Vísbending


Vísbending - 06.07.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.07.2009, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 2 7 . t b l . 2 0 0 9 Þjóðarsátt - gagnrýni óþörf? Sigurður Jóhannesson hagfræðingur Mörgum létti þegar þeir sáu aðila vinnumarkaðsins, þá Vilhjálm Egilsson og Gylfa Arnbjörnsson, fallast í faðma að loknum samningaviðræðum. Óróa á vinnumarkaði var afstýrt og samkomulag í höfn um litlar kauphækkanir og nýja efnahagsstefnu, ,,stöðugleikasáttmála“. Óvíst er að allir átti sig á því að ágreiningur þeirra félaga var ekki mikill þegar samningaviðræður hóf� ust. Langt er síðan forystumenn verkalýðs� hreyfingarinnar gerðu sér grein fyrir því að hækkanir kauptaxta geta leitt til verðbólgu og jafnvel atvinnuleysis, eink� um þegar illa árar í þjóðfélaginu eins og nú. Því má ætla að ekki hafi tekið langan tíma að komast að samkomulagi um hóf� legar kauptaxtabreytingar. Þá var eftir að skrifa niður ýmisleg sameiginleg áhugamál á þjóðmálasviðinu sem skilyrði þess að litl� ar kauphækkanir gengju í gegn. Áherslur forystumanna Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa um margt verið svipaðar undanfarin ár. Þeir styðja frjálst markaðshagkerfi í meginatriðum og vilja takmarka umsvif hins opinbera, en eru þó miklir áhugamenn um ,,vinnu� aflsfrekar framkvæmdir“ á vegum ríkisins. Einnig hafa þeir mikinn áhuga á að lækka vexti Seðlabanka, án þess að setja þá í sam� band við aðrar hagstærðir, að því er séð verður. Sennilega hefur hvorugur þurft að gefa mikið eftir í þessum málum. Auðvitað eru þeir ekki sammála um allt. Til dæmis virðist Gylfi Arnbjörnsson ekki styðja það áhugamál Vilhjálms Egilssonar að koma á Evróputíma á �slandi. Náðist því ekki þjóðarsátt um það atriði. Þá gera Samtök atvinnulífsins ein fyrirvara um að fiskveiðistjórnkerfið verði ,,í þeim sáttafarvegi sem lagt var upp með við skipan nefndar til þess að vinna að því máli“. Áform stjórnvalda um að kalla inn kvóta hafa vakið ugg sums staðar á landsbyggðinni. Er það góð stjórnsýsla að menn úti í bæ setji saman lista með sameiginlegum áhugamálum sínum í þjóðmálum, þar á meðal margs konar nýbreytni, og stjórnvöld samþykki sáttmálann síðan umorðalítið? Ríkisstjórn er ekki einn hagsmunaaðili af mörgum heldur fulltrúi allrar þjóðarinnar, studd af þingmeirihluta, sem allir hafa tekið þátt í að kjósa, þar á meðal félagar í hagsmunasamtökum á vinnumarkaði. Stöðugleikasáttmálinn er ekki þjóðarsátt heldur samningur fulltrúa almannahags og sérhagsmuna. En það þýðir ekki endilega að hann sé slæmur. Niðurskurður Með sáttmálanum gengust stjórnvöld undir meiri niðurskurð í ríkisútgjöldum en þau höfðu ráðgert og minni skattahækkanir. Nú er stefnt að því að ná jafnvægi í fjármálum ríkisins þannig að 55% þess fjár sem þarf sé skorið af útgjöldum en 45% komi með nýjum sköttum. Hugmyndin hafði verið að hlutföllin væru á hinn veginn. Yfirleitt er auðveldara að hækka skatta en að skera niður útgjöld hins opinbera. Það gildir þótt lítil þörf sé fyrir útgjöldin. Niðurskurðurinn kemur alltaf hart niður á einhverjum, að minnsta kosti þeim sem missa vinnuna. Þeir fáu, sem skaðast mikið (starfsmennirnir), berjast af krafti fyrir hagsmunum sínum en fjöldanum, sem hagnast frekar lítið (almenningi, sem greiðir kostnaðinn á endanum), finnst ekki taka því að leggja mikið á sig fyrir sína litlu hagsmuni. Óvíst er að markmið um niðurskurð í rekstri ríkisins náist, en ekki veitir