Vísbending


Vísbending - 06.07.2009, Blaðsíða 4

Vísbending - 06.07.2009, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 2 7 . t b l . 2 0 0 9 framhald af bls. 1 Aðrir sálmar Það er hollt að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar sér til sáluhjálpar öðru hvoru. Undirrót allra lasta ágirndin kölluð er. Frómleika frá sér kasta fjárplógsmenn ágjarnir, sem freklega elska féð, auði með okri safna, andlegri blessun hafna, en setja sál í veð. Annaðhvort er í vonum, auðurinn fagur nú hafnar þér, ellegar honum hryggur burt kastar þú, þá dauðinn þrengir að. Ágirndin ótæpt svelgir, af því sálina velgir í köldum kvalastað. Falsi og fégirnd rangri forða þér, sál mín blíð, svo mætir ei ógn né angri, þá að fer dauðans tíð; virð lítils veraldar plóg. Hver sem sér lynda lætur, það lénar drottinn mætur, sá hefur alls nægta nóg. Álitið stórt og höfðingshátt hræðast skyldir þú ekki. Sannleiksins gæta ætíð átt, engin kjassmál þig blekki. Ærugirnd ljót, hofmóðug hót, hlýðir síst yfirmönnum. Dramblátum þar þú gef andsvar, þó byggt á rökum sönnum. Yfirmönnunum er því vant, undirsátarnir hnýsa grannt eftir því sem fyrir augun ber; auðnæmast þó hið vonda er. Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það. Safna hóflega heimsins auð. Hugsýkin sturlar geð. Þigg af drottni þitt daglegt brauð, duga lát þér þar með. Holdið þá jörðin hylur rauð, hlotnast má ýmsum féð. Svo þig ei ginni girndin snauð, gæt vel hvað hér er skeð. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Verður ný olíukreppa? Fyrir ári var það helsta áhyggjuefni margra að hátt olíuverð myndi kæfa allan hagvöxt í Vesturlöndum. Ástæðan var mikil eftirspurn á nýjum mörkuðum, ekki síst í Kína. Olían hélst þó ekki í upphæðum fremur en fyrr. Verð hríðlækkaði frá miðju ári í fyrra fram að áramótum. Áhyggjuefnið var þá að olíuframleiðsluríki eins og Rússland lentu í alvarlegri kreppu. Nú hefur verðið hækkað aftur, úr liðlega 30 dölum í um 70 dali tunnan (mynd 2). Sem betur fer fyrir �slendinga hefur verðið ekki farið jafnhátt og sumarið 2008, en þá var það hæst tæplega 150 dalir á tunnu. Miðað við gengi Bandaríkjadals núna væri framhald af bls. 2 framhald af bls. 3 miklar umræður. Sáttmálinn er kynntur sem fullbúið plagg. Forystumenn vinnumarkaðssamtaka hér á landi eru skynsamir og ekki við öðru að búast en að eitthvað gott sé í álitsgerð sem þeir búa til. Sjálfsagt er að hlusta á þá eins og aðra, en skoðanir þeirra eru ekki hafnar yfir gagnrýni. Hagsmunir samtaka á vinnumarkaði þurfa ekki endilega að fara saman við þjóðarhag og engin ástæða er til að fela leiðtogum þeirra völd sem þeir eru ekki kjörnir til. Hugmyndir um samræmdar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru sérstaklega varhugaverðar. Lífeyrissjóðirnir hafa að geyma stóran hluta af sparifé landsmanna. Þeir urðu fyrir áfalli í haust eins og fleiri, en rekstur þeirra virðist að ýmsu leyti hafa batnað undanfarin ár. Ekki verður annað séð en að sjónarmið um ávöxtun ráði fjárfestingum sjóðanna, en fyrr á árum mátti sjá dæmi um annað. Engin ástæða er til þess að víkja af þeirri braut. Til fróðleiks: Stöðugleikasáttmáli, Alþýðusambands Ís- lands, Bandalags háskólamanna, BSRB, Ken- narasambands Íslands, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Samtaka atvinnulífsins, rík- isstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfé- laga, sjá t.d. www.sa.is Vilmundur Gylfason: Alþýðuvöld-Nei takk, Vísi 7. maí 1976, sjá www.timarit.is. á einn stað og reikna út skilvirkustu nýtingu gæða. Þessi þekking getur verið einstaklingsbundin, staðbundin og jafnvel bundin í tíma. Stundum byggir hún meira á tilfinningum, huglægu mati eða taktík. Dæmi um slíkar upplýsingar eru smekkur og gildismat. Verð gefur okkur upplýsingar um hlutfallslegan skort, hvað eigi að framleiða og hvernig. Verðbreytingar flytja mikilvægar upplýsingar á milli aðila. Vandamálið er því ekki að finna bestu upplýsingarnar hjá þeim sem vita best, heldur að finna leið til þess að laða fram allar upplýsingar og þekkingu allra. Hayek sagði „Verðkerfið er tæki sem fær mismunandi aðila til þess að deila upplýsingum og samþætta [e: synchronize] staðbundna og persónubundna þekkingu, sem þannig að hægt er að finna fjölbreyttar og flóknar niðurstöður, með því að nota lögmál sjálfsprottins skipulags (e. spontaneous self-organization)“. Auk upplýsingavandans sáu þeir félagar fleiri vandamál við kommúnismann. Ef ekkert verðkerfi er til þá vantar aðferðir til þess að tengja ánægju (e. utility) neytenda við vinnu eða verðmætasköpun. Hvatavirkni peninga (e. incentive function of prices) vantar. Upplýsingar um það er best að fá og nýta með því að athafnamenn reyni að vinna sér inn skammtíma gróða. � miðstýrðu kerfi er hvatakerfið ófullnægjandi. Austurísku hagfræðingarnir héldu því þó alls ekki fram að verðkerfið væri fullkomið að öllu leyti. Þeir byggðu rök sín gegn kommúnisma einmitt á því að verð væri ekki alltaf rétt, að upplýsingarnar væru ófullkomnar, að hagkerfið væri ekki alltaf í jafnvægi. Verðkerfið væri hins vegar eina leiðin til þess að afla nauðsynlegra upplýsinga, skapa rétta hvata, og samhæfa framboð og ákvarðanir um fjárfestingar. Því ætti hagkerfið að byggjast á því að fylgja eftir samningum sem gerðir væru af fúsum og frjálsum vilja og halda þvingunum frá ríkisstjórn eða öðrum í algjöru lágmarki. bensínverð nálægt 300 krónum á lítra hér á landi ef svo hátt olíuverð hefði haldist. Þegar verð á olíu lækkar hefur það góð áhrif á rekstur samgöngufyrirtækja og útgerða. Því var olíulækkunin búbót fyrir fyrirtæki í þessum greinum. Þau lenda nú aftur í verðhækkunum en margir búast við að olían lækki aftur í haust. Bandarískur sérfræðingur, Lucian Pugliaresi, kom hingað til lands í vetur taldi að jafnvægisverð væri milli 40 og 50 dalir á tunnu. Kenningar um þetta eru þó örugglega jafnmargar og sérfræðingarnir sem setja þær fram. Sum íslensk fyrirtæki sem nota mikla olíu fá tekjur í erlendri mynt en önnur njóta eingöngu krónunnar. Þegar saman fer veik króna og hátt olíuverð er staða þeirra afleit. Safna hóflega heimsins auð Kári S Friðriksson bj

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.