríkinu og ríkisstjórn sér í lagi
verði ætlað mikið hlutverk í efnahagslífinu
til langs tíma.
Tillögur um endurreisn
Í nefnd sem Josefsson stjórnaði og í sitja
„fulltrúar allra viðeigandi aðila sem koma
að meðferð bankamála“ var skrifuð skýrsla
sem tekur á helstu þáttum varðandi viðreisn
bankanna og viðskiptalífsins almennt.
Tillögurnar eru:
• Starfandi bankar verði endurreistir
af ríkisstjórninni, bæði rekstrarlega og
fjárhagslega.
• Komið verði á fót eignasýslufélagi, sem
muni hafa það hlutverk, annars vegar, að
styðja endurreisn stærri fyrirtækja sem gegna
mikilvægu hlutverki í íslensku efnahagslífi
og, hins vegar, að endurskipuleggja félög og
bjarga verðmætum sem glatast ef félögum
fara í þrot.
• Ríkisstjórnin taki við hlutverki eigenda
bankanna og láti bankana vita að viðskipti
eigi ekki að ganga fyrir sig með sama hætti
og áður.
• Stjórnendur banka geri sér grein fyrir því
nýja umhverfi sem þeir starfa í og leggi
sitt að mörkum og styðji ríkisstjórnina við
að koma stefnumálum hennar, varðandi
endurreisn efnahagslífsins í framkvæmd.
• Endurbættur verði laga- og fram kvæmda-
rammi varðandi uppgjör gömlu bankanna.
• Skipting verðmæta, sem fást við sölu
eigna gömlu bankanna, á milli kröfuhafa
verði sanngjörn, réttlát og gagnsæ.
• Íhugað verði að setja upp sjálfstætt
eignarhaldafélag sem fari með hlutabréf
ríkisins í bönkum og fjármálastofnunum.
• Mótuð verði afstaða til framtíðar-
eignarhalds á fjármálastofnunum, m.a.
hugsanlega sölu hlutabréfa.
Tillögur úr grárri forneskju
2 4
• Settar verði reglur og eftirlitsrammi
í samræmi við það sem gerist best
alþjóðlega.
Ekki er hægt að segja að sérstakur
ferskleiki einkenni tillögurnar heldur
benda þær til þess að hugmyndirnar komi
fyrst og fremst frá embættismönnum. Hér
á eftir verða einstakir þættir skoðaðir.
Hvað er að hugmyndunum?
Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að starfandi
bankar verði endurreistir af ríkinu. Þetta er
ekki góð hugmynd. Menn kunna að spyrja
hverjum öðrum sé til að dreifa. Víst er það
rétt að fjárfestar hér á landi eru fáir með
mikla getu. En bent hefur verið á aðra leið,
það er að erlendir kröfuhafar að gömlu
bönkunum komi beint að endurreisn
kerfisins. Nú er alls ekki víst að erlendir
aðilar séu spenntir fyrir því að hefja
atvinnurekstur hér á landi og reyndar vitað
að menn óttast mjög íslensku krónuna
eins og fram kemur í lágu gengi hennar
á erlendri grund. Hins vegar eiga margir
útlendir bankar kröfur á íslenska banka.
Þeir gera sér glögga grein fyrir því að þeir
muni ekki fá öll sín lán endurgreidd.
Þeirra helsta von er að íslensk fyrirtæki geti
borgað sem allra stærstan hluta af lánum
sínum til bankanna. Það tekst örugglega
ekki ef fyrirtækin fara á hausinn. Líkurnar
á því að það gerist aukast dag frá degi
meðan bankarnir veita engin lán. Þess
vegna er mikilvægt að útlendu bankarnir
komi beint að rekstri nýju bankanna hér
á landi. Þá verða það þeirra hagsmunir að
íslensk fyrirtæki gangi vel. Best væri að hér
væri að minnsta kosti einn banki algerlega
í erlendri eigu. Þetta myndi auka líkurnar
á því að Ísland komist aftur í sátt við
umheiminn.
Það boðar heldur ekki gott að sagt er:
„Ríkisstjórnin taki við hlutverki eigenda
bankanna og láti bankana vita að viðskipti
eigi ekki að ganga fyrir sig með sama hætti
og áður.“ Nú eru það ráðherrar sem ráða og
menn munu keppast um að koma tryggum
flokksgæðingum í bankaráðin enda hafa
tveir faglegir formenn ráðanna þegar verið
flæmdir burt. Næsta skref er væntanlega
að ráðnar verði framkvæmdastjórnir
bankanna, skipaðar einum úr hverjum
stjórnarflokkanna til þess að tryggja að allir
flokkarnir njóti eignarhaldsins jafnt. Þessi
hugsun er áréttuð í skýrslunni: „Stjórnendur
banka geri sér grein fyrir því nýja umhverfi
sem þeir starfa í og leggi sitt að mörkum
og styðji ríkisstjórnina við að koma
stefnumálum hennar varðandi endurreisn
efnahagslífsins í framkvæmd.“ Bara ef
ske kynni að einhver bankastarfsmaður
hefði ekki skilið að nú vinnur hann fyrir
stjórnarflokkana.
Rauðka endurborin
Eignarhaldsfélagið Rauðka endurborin (í
höfuðið á slíku félagi sem hér starfaði upp
úr stríðslokum), félag sem á að styðja og
eiga stærri fyrirtæki landsins er skelfileg
tilhugsun. Yfir fyrirtækinu yrðu valdamiklir
kommissarar sem hefðu geysimikil völd,
ekki síst á samkeppnismarkaði þar sem
mörg fyrirtæki í sömu grein yrðu undir
stjórn Rauðku.
Það er ótrúlegt að hugmyndir af
þessu tagi komi fram á sama tíma og
í þjóðfélaginu eru uppi hávær viðhorf
um að hverfa skuli frá flokksræði og að
undirrót vandans sé einmitt allt of mikil
völd stjórnmálamanna. Framsóknarmenn
hafa ekki látið í ljós skoðanir á þessari
niðurstöðu, en ólíklegt verður að teljast að
þeir sem hafa aðhyllst hugmyndir um svo
viðamiklar breytingar á stjórnkerfinu að
kalli á stjórnlagaþing hafi verið með það í
huga að hverfa aftur til grárrar forneskju.
Engar hugmyndir eru um uppbyggingu
hlutabréfamarkaðar eða tekið á
hugmyndum samtaka vinnumarkaðarins
um aðkomu lífeyrissjóðanna. Formaðurinn
sænski virðist hafa verið sambandslaus
við aðila af vinnumarkaðinum og látið
sér nægja að ræða við embættismenn sem
hugsa sér gott til glóðarinnar að stjórna
þjóðarbúinu öllu. Vandi Íslendinga er hins
vegar miklu stærri en svo að embættismenn
eða pólitíkusar geti leyft sér að nýta hann
til þess að svala persónulegri valdafíkn.