af að þrýst sé á um það. Gjaldeyrishömlum aflétt � sáttmálanum er gert ráð fyrir að hömlum á gjaldeyrisviðskiptum verði aflétt samkvæmt áætlun, sem lögð verði fram í ágústbyrjun. Gjaldeyrishömlur eru skaðlegar eins og aðrar takmarkanir á viðskiptum. Hömlunum er ætlað að styðja við gengi krónunnar, en óvíst er að þær geri það. Þeir sem þurfa nauðsynlega að losna við krónur finna yfirleitt leið til þess á endanum, þó að hún kunni að vera torfær. Þeir sem eiga gjaldeyri forðast krónuna hins vegar eins og þeir geta. Hver vill fara í boð sem erfitt er að komast úr aftur með góðu móti? Vaxtalækkun og stórfram- kvæmdir Mestu tíðindin í sáttmálanum eru í kaflanum um framkvæmdir. Kappkosta skal að ,,engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda“ í vegi stækkunar álversins í Straumsvík, nýs álvers í Helguvík, gagnavera og kísilflöguframleiðslu. Væntanlega er hér einkum átt við að umhverfisstofnanir þvælist ekki fyrir framkvæmdunum, en alþingi hefur þegar samþykkt skattaafslátt til álvers í Helguvík. Þá segir að skipulega verði unnið að áformum um aðrar stórframkvæmdir – væntanlega í samgöngum. Rætt er um að lífeyrissjóðir leggi fé til framkvæmdanna. Ríkið ræði við þá og gengið verði frá samkomulagi í byrjun september. � minnisblaði með sáttmálanum kemur fram að tvennt mæli einkum með fjárfestingum nú. � fyrsta lagi muni mikið um störf á framkvæmdatíma og í öðru lagi sé nauðsynlegt að lyfta framleiðslu hagkerfisins á hærra stig. Minnt er á rannsóknir sem sýna samband fjárfestinga og sparnaðar við hagvöxt. Gera má ráð fyrir að atvinnurekendur hafi ekki á móti því að verktakar fái einhver verkefni, þótt sú röksemd sé ekki nefnd í sáttmálanum. Lífeyrissjóðir eru í nokkrum vanda með sitt fé núna. Lítið virðist um trausta fjárfestingarkosti hér heima og ekki má flytja fé úr landi. Þeir eiga orðið stórfé á sparisjóðsreikningum, sem ekki gefa mjög háa vexti. Sjóðirnir gætu fjármagnað opinberar framkvæmdir beint með því að kaupa skuldabréf af ríkinu, en ríkið stendur ekki vel eins og kunnugt er. Það á erfitt með að leggja í miklar fjárfestingar, ekki síst vegna skuldbindinga sinna við AGS. Þess vegna hefur verið rætt um að samgöngumannvirki verði gerð í einkaframkvæmd. En er mikill munur á því fyrir ríkið að ábyrgjast leigu vegna einkaframkvæmda og að standa sjálft fyrir fjárfestingum? Líklega munu eftirlitsmenn AGS sjá í gegnum slíkar tilfæringar. Lífeyrissjóðir geta lánað fyrirtækjum eins og Speli eða Landsvirkjun – en ef góð ávöxtun er í boði og lántakandi traustur ættu þeir að vera fullfærir um að gera það hver í sínu lagi. Pólitískur þrýstingur á lífeyrissjóði hlýtur að vekja spurningu um hvort ætlast sé til að slegið verði af ávöxtunarkröfu. Það er rétt, sem bent er á í minnisblaði með sáttmálanum, að fjárfestingar geta leitt til framfara og jafnvel aukins hagvaxtar, en yfirleitt er mest upp úr þeim fjárfestingum að hafa sem verða til á frjálsum markaði, án atbeina hins opinbera eða hagsmunasamtaka. Áhersla vinnumarkaðssamtaka á stórfjárfestingar fer illa saman við kröfu þeirra um vaxtalækkun, sem einnig kemur fram í sáttmálanum. Fáir hafa orð á því núna – en miklar opinberar fjárfestingar hægja á lækkun vaxta. Einhverra hluta vegna hefur forysta vinnumarkaðssamtaka ekki viljað sjá það samhengi. Niðurstaða Formið á stöðugleikasáttmálanum og fleiri slíkum samningum býður ekki upp á framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.